Fara í efni

Samtök sjávarútvegssveitarfélaga - fundargerðir

Málsnúmer 1404065

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 658. fundur - 10.04.2014

Lagðar fram til kynningar eftirtaldar fundargerðir Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga; 9. fundur, 20. nóv. 2013, 10. fundur, 27. nóv. 2013 og 11. fundur, 27. mars 2014. Einnig minnisblað vegna fundar með fjármálaráðherra þann 20. nóvember 2013.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 315. fundur - 07.05.2014

Sigurjón Þórðarson kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun.

Á fundargerðum sjávarútvegssveitarfélaga sést hve sýn þeirra sem ráða för í stjórn samtakanna er takmörkuð og stýrist fyrst og fremst af skammtíma sérhagsmunum en alls ekki hagsmunum almennings.

Enginn gaumur er gefinn að þeirri staðreynd að þorskveiðin nú, eftir að veiðiráðgjöf Hafró hefur verið fylgt í einu og öllu um árabil, er mun minni en fyrir daga kerfisins. Reyndar er þorskveiðin nú 100 þúsund tonnum minni en hún var árið 1924. Einna verst er að slæmar niðurstöður úr togararalli Hafró gefa til kynna þorskkvóti næsta fiskveiðiárs verði verulega skertur frá því sem hann er í ár. Í stað þess að taka framangreindar staðreyndir til umræðu þá er stjórnin að eyða öllu púðri í umræðu um hvort að veiðigjaldið eigi að vera einni krónu lægra eða hærra.

Afgreiðsla 658. fundar byggðaráðs staðfest á 315. fundi sveitarstjórnar 7. maí 2014 með níu atkvæðum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 662. fundur - 22.05.2014

Lögð fram til kynningar fundargerð 12. fundar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga frá 12. maí 2014.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 316. fundur - 11.06.2014

Afgreiðsla 662. fundar byggðaráðs staðfest á 316. fundi sveitarstjórnar 11. júní 2014 með níu atkvæðum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 674. fundur - 23.10.2014

Lagðar fram til kynningar fundargerðir Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga frá 12. september og 7. október 2014.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 320. fundur - 29.10.2014

Afgreiðsla 674. fundar byggðaráðs staðfest á 320. fundi sveitarstjórnar 29. október 2014 með níu atkvæðum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 678. fundur - 14.11.2014

Fundargerð aðalfundar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga frá 10. október 2014 lögð fram til kynningar á fundi 678. byggaðrráðs þann 14. nóvember 2014.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 321. fundur - 26.11.2014

Sigurjón Þórðarson tók til máls.
Það sem rétt fundargerð var ekki undir málinu, gerði Stefán Vagn Stefánson tillögu um að vísa málinu til kynningar á næsta sveitarstjórnarfundi, var það samþykkt samhljóða.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 681. fundur - 04.12.2014

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga frá 8. október og 3. nóvember 2014 auk aðalfunargerð samtakanna frá 8. október 2014.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 322. fundur - 15.12.2014

Afgreiðsla 681. fundar byggðaráðs staðfest á 322. fundi sveitarstjórnar 15. desember 2014 með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 322. fundur - 15.12.2014

Vísað til kynningar frá 321. fundi sveitarstjórnar þar sem skjal vantaði undir málið.
Fundargerð aðalfundar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga frá 10. október 2014, lögð fram til kynningar á 322. fundi sveitarstjórnar 15. desember 2014