Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

242. fundur 15. mars 2013 kl. 10:00 - 11:25 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Viggó Jónsson formaður
  • Gísli Sigurðsson ritari
  • Gísli Árnason aðalm.
  • Svanhildur Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
  • Hrefna Gerður Björnsdóttir varam. áheyrnarftr.
  • Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Sigurður Hafsteinn Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Freyjugata 7-9 - Umsókn um lóð

Málsnúmer 1303006Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn frá Strackta ehf um lóð fyrir 100 herbergja hótel á lóðinni Freyjugötu 7-9. Skipulags- og byggingarnefnd óskar fyllri upplýsinga frá umsækjanda áður en afstaða til afgreiðslu lóðarumsóknarinnar er tekin.

2.Skagafjarðarveitur hitaveita - Umsókn um framkvæmdaleyfi. Hitav-strengl/Hegranesi.

Málsnúmer 1302171Vakta málsnúmer

Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri Veitu- og framkvæmdasviðs sækir fh. Skagafjarðarveitna hitaveitu kt. 681212-0350, um leyfi til þess að leggja hitaveitulögn frá núverandi stofnlögn á Langholti og að bæjum í Hegranesi, samkvæmt framlögðum yfirlitsuppdráttum nr. S-100 til S-102 og S-111 til S-122. Uppdrættirnir eru gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni, dagsettir 21. febrúar 2013. Framkvæmdin felst í lagningu stofnlagnar hitaveitu frá stofnlögn við Marbæli austur yfir Húsabakkaflóa og Héraðsvötn, í Eggjarnes og þaðan að bæjum í Hegranesi. Samhliða hitaveitunni verða lagðar ídráttarlagnir fyrir gagnaveitu. Að fenginni umsögn hlutaðeigandi umsagnaraðila er skipulags- og byggingarfulltrúa falið að afgreiða erindið.
Fram kemur í umsókn að RARIK muni leggja háspennustreng með hitaveitulögninni frá Keldudal að Kárastöðum og frá Hamri að Keflavík. Frá Keflavík verður plægður niður háspennustrengur vestur að núverandi strengenda sunnan við Nesvatnið. Ekki hefur borist umsókn frá RARIK vegna þessarar fyrirhuguðu framkvæmdar.

3.Skagafjarðarveitur hitaveita - Umsókn um framkvæmdaleyfi. Hitav/Sauðárkróki. Ráðhús - Helgafell

Málsnúmer 1302137Vakta málsnúmer

Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri Veitu- og framkvæmdasviðs sækir fh. Skagafjarðarveitna hitaveitu kt. 681212-0350, um leyfi til þess að leggja nýja stofnlögn hitaveitulögn frá gatnamótum Skólastígs og Skagfirðingabrautar að Strandvegi, þaðan norður að Helgafelli við Strandveg. Einnig sótt um leyfi til þess að leggja nýja hitaveitulögn frá núverandi stofnlögn vestan Eyrarvegs að lóðinni númer 13 við Skarðseyri. Fylgt verður núverandi lagnaleið hitaveitu austur hafnarsvæðið að Lágeyri þar sem lögnin verður austan Lágeyrar og norðan Skarðseyrar að framangreindri lóð. Erindið samþykkt.

4.Hof land 195048 - Umsókn um byggingarreit

Málsnúmer 1302144Vakta málsnúmer

Jón Ásbergsson kt. 310550-2489 þinglýstur eigandi að landinu Hof land (landnr. 195048) sækir um að fá samþykktan byggingarreit fyrir frístundahúsi á landinu. Framlagður afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Númer uppdráttar er S-111 í verki nr. 72422, dags. 1. ágúst 2012. Leitað hefur verið eftir umsögnum hlutaðeigandi umsagnaraðila og er byggingarfulltrúa falið að afgreiða erindið þegar þær umsagnir liggja fyrir.

5.Skagafjarðarhafnir Sauðárkrókshöfn - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1303446Vakta málsnúmer

Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri Veitu- og framkvæmdasviðs sækir fh. Hafnarsjóðs Skagafjarðar kt. 680371-0919, um leyfi til að byggja rafmagns, vatns og ljósamasturshús við Sauðárkrókshöfn, smábátahöfn við suðurgarð. Framlagðir uppdrættir gerðir af Siglingastofnun og eru þeir dagsettir í júlí 2012 og Uppdrættirnir eru númer B-8340, B-8341, B-8342, B-8343, B-8344, B-8407. Erindið samþykkt.

6.Svæðisskipulag Eyjafjarðar 2012-2024 umsögn

Málsnúmer 1303447Vakta málsnúmer

Fyrir fundi skipulags- og byggingarnefndar liggur erindi Bjarna Kristjánssonar, tillaga að svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012-2024. Eftirtalin sveitarfélög eru aðilar að Svæðisskipulaginu. Fjallabyggð, Dalvíkurbyggð, Hörgársveit, Akureyrarkaupstaður, Eyjafjarðarsveit, Svalbarðsstrandarhreppur og Grýtubakkahreppur. Erindið lagt fram í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og er óskað eftir að umsögn berist innan fjögurra vikna. Skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar bendir á að sameiginlega þurfi að fara yfir legu sýslumarka á svæðisskipulagsuppdrættinum. Skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins gerir ekki athugasemdir við tillöguna að öðru leiti.

