Fara í efni

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar

177. fundur 30. mars 2015 kl. 10:00 - 12:03 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Haraldur Þór Jóhannsson formaður
  • Valdimar Óskar Sigmarsson ritari
  • Guðný Herdís Kjartansdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Arnór Gunnarsson starfsmaður landbúnaðarnefndar
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Grenjavinnsla - vetrar- og vorveiði á ref

Málsnúmer 1503083Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Jóhanni Rögnvaldssyni, dagsett 10. mars 2015, varðandi vetrar- og vorveiði á ref. Jóhann óskar eftir því að landbúnaðarnefnd taki það til skoðunar hvort ekki sé eðlilegt að greitt sé sama gjald til allara þeirra sem stunda refaveiðar, hvort sem þeir eru ráðnir til þess af sveitarfélaginu eða ekki.
Landbúnaðarnefnd þakkar fyrir erindið sem verður tekið til nánari skoðunar við skipulagningu veiðanna.

2.Hraun í Unadal

Málsnúmer 1503137Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 18. mars 2015 frá Rúnari Þór Númasyni, þar sem hann leitar eftir afstöðu nefndarinnar hvort heimilt sé að vera með nautgripi yfir sumartímann í landi Hrauns í Unadal.
Landbúnaðarnefnd er mótfallin því að nautgripir verði haldnir í landi Hrauns í Unadal.

3.Mast - Tilkynning um riðu

Málsnúmer 1503032Vakta málsnúmer

Lagðar fram tilkynningar dagsettar 2. og 9. mars 2015 frá Matvælastofnun um riðu í sauðfé sem tilheyrir jörðunum Valagerði og Víðiholti.
Landbúnaðarnefnd stóð fyrir íbúafundi á Löngumýri þann 24. mars s.l. sem var vel sóttur og upplýsandi.
Landbúnaðarnefnd brýnir fyrir bændum að halda vöku sinni gagnvart riðuveiki í sauðfé.

4.Samþykkt um búfjárhald í Sveitarfélaginu Skagafirði

Málsnúmer 1307096Vakta málsnúmer

Farið yfir texta á drögum að samþykkt um búfjárhald í þéttbýli í Sveitarfélaginu Skagafirði.

5.Mælifellsrétt

Málsnúmer 1305263Vakta málsnúmer

Ingvar Páll Ingvarsson starfsmaður veitu- og framkvæmdasviðs kom á fundinn undir þessum dagskrárlið til viðræðu um Mælifellsrétt.

6.Gögn og upplýsingar um matsatriði við arðskrármat

Málsnúmer 1307080Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar úrskurður um arðskrá fyrir Veiðifélagið Flóka frá 2. febrúar 2015.

7.Ársreikningur 2013 - Fjallsk.sj. Austur-Fljót

Málsnúmer 1501011Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Austur-Fljóta fyrir árið 2013.

8.Ársreikningur 2013 - Fjallsk.sj. Hofsóss og Unadals

Málsnúmer 1501347Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Hofsóss og Unadals fyrir árið 2013.

9.Ársreikningur 2013 - Fjallskilasj. Vestur-Fljót

Málsnúmer 1411201Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Vestur-Fljóta fyrir árið 2013.

10.Fjallskilasjóður Skarðshrepps

Málsnúmer 1410048Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Skarðshrepps fyrir árið 2013.

11.Ársreikningur 2014 - Fjallsk.sj. Hegraness

Málsnúmer 1502104Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Hegraness fyrir árið 2014.

Fundi slitið - kl. 12:03.