Fara í efni

Vík 146010 - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 2012254

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 402. fundur - 25.03.2021

Vilborg Elísdóttir sækir f.h. Gilsbúsins ehf, kt. 540502-5790, sem er þinglýstur eigandi Víkur L146010, um leyfi til að stofna 90,7 ha. landsspildu, jörð úr landi jarðarinnar skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti unnum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni. Númer uppdráttar er S01 og S02 í verki nr. 710304 dags. 24. mars 2021. Þá er óskað eftir að nefna útskipta landið Víkurfjall. Útskipta landinu fylgir fjórðungur í óskiptu og sameiginlegu landi jarðanna, Víkur L146010, Útvíkur L146005, Glæsibæjar L145975 og Ögmundarstaða L146013. Engin hlunnindi, eða ræktað land tilheyra útskipta landinu. Lögbýlaréttur fylgir áfram Vík L146010.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.