Fara í efni

Laugavegur - Beiðni um breytingu á götuheiti

Málsnúmer 2108268

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 411. fundur - 09.09.2021

Erna Geirsdóttir f.h. íbúa við Laugaveg í Varmahlíð leggur fram óundirritað erindi dags. 30.8.2021 þar sem fram kemur ósk um breitt götuheiti og málvenjur og að gatan fái heitið Laugarvegur.
2. júlí s.l. var birt aðsend grein í Feyki frá Rúnari Birgi Gíslasyni fyrrum íbúa við Laugaveg þar sem fram kemur að götuheitið Laugavegur í Varmahlíð væri rangt og Laugarvegur væri hið rétta. Skoraði Rúnar Birgir á Sveitarfélagið Skagafjörð að leiðrétta það þar sem við ætti s.s. hjá fasteignaskrá Þjóðskrár Íslands og víðar. Einnig benti hann á að á heimasíðu sveitarfélagsins mætti sjá þau spor að gatan væri ekki alltaf réttnefnd. Starfsfólks Héraðsskjalasafns Skagfirðinga las í gegnum fundargerðarbækur Byggingarnefndar og Hreppsnefndar Seyluhrepps sem varðveittar eru á Héraðsskjalasafni Skagfirðinga. í fundargerð Byggingarnefndar 13. maí 1980 var tekið fyrir mál vegna götunafna í Varmahlíðarhverfi. Þar bókað að gata frá hóteli að Úthlíð heiti Grundargata - frá suðri til norðurs. Ætla má að þar sé fyrsta tillaga að nafni á götuna sem ber nú nafnið Laugavegur. Í fundargerðarbók hreppsnefndar frá 14. maí 1980 er fallið frá ákvörðun byggingarnefndar um að nefna götuna Grundargata og er samþykkt í hreppsnefnd að nefna götuna Laugaveg. Í fundargerð byggingarnefndar frá 27. nóvember 1984 er tekið fyrir erindið: Bréf frá íbúum Laugavegs. í öllum fundargerðum umræddar bókar sem eftir koma á árunum 1984-1990 er alltaf talað um lóðir og byggingar við Laugaveg. Aldrei kemur fram nafnið Laugarvegur. Á skipulagsuppdrætti samþykktum af hreppsnefnd Seyluhrepps 11.03.1997 og Skipulagsstjóra ríkisins eru götunöfn Varmahlíðar skráð og gatan þar skrifuð Laugavegur. Að framangreindu virtu hafnar Skipulags- og byggingarnefnd umbeðinni nafnbreytingu götunnar.

Skipulags- og byggingarnefnd - 413. fundur - 01.10.2021

Málið áður á dagskrá nefndarinnar 9. september sl., þá bókað.
„Erna Geirsdóttir f.h. íbúa við Laugaveg í Varmahlíð leggur fram óundirritað erindi dags. 30.8.2021 þar sem fram kemur ósk um breitt götuheiti og málvenjur og að gatan fái heitið Laugarvegur. 2. júlí s.l. var birt aðsend grein í Feyki frá Rúnari Birgi Gíslasyni fyrrum íbúa við Laugaveg þar sem fram kemur að götuheitið Laugavegur í Varmahlíð væri rangt og Laugarvegur væri hið rétta. Skoraði Rúnar Birgir á Sveitarfélagið Skagafjörð að leiðrétta það þar sem við ætti s.s. hjá fasteignaskrá Þjóðskrár Íslands og víðar. Einnig benti hann á að á heimasíðu sveitarfélagsins mætti sjá þau spor að gatan væri ekki alltaf réttnefnd. Starfsfólks Héraðsskjalasafns Skagfirðinga las í gegnum fundargerðarbækur Byggingarnefndar og Hreppsnefndar Seyluhrepps sem varðveittar eru á Héraðsskjalasafni Skagfirðinga. í fundargerð Byggingarnefndar 13. maí 1980 var tekið fyrir mál vegna götunafna í Varmahlíðarhverfi. Þar bókað að gata frá hóteli að Úthlíð heiti Grundargata - frá suðri til norðurs. Ætla má að þar sé fyrsta tillaga að nafni á götuna sem ber nú nafnið Laugavegur. Í fundargerðarbók hreppsnefndar frá 14. maí 1980 er fallið frá ákvörðun byggingarnefndar um að nefna götuna Grundargata og er samþykkt í hreppsnefnd að nefna götuna Laugaveg. Í fundargerð byggingarnefndar frá 27. nóvember 1984 er tekið fyrir erindið: Bréf frá íbúum Laugavegs. í öllum fundargerðum umræddar bókar sem eftir koma á árunum 1984-1990 er alltaf talað um lóðir og byggingar við Laugaveg. Aldrei kemur fram nafnið Laugarvegur. Á skipulagsuppdrætti samþykktum af hreppsnefnd Seyluhrepps 11.03.1997 og Skipulagsstjóra ríkisins eru götunöfn Varmahlíðar skráð og gatan þar skrifuð Laugavegur. Að framangreindu virtu hafnar Skipulags- og byggingarnefnd umbeðinni nafnbreytingu götunnar.“
Í dag liggur fyrir erindi dagsett 21. september sl. undirritað af miklum meirihluta eigenda fasteigna við Laugaveg þar sem óskað er eftir að nafni götunar verði breytt og gatan fái heitið Laugarvegur.
Skipulags- og byggingarnefnd frestar afgreiðslu málsins.

Skipulags- og byggingarnefnd - 417. fundur - 18.11.2021

Laugavegur - Beiðni um breytingu á götuheiti - 2108268

Málið áður á dagskrá nefndarinnar 9. september og 1. október sl., þá m.a. bókað.
„Í dag liggur fyrir erindi dagsett 21. september sl. undirritað af miklum meirihluta eigenda fasteigna við Laugaveg þar sem óskað er eftir að nafni götunar verði breytt og gatan fái heitið Laugarvegur. Skipulags- og byggingarnefnd frestar afgreiðslu málsins.

Að framangreindu virtu hafnar Skipulags- og byggingarnefnd umbeðinni nafnbreytingu götunnar með þeim rökum að gatan var skírð Laugavegur á fundi hreppsnefndar Seyluhrepps þann 14.maí 1980 og einnig að uppsprettur í austanverðum Reykjahóli voru margar sem nafnið vísaði til á sínum tíma. Hefur gatan gengið undir því nafni í opinberum gögnum æ síðan. Svo skal bókað að Jón Dan fulltrúi sjálfstæðisflokks situr hjá við afgreiðslu málsins.