Fara í efni

Engihlíð (landnr. 146517) - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 1711033

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 313. fundur - 11.12.2017

Barbara Wenzl kt. 250180-2179 og Ingvar Daði Jóhannsson kt. 060982-5979 eigendur jarðarinnar Engihlíðar (landnr. 146517) Skagafirði, sækja um heimild til þess að stofna þrjár spildur úr landi jarðarinnar, Engihlíð 1, Engihlíð 2 og Engihlíð 3. Framlagður hnitsettur yfirlits-og afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni gerir grein fyrir erindinu. Númer uppdráttar er S01 í verki nr. 7799, dags. 3. nóvember 2017.
Á spildunni Engihlíð 3 stendur vatnstankur með fastanúmerið 224-8870 í eigu Sveitarfélagsins Skagafjarðar (Skagafjarðarveitna). Óskað er eftir lausn landspildunnar Engihlíð 3 úr landbúnaðarnotkun.
Öll hlunnindi munu áfram tilheyra jörðinni Engihlíð, landnr. 146517. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja landnúmerinu 146517. Einnig skrifar undir erindið Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.