Fara í efni

Skagafjarðarveitur hitaveita - Umsókn um framkvæmdaleyfi. Hitav-strengl/Hegranesi.

Málsnúmer 1302171

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 242. fundur - 15.03.2013

Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri Veitu- og framkvæmdasviðs sækir fh. Skagafjarðarveitna hitaveitu kt. 681212-0350, um leyfi til þess að leggja hitaveitulögn frá núverandi stofnlögn á Langholti og að bæjum í Hegranesi, samkvæmt framlögðum yfirlitsuppdráttum nr. S-100 til S-102 og S-111 til S-122. Uppdrættirnir eru gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni, dagsettir 21. febrúar 2013. Framkvæmdin felst í lagningu stofnlagnar hitaveitu frá stofnlögn við Marbæli austur yfir Húsabakkaflóa og Héraðsvötn, í Eggjarnes og þaðan að bæjum í Hegranesi. Samhliða hitaveitunni verða lagðar ídráttarlagnir fyrir gagnaveitu. Að fenginni umsögn hlutaðeigandi umsagnaraðila er skipulags- og byggingarfulltrúa falið að afgreiða erindið.
Fram kemur í umsókn að RARIK muni leggja háspennustreng með hitaveitulögninni frá Keldudal að Kárastöðum og frá Hamri að Keflavík. Frá Keflavík verður plægður niður háspennustrengur vestur að núverandi strengenda sunnan við Nesvatnið. Ekki hefur borist umsókn frá RARIK vegna þessarar fyrirhuguðu framkvæmdar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 299. fundur - 26.03.2013

Afgreiðsla 242. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 299. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.