Fara í efni

Veitunefnd Svf Skagafjarðar

7. fundur 02. júlí 2014 kl. 15:00 - 16:10 að Borgarteigi 15, Sauðárkróki
Nefndarmenn
  • Gísli Sigurðsson formaður
  • Einar Eðvald Einarsson aðalm.
  • Helgi Þór Thorarensen aðalm.
  • Úlfar Sveinsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Indriði Þór Einarsson Sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
  • Ásta Björg Pálmadótttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu og framkvæmdasviðs
Dagskrá
Gunnar Björn Rögnvaldsson, verkefnastjóri hjá Skagafjarðarveitum sat fundinn.

1.Kosning formanns, varaformanns og ritara veitunefndar 2014 til 2018.

Málsnúmer 1406280Vakta málsnúmer

Samþykkt var að Gísli Sigurðsson yrði formaður, Einar Einarsson varaformaður og Helgi Thorarensen ritari. Úlfar Sveinsson er áheyrnarfulltrúi.

2.Beiðni um svör v/ hitaveitu í Hegranesi - íbúar 5 bæja

Málsnúmer 1405170Vakta málsnúmer

Lagt var fyrir bréf frá íbúum á vestanverðu Hegranesi vegna hitaveitu. Í bréfinu er farið fram á skýr svör og rökstuðuning varðandi það hvers vegna ekki var ráðist í lagningu hitaveitu á vestanverðu Hegranesi.
Samþykkt að svara erindinu bréflega og boða til fundar með íbúum.
Helgi Thorarensen, fulltrúi K-lista óskar bókað;
"Mótmæli nokkurra íbúa í Hegranesi vegna rangra og villandi upplýsinga um hitaveituframkvæmdir þar sýna að það þarf að bæta til muna upplýsingaflæði frá sveitarstjórn Skagafjarðar til íbúa. Við eftirgrennslan kemur í ljós að mjög erfitt er að henda reiður á hvar, hvenær og hversvegna ákvarðanir eru teknar um hitaveituframkvæmdir.
Það er eðlileg krafa að íbúar fái greinargóðar upplýsingar um það hvaða ákvarðanir eru teknar fyrir hönd sveitarfélagsins, hvernig þær eru teknar, hvenær, af hverjum og á hvaða forsendum. Það fjárhagslegt hagsmunamál íbúa að áreiðanlegar upplýsingar um framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins séu aðgengilegar tímanlega þannig að fólk geti tekið upplýstar ákvarðanir á grundvelli þeirra. Til dæmis um valkosti sína við húshitun.
Í dag eru þessar upplýsingar ekki aðgengilegar en það væri auðvelt að koma þeim á framfæri með virkari heimasíðum og ítarlegri fundargerðum. Það er mikilvægt að færa þessi mál í betra horf bæði til þess að íbúar geti veitt kjörnum fulltrúum og starfsmönnum sveitarfélagsins nægilegt aðhald og til þess að tryggja að ákvarðanir sveitarfélagsins nýtist íbúum að fullu."
Gísli Sigurðsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokks, óskar bókað;
"Að sjálfsögðu er gott að bæta upplýsingaflæði. Nefndin telur að viðkomandi íbúum hafi verið gerð grein fyrir málinu með heimsóknum og íbúafundi."

3.Stækkun dreifiveitusvæðis hitaveitu - erindi frá Orkustofnun

Málsnúmer 1406279Vakta málsnúmer

Lagt var fram til yfirferðar drög að bréfi vegna fyrirspurnar Orkustofnunnar varðandi stækkun dreifiveitusvæðis hitaveitna til næstu ára. Í bréfinu er farið yfir nýsamþykkta framkvæmdaáætlun til 5 ára og áætlaðar greiðslur ríkissjóðs vegna 12 ára endurgreiðslu húshitunarkostnaðar.
Bréfið samþykkt og sviðsstjóra falið að svara erindinu formlega.

4.Neysluvatn úr Sauðá - lagfæring á vatnsbóli

Málsnúmer 1406281Vakta málsnúmer

Að undanförnu hefur orðið vart við óhreinindi í vatni hjá íbúum og fyrirtækjum í neðri bænum á Sauðárkróki. Óhreinindin má að öllum líkindum reka til síuhúss í Sauðárgili sem notað er til að sía vatn sem tekið er úr Sauðánni framan við stífluna vestan síuhússins. Húsið er orðið úr sér gengið og er fyrir löngu hætt að þjóna sínum tilgangi með fullnægjandi hætti. Lagt er til að skoðaður verði kostnaður við það að leggja drenrör og síumöl í botn stíflunnar sem þjónar sama tilgangi og síuhúsið. Með því móti er hægt að afleggja síuhúsið setja í staðinn vélræna síu á lögnina sem síar öll óhreinindi úr vatninu.
Samþykkt að gera kostnaðaráætlun og stefna á framkvæmd síðsumars.

5.Hitaveita - endurnýjun stofnlagnar frá dælustöð 1

Málsnúmer 1403011Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu framkvæmdar við endurnýjun stofnlagnar frá dælustöð 1 að Sauðárkróksbraut.
Verkinu er nánast lokið, aðeins yfirborðsfrágangur eftir.

6.Hofsstaðapláss hitaveita - nýframkvæmd 2014.

Málsnúmer 1401333Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu framkvæmdar við lagninggu hitaveitu í Hofsstaðapláss.
Plægingum á PEX (plast) lögnum lokið. Suða á stállögnum hefst í vikunni.

7.Vatnsbúskapur - Sauðárkróki

Málsnúmer 1403058Vakta málsnúmer

Lögð var fram til kynningar frumdrög að kostnaðaráætlun vegna byggingu nýs vatnsmiðlunartanks á Sauðárkróki.
Í drögunum er gert ráð fyrir að reisa 1.000m3 tank til viðbótar við núverandi tank á Gránumóum, ásamt lokahúsi og öðrum tengingum. Kostnaðaráætlunin hljóðar upp á rúmar 56 milljónir króna.

Fundi slitið - kl. 16:10.