Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

944. fundur 10. desember 2020 kl. 09:00 - 16:00 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Gísli Sigurðsson formaður
  • Stefán Vagn Stefánsson varaform.
  • Ólafur Bjarni Haraldsson aðalm.
  • Bjarni Jónsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjálmálasviðs
Dagskrá
Gestir fundarins tóku þátt í gegnum fjarfundarbúnað.

1.Fjárhagsáætlun 2021 - 2024

Málsnúmer 2007023Vakta málsnúmer

Farið yfir fjárhagsáætlun 2021. Kynningar nefnda fóru fram í gegnum fjarfundarbúnað.
Klukkan 9:00 var farið yfir málaflokka 05-Menningarmál og 13-Atvinnumál. Þátt tóku Gunnsteinn Björnsson formaður atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar, Sigfús Ólafur Guðmundsson verkefnastjóri og Álfhildur Leifsdóttir sveitarstjórnarfulltrúi.
Klukkan 9:45 voru málaflokkar 02-Félagsmál og 06-Æskulýðs- og íþróttamál teknir fyrir. Þátt tóku Guðný Axelsdóttir formaður félags- og tómstundanefndar, Atli Már Traustason varaformaður félags- og tómstundanefndar, Anna Lilja Guðmundsdóttir áheyrnarfulltrúi í félags- og tómstundanefnd, Álfhildur Leifsdóttir sveitarstjórnarfulltrúi, Herdís Á. Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir félagsmálastjóri, Þorvaldur Gröndal frístundastjóri og Erla Hrund Þórarinsdóttir sérfræðingur á fjölskyldusviði.
Klukkan 10:15 var málaflokkur 09-Skipulags- og byggingarmál á dagskrá. Þátt tóku nefndarmenn skipulags- og byggingarnefndar; Einar E. Einarsson formaður, Regína Valdimarsdóttir varaformaður og Álfhildur Leifdóttir. Einnig Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi og Rúnar Guðmundsson skipulagsfulltrúi.
Klukkan 10:45 var málaflokkur 04-Fræðslumál tekinn fyrir. Þátt tóku Axel Kárason formaður fræðslunefndar, Steinunn Rósa Guðmundsdóttir varafulltrúi í fræðslunefnd og Álfhildur Leifsdóttir sveitarstjórnarfulltrúi. Einnig Herdís Á. Sæmundardóttir sviðstjóri fjölskyldusviðs, Selma Barðdal Reynisdóttir fræðslustjóri og Erla Hrund Þórarinsdóttir sérfræðingur á fjölskyldusviði.
Klukkan 11:30 var málaflokkur 13-Landbúnaðarmál á dagskrá. Þátt tóku Jóhannes H. Ríkharðsson formaður landbúnaðarnefndar, Jóel Þór Árnason varaformaður, Arnór Gunnarsson þjónustufulltrúi og Álfhildur Leifsdóttir sveitarstjórnarfulltrúi.
Klukkan 11:45 voru eftirtaldir málaflokkar teknir fyrir 00-Skatttekjur, 03-Heilbrigðismál, 21-Sameiginlegur kostnaður og 22-Lífeyrisskuldbindingar. Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs kynnti áætlanirnar.
Byggðarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun 2021-2024 með áorðnum breytingum til afgreiðslu sveitarstjórnar.

2.Afskriftarbeiðnir

Málsnúmer 2007142Vakta málsnúmer

Lögð fram afskriftarbeiðni nr.202011301054051 vegna fyrndra sveitarsjóðsgjalda, dagsett 30. nóvember 2020, frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra. Höfuðstólsfjárhæð er 803.074 kr. Samtals 1.210.551 kr. með dráttarvöxtum.
Byggðarráð samþykkir að afskrifa framangreind gjöld.

3.Frístund - niðurfelling gjalda vegna Covid -19

Málsnúmer 2011251Vakta málsnúmer

Lögð fram bókun 163. fundar fræðslunefndar. "Fræðslunefnd leggur til við byggðarráð að samþykkt verði að fella niður gjöld í frístund í grunnskólum Skagafjarðar vegna barna sem voru heima á tímabilinu 3. nóvember til 18. nóvember s.l. vegna takmarkana af völdum Covid. Upphæðin nemur allt að 200.000 krónum í heildina."
Byggðarráð samþykkir tillöguna og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

4.Viðauki 10 við fjárhagsáætlun 2020

Málsnúmer 2012060Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki númer 10 við fjárhagsáætlun 2020. Viðauki þessi er gerður vegna aukinna tekna vegna Förgu í Varmahlíð og lækkunar framkvæmdakostnaðar. Einnig er gert ráð fyrir stofnframlögum vegna bygginga átta íbúða við Laugatún 21-27 og átta íbúða á Freyjugötureit. Áætluð skuldbreyting langtímalána er allt að 418 mkr. Gerð er breyting á áætlun ársins vegna kaupa á fasteignum Varmahlíðarstjórnar og skilyrtri afhendingu Varmahlíðarstjórnar á öllum fjármunum stofnunarinnar til sveitarfélagsins. Einnig gerir viðaukinn ráð fyrir breytingu á langtímakröfum, viðskiptakröfum og -skuldum.
Þessar breytingar leiða til hækkunar á handbæru fé um rúmar 63 milljónir króna.
Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

