Fara í efni

Áshildarholt land 2 - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 1310090

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 248. fundur - 23.10.2013

Gunnlaugur Vilhjálmsson kt. 271247-2579 og Sigurður Vilhjálmsson kt. 110341-7769 eigendur jarðarinnar Áshildarholts í Skagafirði, landnr. 145917, sækja um heimild skipulags-og byggingarnefndar og sveitarstjórnar Skagafjarðar til skipta 20.000,0 m² spildu út úr landi jarðarinnar. Framlagður, hnitsettur yfirlits-og afstöðuuppdrættur gerður á Stoð ehf. verk-fræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni gerir grein fyrir fyrirhuguðum landskiptum. Uppdrátturinn er í verki nr. 7136-3, nr, S-101 og er hann dagsettur 4. október 2013. Einnig er sótt um lausn spildunnar úr landbúnaðarnotum. Íbúð sem hefur fastanúmerið 213-9765 stendur á spildunni sem verið er að skipta út úr jörðinni. Lögbýlaréttur mun áfram tilheyra Áshildarholti, landnr. 145917. Einnig skrifar undir erindið Sigrún Sigurðardóttir kt. 270258-6389, eigandi framangreindrar íbúðar. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 307. fundur - 30.10.2013

Afgreiðsla 248. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 307. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum