Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

237. fundur 31. júlí 2012 kl. 08:15 - 09:00 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Viggó Jónsson formaður
  • Gísli Sigurðsson ritari
  • Úlfar Sveinsson aðalm.
  • Árni Gísli Brynleifsson varam. áheyrnarftr.
  • Jón Örn Berndsen sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs
  • Sigurður Hafsteinn Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Aðalgata 20 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1207123Vakta málsnúmer

Orri Hreinsson 140372-3669 eigandi húss sem stendur á lóðinni númer 20 við Aðalgötu á Sauðárkróki sækir með bréfi dagsettu 18. júlí sl., um að allt húsið verði skráð íbúð. Í dag er húsið skráð verslun með fastanúmerið 213-1141 og íbúð með matsnúmerið 213-1142. Erindið samþykkt.

2.Laugatún 6-8 6R - Fyrirspurn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1207137Vakta málsnúmer

Rósa Dóra Viðarsdóttir kt. 030673-3019 eigandi parhúsaíbúðar að Laugatúni 6 Sauðárkróki óskar með bréfi dagsettu 19. júlí sl., umsagnar Skipulags-og byggingarnefndar Skagafjarðar vegna fyrirhugaðrar viðbyggingar við húsið og vegna byggingar bílgeymslu á lóðinni. Meðfylgjandi umsókn eru fyrirspurnaruppdrættir gerðir á Stoð ehf. Verkfræðistofu af Magnúsi Ingvarssyni kt. 171160 -3249 og eru þeir dagsettir 18. Júlí 2012. Uppdrættirnir eru í verki nr. 7627. Skipulags og byggingarnefnd samþykkir að grenndarkynna erindið.

3.Ríp 1 land 146395 - Umsókn um nafnleyfi.

Málsnúmer 1207130Vakta málsnúmer

Þórður Þórðarson kt. 021064-3439, eigandi landsins Ríp 1 land 146395 sækir með bréfi dagsettu 11. júlí 2012 um leyfi til að nefna landið Bræðraborg. Erindið samþykkt.

4.Smáragrund 2 - Umsókn um uppsetningu á skilti

Málsnúmer 1207154Vakta málsnúmer

Sveinn Víkingur Árnason sækir um f.h. Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins, um leyfi til uppsetningar á tveim auglýsingarskiltum vegna Vínbúðarinnar á Sauðárkróki. . Staðsetning skilta kemur fram í meðfylgjandi gögnum. Annars vegar á mótum Öldustígs og Skagfirðingabrautar og hins vegar á mótum Öldustígs og Strandvegar. Erindinu hafnað. Ekki er fallist á staðsetningu einstakra auglýsingaskilta við götur bæjarins.

5.Suðurbraut 6 - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1207065Vakta málsnúmer

Undirritaðir eigendur einbýlishúss með fastanúmerið 214 -3673 sem stendur á lóð með landnúmerið 146661 við Suðurbraut 6 á Hofsósi, sækja hér með um leyfi til byggja verönd og skjólveggi á lóðinni, ásamt því að breyta glugga í eldhúsi í hurð út á veröndina. Meðfylgjandi uppdráttur gerður af Trausta Val Traustasyni kt. 160783-5249. Erindið samþykkt.

6.Móskógar lóð 146865 - Lóðarmál.

Málsnúmer 1207136Vakta málsnúmer

Gottskálk Rögnvaldsson kt. 110927-2079 óskar eftir staðfestingu á lóðarmörkum lóðar með landnúmer 146865 sem er lóð úr landi Móskóga í Fljótum. Erindinu vísað til umsagnar landeigenda. Jón Örn Berndsen vék af fundi undir afgreiðslu þessa liðar.

7.Skagfirðingabraut(143715)Árskóli-Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1204127Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar. Byggingarleyfisumsókn Stefáns Vagns Stefánssonar formanns byggingarnefndar Árskóla, dagsett 27. júní 2012. Umsókn um leyfi fyrir viðbyggingu við Árskóla við Skagfirðingabraut (landnr.143715), ásamt því að breyta og endurbæta eldri byggingar skólans. Byggingaráform eru samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa þann 25.07.2012.

8.Suðurgata 11B - Umsókn um byggingarleyfi íbúðarh

Málsnúmer 1206281Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar. Byggingarleyfisumsókn Stefáns Veigars Gylfasonar kt. 260360-2489, dagsett er 22. júní 2012. Umsóknin um leyfi fyrir breytingum og endurbótum á íbúðarhúsi sem stendur á lóðinni númer 11B við Suðurgötu á Sauðárkróki. Byggingaráform eru samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa þann 25.07.2012.

9.Víðihlíð 9 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1207124Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar. Byggingarleyfisumsókn Ólafs Rafns Ólafssonar kt. 120369-5719 og Anítu Hlífar Jónasdóttur kt. 110571-5269, dagsett 16. júlí 2012. Umsókn um leyfi til að breyta útliti einbýlishúss sem stendur á lóðinni númer 9 við Víðihlíð á Sauðárkróki. Byggingarleyfi samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa 18.júlí.2012.

10.Bergstaðir (145918) - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1207035Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar. Byggingarleyfisumsókn Andrésar V. Ágústssonar kt. 030142-4389 og Sigrúnar Aadnegard kt. 260644-4249 dagsett 3. júlí 2012. Umsóknin um leyfi fyrir viðbyggingu við húsnæði sem stendur á jörðinni Bergstaðir,landnúmerið 145918. Byggingaráform eru samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa þann 12.07.2012.

11.Varmilækur land 207441 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1206257Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar. Byggingarleyfisumsókn Jóhönnu H. Friðriksdóttur kt. 080579-5359, dagsetta 10. maí 2012. Umsókn um leyfi til að breyta innangerð og ytra útliti hússins sem stendur á lóðinni Varmilækur land, með landnúmerið 207441. Byggingaráform eru samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa þann 12. júlí 2012.

12.Arnarstaðir 1 146505 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1206283Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar. Byggingarleyfisumsókn Gests Stefánssonar kt. 141260-3759 dagsett 25. júní 2012. Umsóknin um leyfi fyrir byggingu sólstofu við íbúðarhús með fastanúmerið 214-3017 á jörðinni Arnarstaðir I (146505) í Skagafirði. Byggingaráform eru samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa þann 06.07.2012.

13.Fitjar 146161 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1207132Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar. Byggingarleyfisumsókn Valdimars Bjarnasonar kt. 120369-5719 og Ragnhildar Halldórsdóttur kt. 090565-4279, dagsett 10. júlí 2012. Umsókn um leyfi til að breyta útliti einbýlishúss sem stendur á jörðinni Fitjar, landnúmer 146161. Byggingarleyfi samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa 30.júlí.2012.

Fundi slitið - kl. 09:00.