Fara í efni

Lambanes-Reykir 146842 - umsókn um landskipti, stofnun lóðar.

Málsnúmer 1606048

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 289. fundur - 23.06.2016

Alfreð Hallgrímsson kt. 231225-3239, Margrét Einarsdóttir kt. 090364-5299 og Sigurbjörg Einarsdóttir kt. 290967-3929 eigendur jarðarinnar Lambanes-Reykir landnúmer 146842, sækja um að skipta lóð út úr jörðinni. Um lóðina var gerður lóðarleigusamningur 1. mars 1996 milli landeigenda og Fljótahrepps. Lóðin var hins vegar ekki formlega stofnuð í fasteignaskrá Þjóðskrár og íbúðarhús með fastanúmer 214-4119 ranglega skráð á landnúmer 146846. Óskað er eftir því að lóð fyrir íbúðarhúsið verði skipt úr landi jarðarinnar Lambanes-Reykja (landnr. 146842) skv. meðfylgjandi uppdrætti, og að íbúðarhús merkt C á uppdrætti með fastanúmer 214-4119 verði skráð á lóðina. Stærð lóðarinnar verður 971 m2 .Framlagður hnitsettur yfirlits- og afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræði¬stofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar er S-103 í verki nr. 7701, dags. 13. maí 2016. Einnig ritar undir umsóknina eigandi fasteignar með fastanúmerið 214-4119.
Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 344. fundur - 29.06.2016

Afgreiðsla 289. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 344. fundi sveitarstjórnar 29. júní 2016 með níu atkvæðum.