Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

227. fundur 09. september 2011 kl. 08:15 - 09:20 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Viggó Jónsson formaður
  • Gísli Sigurðsson ritari
  • Úlfar Sveinsson aðalm.
  • Helga Steinarsdóttir áheyrnarftr.
  • Jón Örn Berndsen sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs
  • Sigurður Hafsteinn Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Steinn lóð 1 - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 1108266Vakta málsnúmer

Umsókn um landskipti. Gústav Ferdinand Bentsson kt. 200372-5659 og Steinunn Rósa Guðmundsdóttir kt. 311273-3379 þinglýstir eigendur jarðarinnar Steinn land, á Reykjaströnd í Skagafirði, landnr, 208710, sækja með vísan til IV kafla, Jarðalaga nr, 81 frá 9. júní 2004, um heimild skipulags-og byggingarnefndar og sveitarstjórnar Skagafjarðar til að skipta 1.148,0 m² lóð út úr framangreindri jörð. Á lóðinni sem fyrirhugað er að stofna stendur íbúðarhús og bílskúr byggð árið 2007. Lóðin er nánar tilgreint og hnitasett á yfirlits-afstöðuuppdrætti sem dagsettur er 23. ágúst 2011, gerður er á Stoð ehf. verkfræðistofu, af Braga Þór Haraldssyni. Uppdrátturinn er í verki númer 7353, nr S-02. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja landnúmerinu 208710. Erindið samþykkt.

2.Hraun I lóð (220466) - Umsókn um stofnun lóðar.

Málsnúmer 1109030Vakta málsnúmer

Umsókn um stofnun lóðar. þinglýstir eigendur jarðarinnar Hraun 1 í Fljótum landnr. 146818, Guðmundur Viðar Pétursson Kt. 270857-3379 og Guðrún Björk Pétursdóttir kt. 120250-5909 fyrir hönd Gáseyrarinnar ehf. kt. 670605-1750 sækja um að stofna 10.600,0 m² leigulóð úr landi jarðarinnar. Á lóðinni sem verið er að stofna stendur 50,5 m² sumarbústaður með fastanúmerið 214-4019. Meðfylgjandi umsókn er hnitsettur uppdráttur sem gerir grein fyrir legu og stærð lóðar. Erindið samþykkt.

3.Borgarmýri 1A-Umsókn um uppskiptingu eignar

Málsnúmer 1108064Vakta málsnúmer

Umsókn um skiptingu eignar. Jóel Kristjánsson bankastjóri sækir fyrir hönd Arionbanka um að fá að fjölga séreignahlutum í húsnæði í eigu bankans sem stendur á lóðinni númer 1A við Borgarmýri á Sauðárkróki. Í dag er húsnæðið fjórir séreignahlutar í eigu fjögurra lögaðila. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að afgreiða erindið.

4.Enni 146406 - Umsókn um byggingarreit

Málsnúmer 1108218Vakta málsnúmer

Umsókn um byggingarreit. Eindís Kristjánsdóttir kt. 150152-3489, þinglýstur eigandi jarðarinnar Enni (landnr. 146406) Viðvíkursveit Skagafirði, sækir um leyfi fyrir byggingarreit undir frístundahús á jörðinni samkvæmt framlögðum yfirlits-og afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Númer uppdráttar er S-01 í verki nr. 74201, dags. 24. ágúst 2011. Erindið samþykkt

5.Ártún 5 - Umsókn um breikkun innkeyrslu

Málsnúmer 1108029Vakta málsnúmer

Umsókn um breikkun innkeyrslu. Ingimundur Kristján Guðjónsson 250258-4459 og Agnes Hulda Agnarsdóttir kt. 300960-5299 eigendur einbýlishúss sem stendur á lóðinni númer 5 við Ártún sækja um breikkun innkeyrslu að lóðinni. Framlögð gögn gera grein fyrir fyrirhugaðri framkvæmd. Skipulags- og byggarnefnd samþykkir erindið. Nefndin vill árétta að verkið skuli unnið í samráði við tæknideild Sveitarfélagsins og að þessar framkvæmdir eru alfarið á kostnað húseigenda. Komi til þess að grafa þurfi upp lagnir á þessu svæði verður viðbótarviðgerðarkostnaður vegna þeirrar framkvæmdar alfarið á kostnað húseigenda.

