Fara í efni

Grundarstígur 14(143105) - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1007008

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 210. fundur - 14.07.2010

Ágúst Marinósson Grundarstíg 14 Sauðárkróki sækir um leyfi til að setja niður setlaug á sólpall sunnan við íbúðarhúsið nr. 14 við Grundarstíg og að reisa skjólgirðingu á lóðarmörkum lóðarinnar að sunnan þ.e að Hegrabraut samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt. Vegna setlaugar á lóðum vill skipulags og byggingarnefnd sérstaklega bóka eftirfarandi. 

Setlaugar á lóðum skulu búnar læsanlegu loki til að hylja þær, meðan þær eru ekki í notkun, eða öðrum búnaði til varnar slysum. Umhverfis setlaugarnar þarf að vera handrið þannig útbúið að ekki sé hætta á að börn geti dottið í setlaugina. Hitastýrð blöndunartæki eða búnaður þarf að vera svo að vatnshiti fari ekki yfir 43°C við töppunarstað.