Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

183. fundur 28. febrúar 2012 kl. 08:00 - 10:30 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Arnrún Halla Arnórsdóttir formaður
  • Bjarki Tryggvason varaform.
  • Þorsteinn Tómas Broddason ritari
  • Guðný Hólmfríður Axelsdóttir áheyrnarftr.
  • Gunnar M Sandholt félagsmálastjóri
  • María Björk Ingvadóttir frístundastjóri
  • Aðalbjörg Hallmundsdóttir félagsráðgjafi
  • Sigríður Arndís Jóhannsdóttir forstöðumaður Húss frítímans
Fundargerð ritaði: Gunnar M Sandholt félagsmálastjóri María Björk Ingvadóttir frístundastjóri
Dagskrá
Athugið breyttan fundartíma, kl 8:00. Gert er ráð fyrir að afgreiðsla trúnaðarmála hefjist kl 8:00. Áheyrnarfulltrúar mæti þá kl. 9:00. Skilaboð verða send út á mánudag ef þetta breytist

1.Fjárhagsaðstoð 2012 trúnaðarbók

Málsnúmer 1201097Vakta málsnúmer

Lagðar fram 5 umsóknir um fjárhagsaðstoð í 4 málum, 1 umsókn um niðurgreiðslu dagvistar barns á einkaheimili og 2 umsóknir um húsaleigubætur. Sjá trúnaðarbók.

2.Samningur um akstur vegna heimsendingar matar 2012

Málsnúmer 1202070Vakta málsnúmer

Lagður fram samningur við Júlíus Rúnar Þórðarson um akstur vegna heimsendingar matar til aldraðra og öryrkja árið 2011.

Um er að ræða endurnýjun samnings frá fyrra ári með verðbótum.

Samþykkt og vísað til byggðarráðs.

3.Tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks til ársins 2014, 440. mál

Málsnúmer 1202024Vakta málsnúmer

Félagsmálstjóri kynnir drög að umsögn sem er í vinnslu hjá SSNV - málefnum fatlaðra

4.Atvinnuátakið vinnandi vegur

Málsnúmer 1202229Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd beinir þeim tilmælum til byggðarráðs að heimild verði veitt til að taka þátt í samstarfinu "vinnandi vegur" ef það gagnast þeim tveimur einstaklingum sem nú eru að missa bótarétt. Nefndin leggur áherslu á að nýtt verði þau samstarfsúrræði sem eru til staðar í sveitarfélaginu, einkum í tengslum við Virk - starfsendurhæfingu. Nefndin leggur jafnframt áherslu á að þau úrræði sem beitt verður í þessu átaksverkefni séu sniðin að þörfum og getu viðkomandi einstaklinga og aðstæðum hér heima fyrir.

5.Beiðni um aukið samstarf

Málsnúmer 1202052Vakta málsnúmer

Félagmálastjóra er falið að ræða við starfsmann Virk - Starfsendurhæfingar og undirbúa tillögur að því hvernig þessu samstarfi verður best háttað og hver þáttur sveitarfélagsins verður í því. Tillögur verði lagðar fyrir næsta fund nefndarinnar.

6.Reglur um húsnæðismál

Málsnúmer 1202136Vakta málsnúmer

Félags og tómstundanefnd samþykkir framlögð drög að reglum um húsnæðismál fyrir sveitarfélagið. Nefndin beinir því til byggðaráðs að skoðað verði að setja hámark á almenna leigu samanber grein 4.

7.Afgreiðslutími sundlauga 2012

Málsnúmer 1201153Vakta málsnúmer

Frístundastjóri kynnir að með tilfærslu á vöktum sé hægt að hafa opið til kl. 21.00 á fimmtudögum í Sundlaugunum á Sauðárkróki og Varmahlíð án þess að til komi aukinn kostnaður. Íþróttahúsið í Varmahlíð lokar kl. 20.00 á miðvikudögum en þess í stað er laugin opin til kl. 21.00. Nefndin samþykkir þessar breytingar á áður auglýstum afgreiðslutíma íþróttamannvirkjanna.

8.Afsláttur í sund fyrir Hólanema

Málsnúmer 1202073Vakta málsnúmer

Erindi Stúdentafélags Hólaskóla kynnt. Félagið óskar eftir að fá sérstakan afslátt fyrir félaga sína.

