Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

248. fundur 23. október 2013 kl. 09:00 - 10:32 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Viggó Jónsson formaður
  • Gísli Sigurðsson ritari
  • Gísli Árnason aðalm.
  • Árni Gísli Brynleifsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Jón Örn Berndsen byggingarfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Héraðsdalur 2 - deiliskipulag

Málsnúmer 1310209Vakta málsnúmer

Sólveig Olga Sigurðardóttir hjá Stoð ehf verkfræðistofu f.h. Dan-Ice Mink ehf. kt. 480610-0830 sem er þinglýstur eigandi jarðarinnar Héraðsdals 2 (landnr. 172590) í Skagafirði, óskar eftir að deiliskipulagstillaga af Héraðsdal 2 verði tekin til skipulagslegrar meðferðar. Meðfylgjandi skipulagstillaga er unnin á verkfræðistofunni Stoð ehf af Sólveigu Olgu. Tillagan er dagsett 18.10.2013 og ber heitið Héraðsdalur 2 - DSK minkaskáli. Á fundi skipulags og byggingarnefndar 9. október sl. var m.a. bókað : ?Í samræmi við 38. og 40. grein Skipulagslaga heimilar Skipulags- og byggingarnefnd að landeigandi láti vinna deiliskipulag vegna framkvæmdarinnar. Deiliskipulagið verði unnið á kostnað landeigenda.?
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að auglýsa fyrirliggjandi tillögu í samræmi við skipulagslög.

2.Glaumbær - deiliskipulag

Málsnúmer 1310208Vakta málsnúmer

Á fund skipulags- og byggingarnefndar kom Sigríður Sigurðardóttir Safnstjóri Byggðasafns Skagfirðinga til viðræðna við skipulags- og byggingarnefnd um málefni Byggðasafnsins og skipulagsmál við gamla bæinn í Glaumbæ. Einnig sat Ásta Pálmadóttir sveitarstjóri fund nefndarinnar undir þessum lið.

3.Áshildarholt land 2 - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 1310090Vakta málsnúmer

Gunnlaugur Vilhjálmsson kt. 271247-2579 og Sigurður Vilhjálmsson kt. 110341-7769 eigendur jarðarinnar Áshildarholts í Skagafirði, landnr. 145917, sækja um heimild skipulags-og byggingarnefndar og sveitarstjórnar Skagafjarðar til skipta 20.000,0 m² spildu út úr landi jarðarinnar. Framlagður, hnitsettur yfirlits-og afstöðuuppdrættur gerður á Stoð ehf. verk-fræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni gerir grein fyrir fyrirhuguðum landskiptum. Uppdrátturinn er í verki nr. 7136-3, nr, S-101 og er hann dagsettur 4. október 2013. Einnig er sótt um lausn spildunnar úr landbúnaðarnotum. Íbúð sem hefur fastanúmerið 213-9765 stendur á spildunni sem verið er að skipta út úr jörðinni. Lögbýlaréttur mun áfram tilheyra Áshildarholti, landnr. 145917. Einnig skrifar undir erindið Sigrún Sigurðardóttir kt. 270258-6389, eigandi framangreindrar íbúðar. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

4.Egg land 2 - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 1310097Vakta málsnúmer

Davíð Logi Jónsson kt. 300188-2819 og Embla Dóra Björnsdóttir kt. 290486-2629 eigendur jarðarinnar Egg landnr. 146368, Hegranesi Skagafirði og Sigurbjörg Valtýsdóttir fyrri eigandi jarðarinnar, sækja um heimild skipulags-og byggingarnefndar og sveitarstjórnar Skagafjarðar til skipta 10.000,0 m² spildu út úr landi jarðarinna, Egg land 2. Framlagður, hnitsettur yfirlits-og afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. verk¬fræðistofu af Braga Þór Haraldssyni gerir grein fyrir fyrirhuguðum landskiptum. Uppdrátturinn er í verki númer 76104, nr. S-06, dagsettur 25. september 2013. Einnig er sótt um lausn spildunnar úr landbúnaðarnotum. Fram kemur í umsókn að öll hlunnindi ásamt lögbýlarétti munu áfram tilheyra jörðinni Egg landnr. 146368. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

5.Lambanes 146837.- Umsókn um niðurrif mannvirkja.

Málsnúmer 1310116Vakta málsnúmer

Guðmundur Halldór Jónsson kt.180677-5509 og Anna Guðný Hermannsdóttir kt. 291172-3699, eigendur jarðarinnar Lambanes landnr. 14683, sækja um að fá að rífa eftirtalin hús á jörðinni. MHL 04 Votheysturn með fasatnúmerið 214-4094. MHL 05 Fjárhús með áburðark fasatnúmeri ð214-4095. MHL 06 Hlaða m/ súgþurrkun fastanúmerið 214-4096. MHL 07 Geymsla fasatnúmerið 214-4097. MHL 09 Blásarah/súgþurrkun fasatnúmerið 214-4099. Erindið samþykkt.

6.Litla-Brekka (146554) - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1310136Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar. Erindi frá Sýslumanninum á Sauðárkróki þar sem óskað er umsagnar um umsókn Kristjáns Knútssonar kt.060646-2289 fyrir hönd Torghallarinnar ehf. kt. 590189-1899, um rekstrarleyfi fyrir Litlu Brekku, 565 Hofsós, fastanúmer 214-3285. Gististaður flokkur II heimagisting. Í svari til sýslumanninum á Sauðárkróki 21. október sl., gerir skipulags-og byggingarfulltrúi ekki athugasemd við umsóknina.

Fundi slitið - kl. 10:32.