Fara í efni

Neysluvatn úr Sauðá - lagfæring á vatnsbóli

Málsnúmer 1406281

Vakta málsnúmer

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 7. fundur - 02.07.2014

Að undanförnu hefur orðið vart við óhreinindi í vatni hjá íbúum og fyrirtækjum í neðri bænum á Sauðárkróki. Óhreinindin má að öllum líkindum reka til síuhúss í Sauðárgili sem notað er til að sía vatn sem tekið er úr Sauðánni framan við stífluna vestan síuhússins. Húsið er orðið úr sér gengið og er fyrir löngu hætt að þjóna sínum tilgangi með fullnægjandi hætti. Lagt er til að skoðaður verði kostnaður við það að leggja drenrör og síumöl í botn stíflunnar sem þjónar sama tilgangi og síuhúsið. Með því móti er hægt að afleggja síuhúsið setja í staðinn vélræna síu á lögnina sem síar öll óhreinindi úr vatninu.
Samþykkt að gera kostnaðaráætlun og stefna á framkvæmd síðsumars.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 667. fundur - 10.07.2014

Afgreiðsla 7. fundar veitunefndar staðfest á 667. fundi byggðarráðs þann 10. júlí 2014 með þremur atkvæðum.

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 8. fundur - 28.08.2014

Lögð var fram til kynningar kostnaðaráætlun vegna framkvæmda við að betrumbæta síun á neysluvatni úr Sauðá.
Kostnaðaráætlunin hljóðar upp á 4,3 milljónir. Veitunefnd leggur til að farið verði í framkvæmdina með haustinu og vísar erindinu til byggðaráðs.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 318. fundur - 03.09.2014

Afgreiðsla 8. fundar veitunefndar staðfest á 318. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 670. fundur - 04.09.2014

Síun á yfirborðsvatni í Sauðárgili. Byggðarráð samþykkir að verkið verði unnið samkvæmt áætlun veitunefndar. Kostnaðaráætlun er 4.300.000 kr.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 319. fundur - 01.10.2014

Afgreiðsla 670. fundar byggðaráðs staðfest á 319. fundi sveitarstjórnar 1. október 2014 með níu atkvæðum.

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 18. fundur - 08.06.2015

Sviðstjóri gerði grein fyrir undirbúningsvinnu vegna síunnar á botni stíflu
Undirbúningsvinnu er lokið og verða drenrör lögð í botn stíflunnar í sumar.
Með þessu móti er hægt að afleggja síuhúsið setja í staðinn vélræna síu á lögnina sem síar öll óhreinindi úr vatninu.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 328. fundur - 24.06.2015

Afgreiðsla 18. fundar veitunefndar staðfest á 328. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2015 með níu atkvæðum.