5.Umsókn um lóð á Nöfum

Málsnúmer 2012078Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 7. desember 2020 frá Jóni Geirmundssyni, þar sem hann sækir um lóð númer 26 á Nöfum.
Byggðarráð samþykkir að leigja Jóni Geirmundssyni lóð númer 26 á Nöfum og felur sveitarstjóra að sjá um að gera leigusamning þar um.

6.Fundarboð aðalfundar Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra

Málsnúmer 2012063Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 4. desember 2020 þar sem boðað er til aðalfundar Heilbrigðiseftirlits Nlv. sem haldinn verður með fjarfundarsniði, kl. 13, þann 18. desember 2020.

7.Gjaldskrá fyrir gatnag.gjöld, stofngj.fráveitu og fl. 2021

Málsnúmer 2012081Vakta málsnúmer

Byggðarráð samþykkir að beina því til sveitarstjórnar að framlengja frá og með 1. janúar 2021 samþykkt um tímabundna niðurfellingu gatnagerðargjalda af byggingum íbúðarhúsnæðis af hálfu einstaklinga og verktaka á lóðum við þegar tilbúnar götur á Sauðárkróki, Hofsósi, Varmahlíð og Steinsstöðum. Verði það gert á grundvelli sérstakrar lækkunarheimildar sem hægt er að veita skv. 6. gr. laga um gatnagerðargjöld nr. 153/2006. Lóðir sem niðurfellingin gildir um verði tilgreindar á sérstakan hátt á yfirlitskortum yfir lausar lóðir á heimasíðu sveitarfélagsins. Ofangreind samþykkt um niðurfellingu gatnagerðargjalda gildir um lóðir sem voru byggingarhæfar fyrir 1. janúar 2019.
Jafnframt beinir byggðarráð því til sveitarstjórnar að veita 50% afslátt af gatnagerðargjöldum af lóðum við nýjar götur sem voru byggingarhæfar og tilbúnar til úthlutunar á árunum 2019 og 2020.
Lóðir við nýjar götur sem verða byggingarhæfar og tilbúnar til úthlutunar eftir 1. janúar 2021 munu bera full gatnagerðargjöld.
Ákvæðið vari til 31. desember 2021. Ákvæðið verður ekki afturvirkt og miðað er við að byggingarleyfi hafi verið veitt innan þessara tímamarka.

8.Gjaldskrá Leikskóla 04 2021

Málsnúmer 2010271Vakta málsnúmer

Lögð fram gjaldskrá leikskóla sveitarfélagsins fyrir árið 2021.
Byggðarráð samþykkir með tveimur atkvæðum Gísla Sigurðssonar og Stefáns Vagns Stefánssonar framlagða gjaldskrá og vísar til afgeiðslu sveitarstjórnar.
Ólafur Bjarni Haraldsson og Bjarni Jónsson óska bókað að þeir sitja hjá við afgreiðslu málsins og munu sitja hjá við afgreiðslu þess í sveitarstjórn.

9.Gjaldskrá Grunnskóla 04 2021

Málsnúmer 2010272Vakta málsnúmer

Lögð fram gjaldskrá grunnskóla sveitarfélagsins fyrir árið 2021.
Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar til afgeiðslu sveitarstjórnar.
Bjarni Jónsson óskar bókað að hann situr hjá við afgreiðslu málsins og munu sitja hjá við afgreiðslu þess í sveitarstjórn.

10.Gjaldskrá í Tónlistarskóla Skagafjarðar 04 2021

Málsnúmer 2010270Vakta málsnúmer

Lögð fram gjaldskrá Tónlistarskóla Skagafjarðar fyrir árið 2021.
Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar til afgeiðslu sveitarstjórnar.

11.Gjaldskrá heimaþjónustu 2021

Málsnúmer 2011013Vakta málsnúmer

Lögð fram gjaldskrá heimaþjónustu fyrir árið 2021.
Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar til afgeiðslu sveitarstjórnar.

