Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

417. fundur 18. nóvember 2021 kl. 14:00 - 16:30 í Ráðhúsi, Skagf.braut 17-21
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson formaður
  • Álfhildur Leifsdóttir ritari
  • Sveinn Þ. Finster Úlfarsson áheyrnarftr.
  • Jón Daníel Jónsson varam.
Starfsmenn
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður skipulagsfulltrúa
  • Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Freyjugata 25 - Fyrirspurn varðandi skipulag

Málsnúmer 2111041Vakta málsnúmer

2111041 - Freyjugata 25 Fyrirspurn varðandi skipulag
Fyrir liggur erindi frá Sýl ehf. varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir Freyjugötu 25. Áformað er að fjölga íbúðum úr 2 í 3 en húsið verður áfram undir nýtingarhlutfalli skv. núgildandi skipulagslýsingu. Byggingin mun þá fara út fyrir núverandi byggingarreit en þó að takmörkuðu leiti.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við Sveitarstjórn að fyrirspurnin verði grenndarkynnt í samræmi við 44.gr skipulagslaga.

2.Miðhús 146567 - Umsókn um byggingarreit

Málsnúmer 2111081Vakta málsnúmer

Miðhús 146567 - Umsókn um byggingarreit 2111081
Sigmundur Jón Jóhannesson, eigandi lóðarinnar Miðhús 1, sem verið er að stofna úr landi Miðhúsa L146567 í Óslandshlíð, Sveitarfélaginu Skagafirði, ásamt Magnúsi Gunnlaugi Jóhannessyni og Sigurveigu Jóhannesdóttur væntanlegum húsbyggendum parhúss á lóðinni óska eftir heimild til að stofna 800 m² byggingarreit á lóðinni, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S02 í verki 716101 útg. 8. nóv. 2021. Afstöðuppdráttur unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni.
Skipulagsfulltrúa falið að afgreiða erindið að fenginni jákvæðri umsögn minjavarðar.

3.Sauðármýri 1 - Lóðarmál

Málsnúmer 2108015Vakta málsnúmer

Sauðármýri 1 - Lóðarmál 2108015
Málið áður á dagskrá nefndarinnar 25. ágúst sl., þá bókað.
„Gylfi Ingimarsson sækir fh. G Ingimarssonar ehf. kt 6904162980, um stækkun lóðarinnar nr. 1 við Sauðármýri, (L143678) þ.a.e.s. sérnotaflöt lóðar tilheyrandi fyrirtækinu. Meðfylgjandi gögn gera grein fyrir umbeðinni lóðarstækkun. Skipulags- og byggingarnefnd frestar afgreiðslu málsins .“
Í dag liggur fyrir tölvupóstur dags. 11. nóvember sl. þar sem fram kemur að markmið með umbeðinni stækkun lóðarinnar þ.a.e.s sérnotafleti sem tilheyrir fyrirtækinu G. Ingimarsson ehf. kt 6904162980, sé að laga og fegra umhverfið. Þá kemur fram að umbeðin stækkun hafi verið í gegnum tíðina hirt af fyrri og núverandi eiganda.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir umbeðna lóðarstækkun.

4.Messuholt 145949- Umsókn um landskipti

Málsnúmer 2111117Vakta málsnúmer

Messuholt 145949- Umsókn um landskipti 2111117

Ingibjörg Sigurþórsdóttir kt. 270965-3349 sem fer með leyfi til einkaskipta á dánarbúi Sigurþórs Hjörleifssonar kt. 150627-7619 óskar heimildar til að stofna 2557 m² lóð úr landi jarðarinnar Messuholt L145949 í Borgarsveit. Innan útskiptrar spildu stendur matshluti 03 íbúðarhús jarðarinnar auk matshluta 04, véla/verkfærageymslu. Þá er sótt um að útskipta spildan fái heitið Messuholt 1. Jörðin Messuholt er skráð lögbýli, lögbýlaréttur fylgir áfram jörðinni Messuholti L145949. Einnig kemur fram í umsókn að engin hlunnindi fylgi útskiptri spildu.
Landskipti þessi samræmast gildandi aðalskipulagsáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar og skerða ekki landbúnaðarsvæði.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.

5.Aðalgata 16c - Umsókn um lóð

Málsnúmer 2111120Vakta málsnúmer

Fyrir hönd Kaupfélags Skagfirðinga óskar Sigurgísli E. Kolbeinsson eftir því að fá lóðina Aðalgötu 16c. Gerð er tillaga að sameiningu lóða, Aðalgötu 16b og Aðalgötu 16c samkvæmt meðfylgjandi updrætti. Núverandi hús á Aðalgötu 16c (Maddömukot) yrði þá fjarlægt af lóðinni, við það opnast svæði og aðgengi að gistiheimili sem stendur við Aðalgötu 16b. Komi til að af þessu verði er Kaupfélag Skagfirðinga tilbúið til að sjá um og kosta flutning á því húsi sem nú stendur á lóð Aðalgötu 16c.
Lóðauppdráttur er unnin á VERKÍS hf. Verkfræðistofu / Magnús Ingvarsson kt.171160-3249. Uppdrátturinn er í verknúmeri 20027 blað A3 mkv. 1:500, dagssettur 03.nóv 2021.


Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að vísa beðni um flutning til Byggðráðs þar sem um er að ræða hús í eigu Sveitarfélagsins Skagafjarðar.

6.Aðalgata 16b - Umsókn um lóð - lóðarstækkun

Málsnúmer 2111119Vakta málsnúmer

2111119 - Aðalgata 16b - Umsókn um lóð lóðarstækkun

Sigurgísli E. Kolbeinsson sækir um fyrir hönd Kaupfélags Skagfirðinga um stækkun lóðar Aðalgötu 16b. Óskað er eftir því að lóð stækki til austurs, eða til komi ný lóð austan gamla strandvegarins samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti. Hugmyndin er að lóð þessi nýtist sem bíla og rútustæði fyrir Aðalgötu 16b ásamt gamla bænum.
Lóðauppdráttur er unnin á VERKÍS hf. Verkfræðistofu / Magnús Ingvarsson kt.171160-3249. Uppdrátturinn er í verknúmeri 20027 blað A3 mkv. 1:500, dagssettur 03.nóv 2021.

Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið en vísar erindinu til deiliskipulagsgerðar, skipulagsfulltrúa falið að gera afmörkun á deiliskipulagssvæðinu.

7.Laugavegur - Beiðni um breytingu á götuheiti

Málsnúmer 2108268Vakta málsnúmer

Laugavegur - Beiðni um breytingu á götuheiti - 2108268

Málið áður á dagskrá nefndarinnar 9. september og 1. október sl., þá m.a. bókað.
„Í dag liggur fyrir erindi dagsett 21. september sl. undirritað af miklum meirihluta eigenda fasteigna við Laugaveg þar sem óskað er eftir að nafni götunar verði breytt og gatan fái heitið Laugarvegur. Skipulags- og byggingarnefnd frestar afgreiðslu málsins.

Að framangreindu virtu hafnar Skipulags- og byggingarnefnd umbeðinni nafnbreytingu götunnar með þeim rökum að gatan var skírð Laugavegur á fundi hreppsnefndar Seyluhrepps þann 14.maí 1980 og einnig að uppsprettur í austanverðum Reykjahóli voru margar sem nafnið vísaði til á sínum tíma. Hefur gatan gengið undir því nafni í opinberum gögnum æ síðan. Svo skal bókað að Jón Dan fulltrúi sjálfstæðisflokks situr hjá við afgreiðslu málsins.

8.Suðurbraut Hofsós (218098) - Bílastæði

Málsnúmer 2111126Vakta málsnúmer

Suðurbraut Hofsós (218098) - Bílastæði - 2111126
Steinn Leó Sveinsson Sviðsstjóri Veitu- og Framkvæmdasviðs óska umsagnar skipulags- og bygginganefndar vegna fyrirhugaðra framkvæmda varðandi bílaplani við Suðurbraut á Hofsósi. Meðfylgjandi uppdráttur, 41602002AFST Plan við Hofsósbraut S101, dags. 21. sept. 2021 gerir grein fyrir fyrirhugaðri framkvæmd. Þá kemur fram að óskað hafi verið umsagnar Vegagerðar varðandi framkvæmdina.
Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemd við að jarðvegsskipti verði í bílaplani en vísar erindinu að öðru leiti til gerðar deiliskipulags fyrir svæðið.

9.Litla-Horn L232087 - Umsókn um byggingarreit

Málsnúmer 2111047Vakta málsnúmer

Litla-Horn L232087 - Umsókn um byggingarreit 2111047

Þórunn Eyjólfsdóttir, þinglýstur eigandi íbúðarhúsalóðarinnar Litla-Horn, landnúmer 232087, á Fremribyggð, Sveitarfélaginu Skagafirði, óskar eftir heimild til að stofna 400 m² byggingarreit á lóðinni, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 757602 útg. 2. nóv. 2021. Afstöðuppdráttur var unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni. Um er að ræða byggingarreit fyrir íbúðarhús.
Skipulagsfulltrúa falið að afgreiða erindið að fenginni umsögn minjavarðar.

10.Suðurgata 22 - Fyrirspurn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2111158Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd frestar afgreiðslu málsins.

11.Fjárhagsáætlun 2022- Málaflokkur 09 Skip- og bygg.

Málsnúmer 2110008Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir fjárhagsáætlunina eins og hún er fyrirlögð.

Fundi slitið - kl. 16:30.