Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

670. fundur 04. september 2014 kl. 09:00 - 10:20 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Sigríður Svavarsdóttir varaform.
  • Bjarni Jónsson aðalm.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Freyjugata 25 - dagvistarhús

Málsnúmer 1409031Vakta málsnúmer

Rætt um fyrrum Árvistarhúsið (213-1566 04 0101), sem stendur við Freyjugötu 25 á barnaskólalóðinni.
Byggðarráð samþykkir að fela byggingarfulltrúa að gera sérstaka lóð undir húsið út úr lóð barnaskólans. Í framhaldi verði svo hugað að því að selja húsið.

2.Uppástungur um mál á dagskrá landsþings SÍS 2014

Málsnúmer 1409024Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.
Í 6. gr. samþykkta Sambands íslenskra sveitarfélaga er kveðið á um dagskrá landsþings og hvaða mál skulu tekin fyrir eða lögð fram.
Í i)-lið er kveðið á um að taka skuli fyrir "mál sem sveitarstjórn, samtök sveitarfélaga eða þingfulltrúi óskar eftir að að leggja fram". Tillögur um mál samkvæmt framangreindum lið skal senda stjórn sambandsins eigi síðar en tveimur vikum fyrir landsþing. Heimilt er þó að leggja mál fyrir landsþing með skemmri fyrirvara, ef 2/3 hlutar viðstaddra þingfulltrúa samþykkja.
Eins og áður hefur komið fram hefst landsþingið síðdegis miðvikudaginn 24. september nk.
Hér með er óskað eftir því að mál sem sveitarstjórn vill leggja fram á landsþinginu til umræðu verði send í síðasta lagi þriðjudaginn 9. september nk. svo ráðrúm gefist til þess að koma þeim á dagskrá stjórnarfundar föstudaginn 12. september.

3.Uppsögn leigusamnings - Faxatorg 1

Málsnúmer 1408192Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Vinnumálastofnun, dagsett 25. ágúst 2014, þar sem stofnunin segir upp leigusamningi við sveitarfélagið um húsnæði á Faxatorgi 1, Sauðárkróki, með árs fyrirvara. Einnig er óskað eftir því að fá að auglýsa umrætt húsnæði til framleigu á meðan uppsagnarfresti stendur.
Byggðarráð leggur fram og samþykkir svohljóðandi bókun:
Byggðaarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar harmar þá ákvörðun Vinnumálastofnunar að loka starfsstöð sinni á Sauðárkróki. Ákvörðun um slíkt er í algjörri andstöðu við stefnu ríkisstjórnarinnar um fjölgun opinberra starfa á landsbyggðinni og á skjön við þá byggðastefnu sem boðuð hefur verið. Byggðarráð hvetur stjórnvöld til að tryggja að forstöðumenn ríkisstofnana gangi í takt við stefnu ríkisstjórnarinnar í byggðamálum og standi vörð um opinber störf á landsbyggðinni. Í ljósi þessa hvetur byggðarráð Vinnumálastofnun til að endurskoða ákvörðun sína varðandi lokun starfstöðvarinnar á Sauðárkróki.
Stefán Vagn Stefánsson
Sigríður Svavarsdóttir
Bjarni Jónsson
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir

4.Viðauki við fjárhagsáætlun 2014 - Lagfæring á vatnsbóli.

Málsnúmer 1409033Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki við fjárhagsáætlun 2014 vegna lagfæringar á síun yfirborðsvatns úr Sauðá. Áætlaður kostnaður er 4.300.000 kr. sem gjaldfærist á málaflokk 63.
Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka og kostnaðinum mætt með lækkun á handbæru fé.

5.Neysluvatn úr Sauðá - lagfæring á vatnsbóli

Málsnúmer 1406281Vakta málsnúmer

Síun á yfirborðsvatni í Sauðárgili. Byggðarráð samþykkir að verkið verði unnið samkvæmt áætlun veitunefndar. Kostnaðaráætlun er 4.300.000 kr.

6.Viðauki við fjárhagsáætlun 2014 - Hitaveita í Fljótum 2015

Málsnúmer 1409034Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki við fjárhagsáætlun 2014 vegna borunar hitaveituholu og prufudælingar í Langhúsum í Fljótum. Áætlaður kostnaður er 3.000.000 kr. sem eignfærist á málaflokk 67.
Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka og kostnaðinum mætt með lækkun á handbæru fé.

7.Hitaveita í Fljótum 2015

Málsnúmer 1408141Vakta málsnúmer

Borun við Dælislaug í landi Langhúsa í Fljótum. Stefnt er að borun og álagsprófun holunnar í haust. Byggðarráð samþykkir að verkið verði unnið. Áætlaður kostnaður 3.000.000 kr.

8.Rætur bs. aðalfundur 30.september 2014

Málsnúmer 1407179Vakta málsnúmer

Breyta þarf bókun 669. fundar byggðarráðs vegna aðalfundar Róta bs., þriðjudaginn 30. september 2014, kl. 13:00 í Menningarhúsinu Dalvík. Samtals eiga aðildar sveitarfélögin rétt á að senda 42 fulltrúa á fundinn og þar af Sveitarfélagið Skagafjörður 11 fulltrúa.
Byggðarráð samþykkir að eftirtalin verði fulltrúar sveitarfélagsins á fundinum: Stefán Vagn Stefánsson, Sigríður Magnúsdóttir, Bjarki Tryggvason, Viggó Jónsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Gunnsteinn Björnsson, Gísli Sigurðsson, Hildur Magnúsdóttir, Sigurjón Þórðarson, Inga Huld Þórðardóttir og Ásta Pálmadóttir sveitarstjóri.
Til vara: Ísak Óli Traustason, Hrund Pétursdóttir, Einar E. Einarsson, Jóhannes Ríkharðsson, Haraldur Þór Jóhannsson.

Fundi slitið - kl. 10:20.