Fara í efni

Jafnréttisáætlun 2010-2014

Málsnúmer 1008033

Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 161. fundur - 10.08.2010

Nefndin samþykkir að hefja vinnu við gerð nýrrar jafnréttisáætlunar og ákveður að hafa sérstakan vinnufund til þess í september. Stefnt verði að því að ljúka gerð nýrrar jafnréttisáætlunar fyrir áramót. Leitað verður til annarra nefnda sveitarfélagsins við gerð og framkvæmd áætlunarinnar.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 525. fundur - 19.08.2010

Afgreiðsla 161. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 525. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 169. fundur - 22.02.2011

Formaður lagði fram minnisblað um og drög að jafnréttisáætlun.

Framkvæmdaráð Skagafjarðar - 75. fundur - 28.02.2011

Gunnar kynnti vinnu við endurskoðun jafnréttisáætlunar 2010-2014. Sviðsstjórum falið að lesa plöggin og gera athugasemdir ef einhverjar eru við drögin.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 276. fundur - 22.03.2011

Afgreiðsla 169. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 276. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Skipulags- og byggingarnefnd - 223. fundur - 13.04.2011

Skipulags- og byggingarnefnd fagnar metnaðarfullri vinnu félags- og tómstundarnefndar við gerð jafnréttisáætlunar og gerir ekki athugasemdir við fram komin gögn.

Atvinnu- og ferðamálanefnd - 73. fundur - 26.04.2011

Kynnt voru drög að jafnréttisáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2010-2014. Nefndin gerir ekki athugasemdir við framlögð drög að jafnréttisáætlun.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 553. fundur - 28.04.2011

Lagt fram bréf frá formanni félags- og tómstundanefnd varðandi fyrirliggjandi drög að jafnréttisáætlun sveitarfélagsins fyrir tímabilið 2011 - 2014. Óskað er eftir að ábendingar og athugasemdir, ef einhverjar eru, verði sendar til félags- og tómstundanefndar fyrir 20. maí nk. Byggðarráð óskar eftir að fá fulltrúa nefndarinnar og sviðsstjóra til að kynna verkefnið.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 277. fundur - 02.05.2011

Afgreiðsla 553. fundar byggðaráðs staðfest á 277. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 277. fundur - 02.05.2011

Afgreiðsla 73. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 277. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 277. fundur - 02.05.2011

Afgreiðsla 223. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 277. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Menningar- og kynningarnefnd - 53. fundur - 20.06.2011

Kynnt voru drög að jafnréttisáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2010-2014. Nefndin gerir ekki athugasemdir við framlögð drög að jafnréttisáætlun.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 280. fundur - 21.06.2011

Afgreiðsla 53. fundar menningar- og kynningarnefndar staðfest á 280. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 176. fundur - 30.08.2011

Svarbréf menningar- og kynningarnefndar, atvinnu- og ferðamálanefndar og skipulags- og bygginganefndar lögð fram til kynningar. Formanni og félagsmálastjóra falið að ganga á fund byggðarráðs og kynna drög að jafnréttisáætlun. Jafnframt að kynna drögin á fundi með sviðsstjórum og sveitarstjóra. Stefnt er að því að ljúka við gerð áætunarinnar í októberbyrjun.

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 71. fundur - 14.09.2011

Fræðslustjóri kynnti drög að jafnréttisáætlun fyrir sveitarfélagaði fyrir árin 2010-2014. Fræðslunefnd

fagnar metnaðarfullri vinnu félags- og tómstundarnefndar við gerð jafnréttisáætlunar og gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi drög. Fræðslunefnd beinir því til stofnana fræðslusviðs að kynna sér áætlunina og bendir sérstaklega á kafla 2 í áætluninni sem fjallar um hlutverk skóla í eflingu fræðslu um jafnréttismál.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 282. fundur - 20.09.2011

Afgreiðsla 176. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 282. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 282. fundur - 20.09.2011

Afgreiðsla 71. fundar fræðslunefndar staðfest á 282. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 566. fundur - 22.09.2011

Félagsmálastjóri og formaður félags- og tómstundnefndar mættu á fundinn til að kynna drög að jafnréttisáætlun fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð. Byggðarráð lýsir ánægju með framkomin drög og hvetur til áframhaldandi vinnu við verkefnið.

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 177. fundur - 27.09.2011

Gunnar M Sandholt sat fundinn undir þessu lið.

Drög að jafnréttisáætlun Sveitarfélagsins fram til ársins 2014 hefur verið kynnt helstu fastanefndum og eru viðbrögð þeirra jákvæð. Nefndin felur formanni og félagsmálastjóra að ljúka endanlegum frágangi draganna í ljós umræðna á fundinum og vísar málinu til ákvörðunar í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 283. fundur - 19.10.2011

Afgreiðsla 566. fundar byggðaráðs staðfest á 283. fundi sveitarstjórnar með átta atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 283. fundur - 19.10.2011

Afgreiðsla 177. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 283. fundi sveitarstjórnar með átta atkvæðum.