Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

210. fundur 14. júlí 2010 kl. 08:15 í Ráðhúsi, Skr.
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Hamar (146378) - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1007050Vakta málsnúmer

Unnur Sævarsdóttir og Sævar Einarsson sækja, f.h Hamarsbúsins kt. 490606-0410, um byggingarleyfi fyrir fjósi samkvæmt aðaluppdráttum gerðum af Byggignarþjónustu Bændasamtaka Íslands, Magnúsi Sigsteinssyni og dagsettir eru 06.07.2010. Burðarvirki byggingarinnar er límtré reist er á steinsteyptan kjallara. Fyrir liggja umsanir hlutaðeigandi aðila. Erindið samþykkt.     

2.N1 - Ketilás olíuafgreiðsla

Málsnúmer 1007054Vakta málsnúmer

N1, Guðlaugur Pálsson f.h N1  óskar eftir að fá að setja niður afgreiðslubúnað á Ketilási í staðinn fyrir búnað sem er fyrir. Um er að ræða tvöfaldur tank og með öllum öryggisbúnaði eins og reglugerð gerir ráð fyrir til að selja 95 okt bensíni og dísel.   Þetta er gert til bráðabyrgða vegna lélegs ástands á þeim búnaði sem fyrir er. Erindið samþykkt.  

3.Grundarstígur 14(143105) - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1007008Vakta málsnúmer

Ágúst Marinósson Grundarstíg 14 Sauðárkróki sækir um leyfi til að setja niður setlaug á sólpall sunnan við íbúðarhúsið nr. 14 við Grundarstíg og að reisa skjólgirðingu á lóðarmörkum lóðarinnar að sunnan þ.e að Hegrabraut samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt. Vegna setlaugar á lóðum vill skipulags og byggingarnefnd sérstaklega bóka eftirfarandi. 

Setlaugar á lóðum skulu búnar læsanlegu loki til að hylja þær, meðan þær eru ekki í notkun, eða öðrum búnaði til varnar slysum. Umhverfis setlaugarnar þarf að vera handrið þannig útbúið að ekki sé hætta á að börn geti dottið í setlaugina. Hitastýrð blöndunartæki eða búnaður þarf að vera svo að vatnshiti fari ekki yfir 43°C við töppunarstað.

4.Suðurgata 8 (143786) - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1007007Vakta málsnúmer

Bryndís Þráinsdóttir og Gísli Svan Einarsson eigendur Suðurgötu 8 óska eftir heimild skipulags- og byggingarnefndar til að gera hurð á vestur vegg hússins samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Erindið samþykkt.

5.Hólatún 11 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1006234Vakta málsnúmer

Ásgrímur Sigurbjörnsson Hólatúni 11 óskar eftir heimild til að setj upp skjólvegg milli íbúðarhússins og bílgeymslunnar að Hólatúni 11 samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Þá er óskað heimildar til að setja setlaug á sólpall vestan við bílskúrinn. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt. Vegna setlaugar á lóðum vill skipulags og byggingarnefnd sérstaklega bóka eftirfarandi. 

Setlaugar á lóðum skulu búnar læsanlegu loki til að hylja þær, meðan þær eru ekki í notkun, eða öðrum búnaði til varnar slysum. Umhverfis setlaugarnar þarf að vera handrið þannig útbúið að ekki sé hætta á að börn geti dottið í setlaugina. Hitastýrð blöndunartæki eða búnaður þarf að vera svo að vatnshiti fari ekki yfir 43°C við töppunarstað.

6.Hólar/Hólalax 146451 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1006223Vakta málsnúmer

Ásmundur Baldvinsson f.h Hólalax hf sækir um leyfi til að setja upp vatnsmiðlunarbúnað við fiskeldisstöðina að Hólum í Hjaltadal samkvæmt meðfylgjandi gögnum gerðum á Verkís verkfræðistofu Kristjáni Bjarnasyni. Uppdrættir dagsettir 29.06.2010. Erindið samþykkt.

7.Braut 2 (146700) - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1006044Vakta málsnúmer

Braut 2 Hofsósi.  Tekið fyrir bréf Kristins Halldórssonar eiganda hússins dagsett 2. júli sl. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að óska efti aðaluppdráttum af húsinu sem greini þær breytingar sem til stendur að gera á byggingunni. Að henni fenginni verður fjallað um umsókn húseigenda að nýju. Byggingarfulltrúa falið að ræða nánar við umsækjanda.

8.Freyjugata 9 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1007060Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá kjötafurðarstöð KS Ágústi Andréssyni, þar sem sótt er um stöðuleyfi fyrir vinnubúðir sem staðsettar yrðu syðst á bílaplani gamla bílaverkstæðisins við Freyjugötu. Um er að ræða 15 einingar og er samtals flatarmál þeirra um 330 fermetrar. Sótt er um stöðuleyfi og framlengingu á því meðan lóðin er ekki notuð fyrir annað. Skipulags- og byggingarnefnd hafnar framkomnu erindi. Nefndin sér sér ekki fært að veita leyfi fyrir íbúagámabyggð inni á íbúðarsvæðum. 

9.Stóra-Gerði lóð 1 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1006221Vakta málsnúmer

Gunnar Kr. Þórðarson f.h Samgönguminjasafnsins í Stóra Gerði kt. 650408-2840 sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við núverandi safnahús í Stóra gerði samkvæmt meðfylgjandi aðaluppdráttum gerðum á Stoð ehf verkfræðistofu Braga Þór Haraldssyni. Uppdrættir dagsettir 27.06.2010. Viðbyggingin er stálgrindarhús reist á steypta sökkla. Fyril liggur samþykki hlutaðeigandi aðila. Erindið samþykkt.

Fundi slitið.