7.Kárastígur 16(146640) - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1303005Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar. Byggingarleyfisumsókn Magnúsar T. Gíslasonar kt. 040776-5329, dagsett 5. febrúar 2013. Umsókn um leyfi til að breyta útliti einbýlishúss sem stendur á lóð nr. 16 við Kárastíg á Hofsósi. Breytingin felst í að einangra og klæða húsið utan ásamt því að breyta útliti þess. Byggingarleyfi samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa 13. mars 2013

8.Steintún 146234 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1303366Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar. Byggingarleyfisumsókn Jóns Svavarssonar kt. 100663-2449, f.h. Jóns Svavarss málarameistara ehf kt. 640402-6010 , dagsett 8. mars 2013. Umsókn um leyfi til að breyta útliti íbúðarhúss með sem stendur á jörðinni Steintún í Skagafirði, landnúmer 146234. Byggingarleyfi samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa 13. mars 2013.

9.Laugarból lóð (146193)-Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1301078Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar. Byggingarleyfisumsókn Friðris Rúnars Friðrikssonar kt. 141156-5009 f.h. Hauks Hannessonar kt. 311059-3009 , dagsett 9. nóvember 2012. Umsókn um leyfi til að breyta útliti og innangerð frístundahúss með fastanúmerið stendur á sumarbústaðarlandinu Laugarból lóð, landnúmer 146193. Byggingarleyfi samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa 13. mars 2013.

10.Víðigrund 2-4 2R - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1301076Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar. Byggingarleyfisumsókn Elsu L. Jónsdóttur kt. 150475-3259 og Þorgerðar Á. Jóhannsdóttur kt. 030956-7299, f.h. húsfélagana Víðgrund 2, kt. 620678-0159 og Víðigrund 4, kt. 691085-1559, dagsett 24. október 2012. Umsókn um leyfi til að að klæða austurgafl hússins sem stendur á lóðinni nr. 2-4 við Víðigrund á Sauðárkróki. Byggingarleyfi samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa 17. janúar 2013.

11.Fellstún 8 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1302198Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar. Byggingarleyfisumsókn Rúnars Pálssonar kt. 070362-3849 dagsett 27. desember 2012. Umsókn um leyfi til að að byggja sólpall og skjólveggi ásamt því að koma fyrir setlaug á lóðinni á lóðinni númer 8 við Fellstún. Byggingarleyfi samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa 28. febrúar 2013.

12.Birkimelur 22 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1301225Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar. Byggingarleyfisumsókn Páls Dagbjartssonar kt. 310848-4849, dagsett 17. janúar 2013. Umsókn um leyfi til að byggja íbúðarhús á lóðinni númer 22 við Birkimel í Varmahlíð. Byggingaráform eru samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa 21. febrúar 2013.

13.Vindheimar II lóð (146251) - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1210397Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar. Byggingarleyfisumsókn Magnúsar Péturssonar kt. 260547-2409, dagsett 25. október 2012. Umsókn um leyfi til að byggja skýli/aðstöðuhús á landinu Vindheimar II land, landnúmer 146251. Byggingarleyfi samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa 18. desember 2012.

14.Glæsibær 145975 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1302131Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar. Erindi frá sýslumanninum á Sauðárkróki dagsett 19. febrúar sl., þar sem óskað er umsagnar um umsókn Ragnheiðar Erlu Björnsdóttur kt. 191247-4699 um endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir Ferðaþjónustuna Glæsibæ. Gististaður flokkur I, heimagisting. Í svari til sýslumanninum á Sauðárkróki 19. febrúar sl., gerir skipulags-og byggingarfulltrúi ekki athugasemd við umsóknina.

15.Félagsheimilið Melsgil - Umsagnarbeiðni vegna rekstarleyfis

Málsnúmer 1302130Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar. Erindi frá sýslumanninum á Sauðárkróki dagsett 19. febrúar sl., þar sem óskað er umsagnar um umsókn Ragnheiðar Erlu Björnsdóttur kt. 191247-4699 um endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir Félagsheimilið Melsgil kt. 460269-5719. Veitingastaður flokkur I, samkomusalur og gististaður flokkur II, svefnpokagisting. Í svari til sýslumanninum á Sauðárkróki 19. febrúar sl., gerir skipulags-og byggingarfulltrúi ekki athugasemd við umsóknina.

16.Aðalgata 15 - Umsagnarbeiðni v.rekstarleyfis

Málsnúmer 1301183Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar. Erindi frá sýslumanninum á Sauðárkróki dagsett xx. febrúar sl., þar sem óskað er umsagnar um umsókn Sigurpáls Aðalsteinssonar kt. 081170-5419 fyrir hönd Videosports ehf. kt. 470201-2150 um endurnýjun á rekstarleyfi fyrir Ólafshús Aðalgötu 15, 550 Sauðárkrókur. Veitingastaður flokkur II, veitingahús. Í svari til sýslumanninum á Sauðárkróki 19. febrúar sl., gerir skipulags-og byggingarfulltrúi ekki athugasemd við umsóknina.

Fundi slitið - kl. 11:25.