Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

209. fundur 30. júní 2010 kl. 08:15 - 09:38 í Ráðhúsi, Skr.
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Kosning formanns skipulags- og byggingarnefndar

Málsnúmer 1006224Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um að Viggó Jónsson verði kjörinn formaður Skipulags-og byggingarnefndar.
Tillagan samþykkt samhljóða.

2.Kosning varaformanns skipulags- og byggingarnefndar

Málsnúmer 1006225Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um að Gísli Árnason verði kjörinn varaformaður Skipulags-og byggingarnefndar.
Tillagan samþykkt samhljóða.

3.Kosning ritara skipulags- og byggingarnefndar

Málsnúmer 1006226Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um að Gísli Sigurðsson verði kjörinn ritari Skipulags-og byggingarnefndar.
Tillagan samþykkt samhljóða.

4.Sæmundargata 7 - Umsagnarbeiðni rekstarleyfi

Málsnúmer 1006202Vakta málsnúmer

Sæmundargata 7 - Umsögn v. rekstrarleyfis. Fyrir liggur beiðni frá embætti Sýslumannsins á Sauðárkróki dagsett 24. júní sl. um umsögn Skipulags- og byggingarnefndar vegna umsóknar Ivano Tasin kt 290679-2659. Hann sækir, fh. frístundasviðs, um rekstrarleyfi í flokki I fyrir veitingarstað í Húsi Frítímans á lóðinni nr. 7 við Sæmundargötu. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

5.Laufskálar lóð (219325) - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1006200Vakta málsnúmer

Ragnheiður G Hreinsdóttir kt. 040559-3459 og Leó Viðar Leósson kt. 071153-5419 eigendur jarðarinnar Laufskála (146472) í Hjaltadal, sækja með með bréfi dagsettu 23. júní sl. um byggingarleyfi fyrir íbúðarhúsi á lóð sem fengið hefur landnúmer 219325 og verið er að stofna úr landi Laufskála. Húsið sem um ræðir stendur að Laufási í Grýtubakkahreppi og verður flutt þaðan. Framlagðir uppdrættir gerðir á AVH hf. Arkitektúr - Verkfræði - Hönnun dagsettir 10. júní 2010 og sept.1998 unnir af Hauki Haraldssyni tæknifræðingi. Erindið samþykkt. Flutningsleyfi verður gefið út þegar tilskilin gögn hafa borist til byggingarfulltrúa.

6.Suðurbraut 146672 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1006148Vakta málsnúmer

Jóhann Þór Friðgeirsson kt. 311049-3219 og Elsa Stefánsdóttir kt. 260153-7499 eigendur einbýlishúss sem stendur á lóðinni Bergland 1, við Suðurbraut á, Hofsósi sækja með bréfi dagsettur 15. júní sl., um leyfi til að breyta útliti hússins. Breytingin varðar endurbyggingu á útitröppum og handrið ásamt því að byggja verönd og skjólveggi við húsið. Erindið samþykkt.

7.Braut 2 (146700) - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1006044Vakta málsnúmer

Kristinn Halldórsson kt. 260860-4539, eigandi íbúðarinnar Braut 2 á Hofsósi sækir með bréfi dagsettu 25. maí sl., um leyfi til að breyta útliti hússins. Breytingin varðar útgang á efri hæð hússins ásamt því að byggja pall, svalir, til suðurs frá húsinu. Framlagðir uppdrættir gerðir af umsækjanda. Ekki liggur fyrir samþykki meðeiganda í húsinu fyrir umbeðinni framkvæmd. Skipulags og byggingarnefnd bendir á að húsið Braut 1 og 2 er sambyggt og fellur því undir lög um fjöleignahús. Vegna nálægðar umbeðinnar framkvæmdar við götuna niður í Hvosina og með vísan til laga um fjöleignahús er erindinu hafnað.

8.Eyrartún 7 (175469) - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1006149Vakta málsnúmer

Guðmundur Örn Guðmundsson kt. 170855-4429 og Erna Baldursdóttir kt. 110560-3979 eigendur einbýlishúss sem stendur á lóðinni númer 7 við Eyrartún sækja með bréfi dagsetti 16.júní sl., um leyfi til að breyta útliti hússins. Breytingin fellst í að setja hurð á suðurhlið hússins, niður úr eldhúsglugga. Erindið samþykkt.

9.Skólagata lóð 146723 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1006014Vakta málsnúmer

Friðbjörn Helgi Jónsson kt. 120658- 4099 sækir með bréfi dagsettu 1. júní sl., fyrir hönd Inger Birgitta Karlströmer kt. 020140-2169 eiganda einbýlishúss og bílskýlis sem stendur á lóð með landnúmerið 146723 við Skólagötu á Hofsósi um breytingu á áður samþykktum uppdráttum. Málin áður á dagskrá nefndarinnar 3.10.2007 og 20.8.2009. Meðfylgjandi aðaluppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu. Erindið samþykkt.

10.Víðilundur 13-15 - Umsókn um skiptingu lóðar

Málsnúmer 1006227Vakta málsnúmer

Amalía Sigurðardóttir kt. 200745-4859 og Sigurlaug Gunnarsdóttir kt. 091033-2249, eigendur lóðar sem er númer 13-15 við Víðilund í landi Víðimels með landnúmerið 196140 sækja með bréfi dagsettu 14.júní sl., um leyfi til að skipta lóðinni í tvær lóðir. Meðfylgjandi yfirlits- og lóðarblað dagsett 16.5.2006, breytt 10.6.2010, yfir sumarhúsabyggð í landi Víðimels, þar sem breytingin hefur verið skilgreind. Blaðið er í verki númer 7118, nr. S-101. Erindið samþykkt. Lóðirnar fá númerin Víðilundur 13 og Víðilundur 15.

11.Suðurbraut 8, - Umsögn um rekstrarleyfi

Málsnúmer 1006089Vakta málsnúmer

Umsögn vegna rekstrarleyfis. Fyrir liggur beiðni frá embætti Sýslumannsins á Sauðárkróki dagsett 10. júní sl. um umsögn Skipulags- og byggingarnefndar vegna umsóknar Valgeirs Þorvaldssonar kt 200760-5919. Hann sækir um rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki II í húsnæði á lóðinni númer 8 við Suðurbraut á Hofsósi ( 146663). Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

12.Suðurbraut 27 - Umsögn um rekstrarleyfi

Málsnúmer 1006231Vakta málsnúmer

Umsögn vegna rekstrarleyfis. Fyrir liggur beiðni frá embætti Sýslumannsins á Sauðárkróki dagsett 10. júní sl. um umsögn Skipulags- og byggingarnefndar vegna umsóknar Valgeirs Þorvaldssonar kt 200760-5919. Hann sækir um rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki II í húsnæði á lóðinni Suðurbraut 27 á Hofsósi ( 146674) Prestbakki. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

Fundi slitið - kl. 09:38.