Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

289. fundur 23. júní 2016 kl. 15:00 - 17:00 Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Viggó Jónsson formaður
  • Ásmundur Jósef Pálmason varaform.
Starfsmenn
  • Jón Örn Berndsen byggingarfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Sauðárkrókur - Deiliskipulag Flæðar og íþróttasvæði

Málsnúmer 1606190Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur Skipulagslýsing vegna fyrirhugaðs deiliskipulags Flæða og íþróttasvæðisins við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki, lögð fram til umræðu. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að Skipulagslýsingin verði auglýst og kynnt samkvæmt 40. grein Skipulagslaga og í samræmi við ákvæði greinar 5.2.4 í Skipulagsreglugerð. Skipulagslýsingin er unnin hjá Úti og Inni sf. arkitektum af Baldri Ó. Svavarssyni arkitekt, dagsett 26.05.2016.

2.Sauðárkrókshöfn - Deiliskipulag 2016

Málsnúmer 1601211Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur Skipulagslýsing, drög í vinnslu, vegna fyrirhugaðs deiliskipulags Sauðárkrókshafnar. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir þær áherslur sem fram koma í Skipulagslýsingunni og felur Skipulags- og byggingarfultrúa að ljúka vinnu við Skipulagslýsinguna. Skipulagslýsingin er unnin hjá Stoð ehf. Verkfræðistofu af Eyjólfi Þór Þórarinssyni tæknifræðing.

3.Kleifatún 6 - Umsókn um lóð.

Málsnúmer 1606023Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur umsókn um einbýlishúsalóðina Kleifartún 6 á Sauðárkróki. Umsækjandi er Svavar Björnsson kt. 250785-3139. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að úthluta Svavari Björnssyni lóðinni.

4.Eyrarvegur 18 - Umsókn um stækkun á byggingarreit

Málsnúmer 1605247Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn frá Jóni E. Friðrikssyni framkvæmdastjóra fh. Fisk Seafood og varðar stækkun á byggingarreit á lóðinni Eyrarvegur 18. Meðfylgjandi er afstöðumynd ásamt ljósmynd til skýringar gerð hjá Stoð ehf verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni. Afstöðumynd dagsett 30.05.2016. Erindinu vísað til umsagnar Umhverfis- og samgöngunefndar og gerðar deiliskipulags fyrir Sauðárkrókshöfn.

5.Lambanes-Reykir 146842 - umsókn um landskipti, stofnun lóðar.

Málsnúmer 1606048Vakta málsnúmer

Alfreð Hallgrímsson kt. 231225-3239, Margrét Einarsdóttir kt. 090364-5299 og Sigurbjörg Einarsdóttir kt. 290967-3929 eigendur jarðarinnar Lambanes-Reykir landnúmer 146842, sækja um að skipta lóð út úr jörðinni. Um lóðina var gerður lóðarleigusamningur 1. mars 1996 milli landeigenda og Fljótahrepps. Lóðin var hins vegar ekki formlega stofnuð í fasteignaskrá Þjóðskrár og íbúðarhús með fastanúmer 214-4119 ranglega skráð á landnúmer 146846. Óskað er eftir því að lóð fyrir íbúðarhúsið verði skipt úr landi jarðarinnar Lambanes-Reykja (landnr. 146842) skv. meðfylgjandi uppdrætti, og að íbúðarhús merkt C á uppdrætti með fastanúmer 214-4119 verði skráð á lóðina. Stærð lóðarinnar verður 971 m2 .Framlagður hnitsettur yfirlits- og afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræði¬stofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar er S-103 í verki nr. 7701, dags. 13. maí 2016. Einnig ritar undir umsóknina eigandi fasteignar með fastanúmerið 214-4119.
Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

6.Lambanes-Reykir lóð 146846- Umsókn um skiptingu lóðar staðfestingu á afmörkun lóða.

Málsnúmer 1606047Vakta málsnúmer

Alfreð Hallgrímsson kt. 231225-3239, Margrét Einarsdóttir kt. 090364-5299 og Sigurbjörg Einarsdóttir kt. 290967-3929 eigendur Lambanes-Reykir lóð, landnúmer 146845 sem er innan jarðarinnar Lambanes-Reykir landnúmer 146842, sækja um:
1. Sótt er um að lóðinni verði skipt í tvær lóðir, og afmörkun á lóðunum verði staðfest skv. framlögðum uppdrætti.
2. Sótt er um að landnúmerið 146846 tilheyri lóð sem á stendur húsgrunnur með fastanúmer 214-4121, merkt íbúðarhús A á uppdrætti. Stærð lóðarinnar verður 1.031 m2 skv. meðfylgjandi uppdrætti.
3. Sótt er um að íbúðarhús með fastanúmer 214-4120, merkt íbúðarhús B á uppdrætti, verði skráð á lóð sem verið er að stofna út úr lóðinni Lambanes-Reykir lóð, landnr. 146846. Stærð lóðarinnar verður 1.012 m2 skv. meðfylgjandi uppdrætti.
Framlagður hnitsettur yfirlits- og afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar er S-103 í verki nr. 7701, dags. 13. maí 2016. Einnig ritar undir umsóknina eigandi fasteigna með fastanúmer 2014-4120 og 214-4121 sem í dag eru skráðar á lóðina Lambanes-Reykir lóð, landnr. 146846.
Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

7.Lambanes-Reykir lóð 146845 - Umsókn um staðfestingu á afmörkun lóðar.

Málsnúmer 1606046Vakta málsnúmer

Alfreð Hallgrímsson kt. 231225-3239, Margrét Einarsdóttir kt. 090364-5299 og Sigurbjörg Einarsdóttir kt. 290967-3929 eigendur Lambanes-Reykir lóð, landnúmer 146845 sem er innan jarðarinnar Lambanes-Reykir landnúmer 146842, sem einnig er í eigu umsækjenda, óska eftir staðfestingu á afmörkun lóðarinnar og að íbúðarhús í eigu Alfreðs Hallgrímssonar með fastanúmer 214-4115 verði skráð á lóðina. Lóðin er 1.128 m2 . Framlagður hnitsettur yfirlits- og afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar er S-103 í verki nr. 7701, dags. 13. maí 2016. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

Fundi slitið - kl. 17:00.