Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

223. fundur 13. apríl 2011 kl. 08:15 - 09:30 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Viggó Jónsson formaður
  • Gísli Sigurðsson ritari
  • Úlfar Sveinsson aðalm.
  • Pálmi Sigurður Sighvats áheyrnarftr.
  • Helga Steinarsdóttir áheyrnarftr.
  • Jón Örn Berndsen sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Trjágróður á lóðarmörkum

Málsnúmer 1103003Vakta málsnúmer

Trjágróður við Hegrabraut. Fyrir liggur bréf Ragnheiðar Baldursdóttur kt. 201155-2319 dagsett 28. febrúar sl. Í bréfi sínu vísar Ragnheiður til auglýsingar sem sveitarfélagið á sínum tíma sendi út og óskaði eftir að lóðarhafar sæju til þess trjágróður á lóðarmörkum veldi ekki truflun fyrir almenna umferð. Jafnframt bendir hún á að ástandið hvað þetta varðar sé slæmt t.d við Hegrabraut og óskar eftir að sveitarfélagið sjái til þess að bætt verði úr hvað þetta varðar. Samþykkt að vekja athygli húseigenda á málinu með auglýsingu og að farið verði eftir reglugerð hvað þetta varðar.

2.Beiðni um friðlýsingu

Málsnúmer 1103133Vakta málsnúmer

Beiðni um friðlýsingu æðarvarps. Fyrir liggur erindi sýslumannsins á Sauðárkróki dagsett 21. mars sl., um friðlýsingu æðarvarps í Haganesvík. Með vísan í 2. gr. reglugerðar númer 252/1996, en þar segir ma. ?Sýslumaður skal fá staðfestingu byggingarfulltrúa um að aðstöðu sé rétt lýst.? Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið.

3.Langhús - umsagnarbeiðni Orkustofnunar

Málsnúmer 1103152Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi Orkustofnunar dagsett 21. mars sl., þar sem stofnunin á grundvelli laga nr. 37/1993 óskar eftir umsögn Sveitarfélagsins Skagafjarðar vegna umsóknar Skagafjarðarveitna um leyfi til nýtingar jarðhita í landi Langhúsa í Fljótum (146848). Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir beiðni Skagafjarðarveitna.

4.Brekka146702 - Umsókn um stöðuleyfi

Málsnúmer 1103073Vakta málsnúmer

Brekka146702 - Umsókn um stöðuleyfi. Einar Einarsson kt. 040847-4569 sækir með bréfi dagsettu 14. mars sl., um stöðuleyfi fyrir geymslugámi í landi Brekku (146702) á Hofsósi. Skipulags- byggingarnefnd samþykkir framkomið erindi.

5.Faxatorg - Umsókn um lóð

Málsnúmer 1104054Vakta málsnúmer

Faxatorg - Umsókn um lóð. Faxatorg ehf., kt. 610311-0160, sækir með bréfi dagsettu 5. apríl sl., um að fá úthlutað lóð á Flæðunum við Faxatorg á Sauðárkróki. Félagið hyggst byggja 60 herbergja hótel á Flæðunum samkvæmt framlögðum gögnum sem gerð eru á Stoð ehf. verkfræðistofu í mars 2011. Jafnframt hefur fyrirtækið uppi hugmyndir um að byggja húsnæði undir starfsemi sem tengst gæti rekstri fyrirhugaðs hótels. Skipulags- og byggingarnefnd fagnar framkomnu erindi og samþykkir að vinna deiliskipulag af Faxatorgi sem fellur að framkomnum hugmyndum um nýtingu svæðisins. Gísli Sigurðsson tekur ekki þátt í afgreiðslu þessa liðar.

6.Neðri Ás land 220055-Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1104070Vakta málsnúmer

Neðri Ás land 220055-Umsókn um byggingarleyfi. Helgi Þór Thorarensen kt. 040456-2799 og Guðrún Helgadóttir kt. 090359-5339 eigendur jarðarinnar sækja með bréfi dagsettu 11. apríl sl., um byggingarleyfi fyrir íbúðar- og geymsluhúsnæði á landi jarðarinnar. Framlagður afstöðuuppdráttur er gerður af Staðalhúsum Síðumúla 31 í reykjavík af Sigurði P. Kristjánssyni kt. 201137-3149. Uppdrátturinn er í verki 1018, teikning 110225 og er hann dagsettur 21. mars 2011. Skipulag- og byggingarnefnd samþykkir fyrirhugaða staðsetningu og byggingarreit og felur byggingarfulltrúa að afgreiða byggingarleyfi að fenginni jákvæðri umsögn Vegagerðar.

7.Jafnréttisáætlun 2010-2014

Málsnúmer 1008033Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd fagnar metnaðarfullri vinnu félags- og tómstundarnefndar við gerð jafnréttisáætlunar og gerir ekki athugasemdir við fram komin gögn.

8.Ártorg - Deiliskipulag

Málsnúmer 1104071Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarfultrúi kynnti skipulagsgögn varðandi óverulega breytingu deiliskipulags á Ártorgi í samræmi við bókun nefndarinnar á síðasta fundi nefndarinnar. Samþykkt að grendarkynna gögnin eigendum nærliggjandi íbúða. Viggó Jónsson tekur ekki þátt í afgreiðslu þessa liðar.

Fundi slitið - kl. 09:30.