Fara í efni

Braut 2 (146700) - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1006044

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 209. fundur - 30.06.2010

Kristinn Halldórsson kt. 260860-4539, eigandi íbúðarinnar Braut 2 á Hofsósi sækir með bréfi dagsettu 25. maí sl., um leyfi til að breyta útliti hússins. Breytingin varðar útgang á efri hæð hússins ásamt því að byggja pall, svalir, til suðurs frá húsinu. Framlagðir uppdrættir gerðir af umsækjanda. Ekki liggur fyrir samþykki meðeiganda í húsinu fyrir umbeðinni framkvæmd. Skipulags og byggingarnefnd bendir á að húsið Braut 1 og 2 er sambyggt og fellur því undir lög um fjöleignahús. Vegna nálægðar umbeðinnar framkvæmdar við götuna niður í Hvosina og með vísan til laga um fjöleignahús er erindinu hafnað.

Skipulags- og byggingarnefnd - 210. fundur - 14.07.2010

Braut 2 Hofsósi.  Tekið fyrir bréf Kristins Halldórssonar eiganda hússins dagsett 2. júli sl. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að óska efti aðaluppdráttum af húsinu sem greini þær breytingar sem til stendur að gera á byggingunni. Að henni fenginni verður fjallað um umsókn húseigenda að nýju. Byggingarfulltrúa falið að ræða nánar við umsækjanda.

Skipulags- og byggingarnefnd - 225. fundur - 01.06.2011

Tekið er fyrir tölvubréf Kristins Halldórssonar dagsett 30. maí sl og varðar Braut 2 Hofsósi. Málefni Brautar 2 voru áður til umfjöllunar á fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 30. júní 2010 og þá bókað :

?Kristinn Halldórsson kt. 260860-4539, eigandi íbúðarinnar Braut 2 á Hofsósi sækir með bréfi dagsettu 25. maí sl., um leyfi til að breyta útliti hússins. Breytingin varðar útgang á efri hæð hússins ásamt því að byggja pall, svalir, til suðurs frá húsinu. Framlagðir uppdrættir gerðir af umsækjanda. Ekki liggur fyrir samþykki meðeiganda í húsinu fyrir umbeðinni framkvæmd. Skipulags og byggingarnefnd bendir á að húsið Braut 1 og 2 er sambyggt og fellur því undir lög um fjöleignahús. Vegna nálægðar umbeðinnar framkvæmdar við götuna niður í Hvosina og með vísan til laga um fjöleignahús er erindinu hafnað.?

Á fundi skipulags- og byggingarnefndar 14 júlí 2010 voru málefni Brautar 2 aftur á dagskrá og þá bókað :

"Braut 2 Hofsósi. Tekið fyrir bréf Kristins Halldórssonar eiganda hússins dagsett 2. júli sl. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að óska eftir aðaluppdráttum af húsinu sem greini þær breytingar sem til stendur að gera á byggingunni. Að henni fenginni verður fjallað um umsókn húseigenda að nýju. Byggingarfulltrúa falið að ræða nánar við umsækjanda."

Skipulags og byggingarnefnd ítrekar fyrri samþykktir sínar frá 30. júní og 14. júlí 2010. Framkvæmdir við svalir og sólpall eru óheimilar og eigenda gert að fjarlægja þær.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 280. fundur - 21.06.2011

Afgreiðsla 225. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 280. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.