Sveitarfélagið Skagafjörður býður nú þegar ýmiskonar afláttarkjör fyrir gesti sundlauganna og hefur ekki boðið sérstakan afslátt fyrir sérstaka hópa aðra en börn að átján ára aldri, eldri borgar og öryrkja.

Nefndin hafnar því erindinu.

9.Ósk um aðgang í Sundlaug Varmahlíð

Málsnúmer 1202249Vakta málsnúmer

Forstöðumaður Háholts, meðferðarheimilis, óskar eftir að fá aðgang að sundlauginni í Varmahlíð eftir lokun hennar og til kl. 20.45, mánudaga til fimmtudaga. Komið verður til móts við þetta með breyttum afgreiðslutíma þannig að laugin verður opin til kl. 21.00 miðvikudags- og fimmtudagskvöld.

10.Aðstaða fyrir blaðamenn á Sauðárkróksvelli

Málsnúmer 1201221Vakta málsnúmer

Nefndin þakkar þann dugnað og sjálfboðaliðsstarf íþróttahreyfingarinnar, sem hér felst í því að byggja og kosta aðstöðu fyrir blaðamenn á Sauðárkróksvelli. Áður hefur frjálsíþróttadeild Tindastóls byggt tímatökuskýli á vellinum og knattspyrnudeild Tindastóls áhorfendastúku í sjálfboðamennsku. Viðhald þeirra mannvirkja hefur ekki verið íþyngjandi fyrir sveitarsjóð. Starf sjálfboðaliða innan vébanda ungmenna-og íþróttahreyfingarinnar í Skagafirði verður seint fullþakkað.

11.Sjálfsbjörg inn í Hús fritímans

Málsnúmer 1202110Vakta málsnúmer

Frístundastjóri kynnir erindið, þar sem ætlunin er að endurvekja Sjálfsbjörgu í Skagafirði með það að markmiði að bæta aðgengismál fatlaðra og auka fræðslu til félagsmanna. Félagið leitar eftir stuðningi um að fá aðstöðu í Húsi frítímans einu sinni í viku, 2 tíma í senn, endurgjaldslaust til að byrja með. Sigríður A. Jóhannsdóttir, forstöðukona Húss frítímans upplýsir nefndina um að starfsemin sé nú þegar búin að sprengja húsnæðið utan af sér og þörf fyrir stækkun orðin brýn.Nefndin felur forstöðukonu Húss frítímans að finna leið til að bjóða Sjálfsbjörg velkomna í húsið.

12.Heimsókn í Skagafjörð

Málsnúmer 1202224Vakta málsnúmer

Æskulýðsráð Mennta- og menningarmálaráðuneytis boðar komu sína í sveitarfélagið 1. mars í þeim erindagjörðum að fá kynningu á hugmyndafræði Húss frítímans og því æskulýðs-íþrótta-tómstunda-og forvarnastarfi sem fram fer í Skagafirði. Fulltrúar Félags-og tómstundanefndar, Byggðaráðs og notenda hússins eru boðaðir til fundarins.

13.92. ársþing UMSS 22. mars 2012

Málsnúmer 1202131Vakta málsnúmer

Fulltrúar Félags-og tómstundanefndar eru boðnir velkomnir, ásamt Frístundastjóra og umsjónarmanni íþróttamannvirkja á ársþing UMSS, þann 22.mars næstkomandi.

14.Þakkarbréf vegna góðrar þjónustu

Málsnúmer 1202088Vakta málsnúmer

Unglingaráð körfuknattleiksdeildar Tindastóls, þakkar fyrir að góða aðstöðu og þjónustulund við mótahald fystu helgina í febrúar, þegar flytja þurfti mót frá Sauðárkróki til Varmahlíðar vegna Þorrablóts sem haldið var í íþróttahúsinu á Sauðárkróki.

Gunnar Sandholt sat undir fyrstu 6 dagskrárliðum og Aðalbjörg Hallmundsdóttir sat undir fyrsta og sjötta dagskrárlið. María Björk sat fundinn frá 7. lið og til loka og Sigríður A. Jóhannsdóttir sat fundinn undir ellefta lið.

Fundi slitið - kl. 10:30.