Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

402. fundur 25. mars 2021 kl. 16:00 - 18:00 með fjarfundabúnaði
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson formaður
  • Regína Valdimarsdóttir varaform.
  • Álfhildur Leifsdóttir ritari
  • Sveinn Þ. Finster Úlfarsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður skipulagsfulltrúa
  • Rúnar Guðmundsson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Rúnar Guðmundsson skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 - Endurskoðun

Málsnúmer 1812032Vakta málsnúmer

Stefán Gunnar Thors skipulagsráðgjafi hjá VSO, kynnir helstu áherslur, ábendingar og athugasemdir vegna yfirferðar Skipulagsstofnunar á vinnslutillögu aðalskipulags Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Tillagan verður tilbúin innan skamms til auglýsingar, í samræmi við 31. gr skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Vík 146010 - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 2012254Vakta málsnúmer

Vilborg Elísdóttir sækir f.h. Gilsbúsins ehf, kt. 540502-5790, sem er þinglýstur eigandi Víkur L146010, um leyfi til að stofna 90,7 ha. landsspildu, jörð úr landi jarðarinnar skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti unnum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni. Númer uppdráttar er S01 og S02 í verki nr. 710304 dags. 24. mars 2021. Þá er óskað eftir að nefna útskipta landið Víkurfjall. Útskipta landinu fylgir fjórðungur í óskiptu og sameiginlegu landi jarðanna, Víkur L146010, Útvíkur L146005, Glæsibæjar L145975 og Ögmundarstaða L146013. Engin hlunnindi, eða ræktað land tilheyra útskipta landinu. Lögbýlaréttur fylgir áfram Vík L146010.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.

3.Narfastaðir land 179718 - Umsókn umlandskipti

Málsnúmer 2103169Vakta málsnúmer

Egill Þórarinsson kt. 260160-3709, þinglýstur eigandi Narfastaða, lands (landnr. 179718) í Skagafirði, óskar eftir leyfi til þess að stofna lóð út úr landinu, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti unninn af Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar er S-101 í verki nr. 7342-01, dags. 12. mars 2021. Lóðin sem fyrirhugað er að stofna er 4.011 m2, nefnd Narfastaðir, land 1 á uppdrætti. Engin hlunnindi, ræktað land eða fasteignir tilheyra lóðinni sem fyrirhugað er að stofna. Narfastaðir, land (L179718) er ekki lögbýli.
Skipulags- og byggingarnefd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.

4.Hegrabjarg 2 L2230360 - Umsókn um stofnun byggingarreits

Málsnúmer 2103231Vakta málsnúmer

Jóna Kristín Vagnsdóttir kt. 210995-3589 og Einar Ari Einarsson kt. 300196-2259, þinglýstir eigendur íbúðarhúsalóðarinnar Hegrabjarg 2, landnúmer 230360 óska eftir heimild til að stofna 2.860 m² byggingarreit á lóðinni, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 705102 útg. 03. mars 2021. Afstöðuuppdráttur var unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni.
Skipulags- og byggingarnefd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.

5.Melatún 7 - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 2103047Vakta málsnúmer

Erindinu vísað til skipulags- og byggingarnefndar á 408. fundi sveitarstjórnar 17. mars 2021. Erindið áður á dagskrá skipulags- og byggingarnefndar 10.3.2021, þar eftirfarandi bókað:
„Fyrir liggur umsókn frá Maríu Ósk Steingrímsdóttur kt. 070493-3229 og Jóni Páli Júlíussyni kt. 070182-3869 um leyfi til að byggja einbýlishús á lóðinni númer 7 við Melatún á Sauðárkróki. Meðfylgjandi aðaluppdrættirnir eru gerðir af Bjarna Reykjalín kt. 070149-3469. Uppdrættir eru nr. 100, 101, 102 og 103 dagsettir 13.02.2021 ásamt byggingarskilmálum. Þar sem framlagðir aðaluppdrættir uppfylla ekki að öllu leyti 1. og 7. tölulið. byggingarskilmála frá árinu 1996 fyrir hverfið er óskað umsagnar skipulags- og byggingarnefndar með vísan til gr. 2.4.2. reglugerðar 112/2012.
Skipulags- og byggingarnefnd telur að tillaga að húsi sem liggur fyrir hjá byggingarfulltrúa víki ekki verulega frá byggingarskilmálum sem notaðir hafa verið í suðurhluta Túnahverfis. Nefndin gerir ekki athugasemdir við að byggingarfulltrúi veiti byggingarleyfi."
Skipulags- og byggingarnefnd telur að tillaga að húsi sem liggur fyrir hjá byggingarfulltrúa víki ekki verulega frá byggingarskilmálum sem notaðir hafa verið í suðurhluta Túnahverfis. Nefndin leggur til að gólfkvótar á framlögðum aðaluppdráttum verði í samræmi við þinglýst skjal nr. 869/2019, sem unnið var vegna stofnunar lóða í Melatúni. Að öðru leyti gerir nefndin ekki athugasemdir við að byggingarfulltrúi veiti byggingarleyfi.

6.Kleifatún 12, Melatún 7 - Lóðarmál

Málsnúmer 2103172Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fyrirspurn frá eigendum hússins að Kleifartúni 12 á Sauðárkróki, vegna afstöðu og hæðarkóta á húsi nr. 7 í Melatúni.
Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að svara fyrirspurninni.

7.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 116

Fundi slitið - kl. 18:00.