Fara í efni

Byggðarráð Skagafjarðar

36. fundur 21. febrúar 2023 kl. 14:00 - 14:38 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson formaður
  • Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir varaform.
  • Álfhildur Leifsdóttir aðalm.
  • Jóhanna Ey Harðardóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Kjördeildir í Skagafirði

Málsnúmer 2302160Vakta málsnúmer

Málið áður á dagskrá 35. fundar byggðarráðs þann 15. febrúar 2023. Kjördeildir í Skagafirði hafa á liðnum árum verið átta talsins. Með bættum samgöngum hefur þróunin á landsvísu verið sú að kjördeildum hefur fækkað í sveitarfélögum landsins. Lagðar fram upplýsingar um fjölda kjósenda í hverri kjördeild fyrir sig.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að kjördeildir í Skagafirði verði framvegis þrjár, á Sauðárkróki, Hofsósi og í Varmahlíð.

2.Afskriftarbeiðnir 2023

Málsnúmer 2302168Vakta málsnúmer

Lögð fram afskriftarbeiðni nr. 202302141002452, dagsett 14.02. 2023, frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra. Óskað er eftir afskrift á fyrndum þing- og sveitarsjóðsgjöldum að höfuðstólsfjárhæð 1.330.139 kr. og 751.703 kr. að auki vegna dráttarvaxta. Samtals 2.081.842 kr.
Byggðarráð samþykkir framlagða afskriftarbeiðni.

3.Styrkbeiðni vegna fasteignaskatts

Málsnúmer 2302163Vakta málsnúmer

Sjá trúnaðarbók.

4.Styrkbeiðni vegna fasteignaskatts

Málsnúmer 2302187Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts, dagsett 15. febrúar 2023, frá Sauðárkrókskirkju vegna Safnaðarheimilisins, Aðalgötu 1, F2131092. Sótt er um skv. reglum um styrki til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagsamtaka skv. 2. mgr. 5.gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995.
Byggðarráð samþykkir að veita styrk skv. 3. grein reglna sveitarfélagsins þar um.

5.Samráð; Breytingar á raforkulögum og lögum um Orkustofnun (raforkuöryggi)

Málsnúmer 2302165Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 13. febrúar 2023 þar sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 34/2023, "Breytingar á raforkulögum og lögum um Orkustofnun (raforkuöryggi)". Umsagnarfrestur er til og með 27.02.2023.
Byggðarráð Skagafjarðar leggur áherslu á að við endurskoðun á raforkulögum og lögum um Orkustofnun verði tryggt að allir landsmenn og landshlutar hafi sambærilegt aðgengi að nauðsynlegri raforku til atvinnuuppbyggingar og/eða til eflingar á byggð. Framboð og eftirspurn á raforku getur ekki eingöngu ráðist af markaðslögmálum eins og gert hefur verið ráð fyrir. Meginástæða þess er mikill mismunur á getu flutningskerfa innan landshluta og á milli þeirra í og mismunandi vegalengdir frá uppruna orkunnar til hugsanlegra notanda. Núverandi ferlar sem snúa að endurnýjun á meginflutningskerfinu og endurbótum á því eru einnig allt of þungir og hægfara sem gerir það að verkum að fjárfestar eða hugsanlegir notendur raforkunnar staðsetja sig í dag þar sem inniviðirnir eru í lagi og nægt framboð er af raforku. Hin svæðin þar sem flutningsgeta er ekki til staðar verða því útundan. Stjórnvöld verða því að tryggja jafnt aðgengi landsmanna að raforku á sama flutningsverði innan svæða og milli svæða.
Álfhildur Leifsdóttir (Vg og óháð) óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.

6.Brautarholt Mýri (L146801) - Umsagnarbeiðni sbr. lög nr. 81 2004

Málsnúmer 2210012Vakta málsnúmer

Erindið áður á dagskrá 16. fundar byggðarráðs þann 5. október 2022. Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 14. febrúar 2023 frá lögmanni Fljótabakka ehf. Með vísan til 1. mgr. 10. gr. jarðalaga nr. 81/2004 tilkynnist hér með um aðilaskipti að fasteigninni Brautarholt Mýri (Víkurlundur), 65,4 fm. sumarhús með fasteignanúmerið F2143956. Kaupandi er Fljótabakki ehf., en seljandi var Elsa Baldursdóttir.

7.Viðbúnaður vegna vinnustöðvunar Eflingar stéttarfélags

Málsnúmer 2302188Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf dagsett 15. febrúar 2023 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga til allra sveitarfélaga, varðandi viðbúnað vegna vinnustöðvunar Eflingar stéttarfélags.

Fundi slitið - kl. 14:38.