Fara í efni

Skagafjarðarveitur hitaveita - Umsókn um framkvæmdaleyfi. Hitav/Sauðárkróki. Ráðhús - Helgafell

Málsnúmer 1302137

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 242. fundur - 15.03.2013

Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri Veitu- og framkvæmdasviðs sækir fh. Skagafjarðarveitna hitaveitu kt. 681212-0350, um leyfi til þess að leggja nýja stofnlögn hitaveitulögn frá gatnamótum Skólastígs og Skagfirðingabrautar að Strandvegi, þaðan norður að Helgafelli við Strandveg. Einnig sótt um leyfi til þess að leggja nýja hitaveitulögn frá núverandi stofnlögn vestan Eyrarvegs að lóðinni númer 13 við Skarðseyri. Fylgt verður núverandi lagnaleið hitaveitu austur hafnarsvæðið að Lágeyri þar sem lögnin verður austan Lágeyrar og norðan Skarðseyrar að framangreindri lóð. Erindið samþykkt.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 299. fundur - 26.03.2013

Afgreiðsla 242. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 299. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.