Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

313. fundur 11. desember 2017 kl. 09:30 - 10:50 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Viggó Jónsson formaður
  • Ásmundur Jósef Pálmason varaform.
  • Hildur Þóra Magnúsdóttir ritari
  • Guðni Kristjánsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Jón Örn Berndsen byggingarfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Engihlíð (landnr. 146517) - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 1711033Vakta málsnúmer

Barbara Wenzl kt. 250180-2179 og Ingvar Daði Jóhannsson kt. 060982-5979 eigendur jarðarinnar Engihlíðar (landnr. 146517) Skagafirði, sækja um heimild til þess að stofna þrjár spildur úr landi jarðarinnar, Engihlíð 1, Engihlíð 2 og Engihlíð 3. Framlagður hnitsettur yfirlits-og afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni gerir grein fyrir erindinu. Númer uppdráttar er S01 í verki nr. 7799, dags. 3. nóvember 2017.
Á spildunni Engihlíð 3 stendur vatnstankur með fastanúmerið 224-8870 í eigu Sveitarfélagsins Skagafjarðar (Skagafjarðarveitna). Óskað er eftir lausn landspildunnar Engihlíð 3 úr landbúnaðarnotkun.
Öll hlunnindi munu áfram tilheyra jörðinni Engihlíð, landnr. 146517. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja landnúmerinu 146517. Einnig skrifar undir erindið Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

2.Víðimelur (146083) - Umsókn um landskipti, breytta landnotkun og vegtengingu

Málsnúmer 1712040Vakta málsnúmer

Steinunn Ámundadóttir kt. 160550-3099 eigandi Víðimels í Skagafirði (landnr. 146083) óskar eftir heimild skipulags- og byggingarnefndar til að skipta tveimur lóðum úr landi jarðarinnar og breyta landnotkun þeirra.
Einnig er sótt um nýja vegtengingu frá Þjóðvegi 1 inn á nyrðri lóðina. Gerð er grein fyrir þessum áformum á meðfylgjandi hnitsettum afstöðuuppdráttum, gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdrátta eru S-101, S-102 og S-103 í verki 7806-01, dags. 4. desember 2017. Skipulags- og byggingarnefnd óskar eftir nánari upplýsingum um fyrirhuguð landnot á þeim landspildum sem fyrirhugað er að skipta út úr jörðinni. Erindinu frestað.

3.Ártorg 1 - afgreiðslustöð eldsneytis - fyrirspurn

Málsnúmer 1711304Vakta málsnúmer

Jón Ólafur Halldórsson kt 220162-2659 sækir fh. Olíuverslunar Íslands kt. 500269-3249 um heimild til að koma fyrir afgreiðslustöð eldsneytis á lóðinni Ártorg 1 samkvæmt meðfylgjandi afstöðuuppdrætti sem gerður er hjá Stoð ehf. verkfræðistofu og dagsettur er 24. júlí 2017. Marteinn Jónsson kt. 250577-5169 undirritar umsóknina fh. lóðarhafa. Afgreiðslu erindisins frestað.

4.Iðutún 6 - Umsókn um lóð

Málsnúmer 1711285Vakta málsnúmer

Þorbjörg Jóna Guðmundsdóttir kt 140894-2579 og Einar Ólason kt 150492-3279 sækja um lóðina Iðutún 6 á Sauðárkróki. Samþykkt að úthluta Þorbjörgu Jónu og Einari lóðinni.

5.Eyrartún 3 Afturköllun lóðarúthlutunar

Málsnúmer 1711291Vakta málsnúmer

Lagt er fyrir samkomulag um skil á lóðinni Eyrartún 3 á Sauðárkróki. Skipulags- og byggingarnefnd staðfestir framangreint samkomulag. Lóðin Eyrartún 3 er laus til umsóknar.

6.Hólatún 14 - Fyrirspurn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1712043Vakta málsnúmer

Þorgrímur Pálmason kt. 010554-4626 og Svava María Ögmundardóttir kt. 071054-4389 eigendur Hólatúns 14 á Sauðárkróki, óskar heimildar Skipulags- og byggingarnefndar til að lengja bílskúr á lóðinni um 5 metra, í norðaustur, að lóðarmörkum. Breidd bílskúrs verður óbreitt. Meðfylgjandi gögn, dagsett 7. desember gera grein fyrir fyrirhugaðri stækkun. Erindinu frestað, Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ræða við umsækjanda.

7.Stóra-Holt lóð (146905) - Umsókn um stækkaða lóð

Málsnúmer 1712010Vakta málsnúmer

Gunnar Steingrímsson kt. 260557-5139 eigandi jarðarinnar Stóra-Holts (landnr. 146904) í Fljótum Skagafirði og Stóra-Holts lóðar (landnr. 146905), óskar eftir stækkun lóðarinnar og staðfestingu á afmörkun hennar. Stækkun lóðarinnar er sýnd er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Númer uppdráttar er S02 í verki nr. 7579, dags. 1. desember 2017. Ný stærð lóðarinnar er 7960 m2 en var 2500 m2. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

8.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 59

Málsnúmer 1712004FVakta málsnúmer

59. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa lagður fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:50.