Fara í efni

Miðhús 146567 - Umsókn um byggingarreit

Málsnúmer 2111081

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 417. fundur - 18.11.2021

Miðhús 146567 - Umsókn um byggingarreit 2111081
Sigmundur Jón Jóhannesson, eigandi lóðarinnar Miðhús 1, sem verið er að stofna úr landi Miðhúsa L146567 í Óslandshlíð, Sveitarfélaginu Skagafirði, ásamt Magnúsi Gunnlaugi Jóhannessyni og Sigurveigu Jóhannesdóttur væntanlegum húsbyggendum parhúss á lóðinni óska eftir heimild til að stofna 800 m² byggingarreit á lóðinni, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S02 í verki 716101 útg. 8. nóv. 2021. Afstöðuppdráttur unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni.
Skipulagsfulltrúa falið að afgreiða erindið að fenginni jákvæðri umsögn minjavarðar.