6.Hóll lóð 1-Umsókn um nafnleyfi og sameiningu lands

Málsnúmer 1108008Vakta málsnúmer

Umsókn um nafnleyfi og sameiningu lands. Bjarni Jónsson kt. 100637-2199 þinglýstur eigandi lóðanna Hóll lóð 1, landnúmer 218298 og Hóll lóð 2, landnúmer 219347 sækir um að fá að sameinaða lóðina Hóll lóð 2 lóðinni Hóll lóð 1. Einnig sækir hann um að fá að nefna lóðina Hóll lóð 1 og húsið sem á lóðinni stendur Skógarhlíð. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

7.Túngata 2 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1109053Vakta málsnúmer

Túngata 2 - Umsókn um byggingarleyfi. Guðmundur Þór Guðmundsson fyrir hönd eignasjóðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar sækir um að fá að breyta útliti hússins sem stendur á lóðinni númer 2 við Túngötu á Hofsósi. Einnig sækir hann um að fá að breyta innra skipulagi fyrstu hæðar fyrir skólasel, þeas. Þeim hluta sem í dag er föndurherbergi. Nefndin samþykkir umbeðnar breytingar

8.Fagranes lóð 2 - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 1109054Vakta málsnúmer

Umsókn um landskipti. Jón Eiríksson kt. 080129-2469, þinglýstur eigandi Fagraness lands, landnr. 178665, sækir um heimild skipulags-og byggingarnefndar og sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar til að skipta 9.734,0 m² lóð út úr framangreindri jörð. Lóðin er nánar tilgreind á hnitsettum yfirlits-og afstöðuuppdrætti sem gerður er á Stoð ehf. verk­fræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar er S-101 í verki nr. 7270-4, dags. 5. september 2011. Einnig óskað eftir heimild til að leysa hina nýstofnuðu lóð úr landbúnaðarnotum. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt. Viggó Jónsson vék af fundi undir afgreiðslu þessa liðar.

9.Fagranes lóð 2 - Umsókn um byggingarreit.

Málsnúmer 1109055Vakta málsnúmer

Umsókn um byggingarreit. Jón Eiríksson kt. 080129-2469, þinglýstur eigandi Fagraness lands, landnr. 178665, og lóðarinnar Fagranes lóð 2, landnúmer 220477 sem verið er að stofna út úr jörðinni sækir um samþykki fyrir byggingarreit á lóðinni og veglagningu að reitnum, frá núverandi vegi sem liggur að lóðinni. Framlagður hnitsettur yfirlits-og afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. verk­fræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar er S-102 í verki nr. 7270-4, dags. 5. september 2011. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt. Viggó Jónsson vék af fundi undir afgreiðslu þessa liðar.

10.Lágeyri 1 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1109065Vakta málsnúmer

Lágeyri 1 - Umsókn um byggingarleyfi. Fyrir liggur umsókn Önnu Margrétar Hauksdóttur arkitekts fyrir hönd Ísfells ehf. Kt. 480269-4119 um byggingarleyfi á lóðinni númer 1 við Lágeyri á Sauðárkróki. Meðfylgjandi umsókn eru aðaluppdrættir gerðir af henni sjálfri. Skipulags-og byggingarnefnd vísar erindinu til umsagnar hlutaðeigandi aðila og felur byggingarfulltrúa að afgreiða málið að fengnum jákvæðum umsögnum þeirra.

11.Haustfundur félags byggingafulltrúa.

Málsnúmer 1109068Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði grein fyrir haustfundi félags byggignarfulltrúa sem haldinn verður í Reykholti í Borgarfirði dagana 15- og 16 sept nk.

Fundi slitið - kl. 09:20.