12.Gjaldskrá hunda- og kattahald 2021

Málsnúmer 2011259Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd lagði til við byggðarráð að gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald hækki um 2,5% frá og með 1. janúar 2021.
Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

13.Gjaldskrá Skagafjarðarhafna 2021

Málsnúmer 2011258Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd leggur til við byggðarráð að hækka gjaldskrá Skagafjarðarhafna um 2,5% fyrir árið 2021.
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

14.Gjaldskrá sorphirðu og sorpurðunar 2021

Málsnúmer 2011253Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd bókaði svo á 174. fundi sínum:
"Lagt er til að gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpurðunar hækki um 15% frá og með 1. janúar 2021.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillöguna og vísar henni til Byggðarráðs.
Byggðarráð samþykkir að hækka gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpurðun um 10% frá og með 1. janúar. 2021 og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar. Jafnframt samþykkir byggðarráð að endurskoða gjaldskrána á árinu 2021 í kjölfar væntanlegs útboðs á sorphirðu.

15.Gjaldskrá fráveitu og tæmingu rotþróa 2021

Málsnúmer 2011256Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd bókaði svo á 174. fundi sínum:
"Lagðar er til breytingar á gjaldskrá tæmingu rotþróa sem munu taka gildi 1. janúar 2021. Hækkun gjalds fyrir tæmingu rotþróa endurspeglar raunkosnað á tæmingum undanfarin ár.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillöguna og vísar henni til Byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

16.Gjaldskrá skipulagsfulltrúa 2021

Málsnúmer 2011059Vakta málsnúmer

Lögð fram gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu, stofnun lóða, byggingarreita og útgáfu framkvæmdaleyfa í Sveitarfélaginu Skagafirði fyrir árið 2021.
Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

17.Fjárhagsáætlun 2021 - Hreinlætismál 08

Málsnúmer 2011269Vakta málsnúmer

Lögð fram fjárhagsáætlun málaflokks 08-Hreinlætismál.

18.Fjárhagsáætlun 2021 - Umferða- og samgöngumál 10

Málsnúmer 2011270Vakta málsnúmer

Lögð fram fjárhagsáætlun málaflokks 10-Umferða- og samgöngumál.

19.Fjárhagsáætlun 2021 - Umhverfismál 11

Málsnúmer 2011268Vakta málsnúmer

Lögð fram fjárhagsáætlun málaflokks 11-Umhverfismál.

20.Fjárhagsáætlun 2021 - Skagafjarðarhafnir 61

Málsnúmer 2011281Vakta málsnúmer

Lögð fram fjárhagsáætlun málaflokks 61-Hafnarsjóðs Skagafjarðar.

21.Fjárhagsáætlun 2021 - Fráveita 69

Málsnúmer 2011271Vakta málsnúmer

Lögð fram fjárhagsáætlun málaflokks 69-Fráveita.

22.Samningur milli Akrahrepps og Sv.fél. Skagafjarðar um framkvæmd verkefna (þjónustusamningur)

Málsnúmer 1909015Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki við þjónustusamning milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps vegna samstarfs um rekstur Förgu, sorpmóttöku í Varmahlíð og þátttöku Akrahepps í stofnkostnaði við mannvirkið.
Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka við þjónustusamninginn.

23.Frjálsíþróttaaðstaða, nýframkvæmdir og viðhald eldri mannvirkja - Þjóðarleikvangur

Málsnúmer 2012004Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Frjálsíþróttasambandi Íslands (FRÍ), dagsett 1. desember 2020 varðandi frjálsíþróttaaðstöðu, nýframkvæmdir og viðhald eldri mannvirkja -
Þjóðarleikvangur. FRÍ sendir hvatningu til er varðar áframhaldandi uppbyggingu og viðhaldi á íþróttamannvirkjum. Minna á mikilvægi þess, í fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2021, að fyrirliggjandi keppnis- og æfingaaðstæður verði alltaf fullnægjandi. Jafnt sem hugað sé að nýframkvæmdum í fjármálaáætlun næstu ára s.s. með undirbúningi, áætlunargerð, skipulagsgerð og annarri fjárfestingar- og þróunarvinnu.

24.Framkvæmd þjónustusamnings á milli Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar

Málsnúmer 2012077Vakta málsnúmer

Samkvæmt þjónustusamningi milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps skulu hreppsnefnd Akrahrepps og byggðarráð eiga fund í aðdraganda fjárhagsáætlunar. Hreppsnefnd Akrahrepps ásamt oddvita tóku þátt í fundinum undir þessum dagskrárlið í gegnum fjarfundarbúnað.
Fram fóru almennar umræður um sameiginleg málefni og framkvæmdir.

25.Umsagnarbeiðni; frumvarp til laga um Tækniþróunarsjóð

Málsnúmer 2011277Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 27. nóvember 2020 þar sem atvinnuveganefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um Tækniþróunarsjóð, 321. mál.

26.Umsagnarbeiðni; frumvarp til laga um opinberan stuðning við nýsköpun

Málsnúmer 2011278Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 27. nóvember 2020 þar sem atvinnuveganefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um opinberan stuðning við nýsköpun,322. mál.

27.Samráð;Drög að frumvarpi til laga um Fjarskiptastofu

Málsnúmer 2011298Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 30. nóvember 2020 þar sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 258/2020, "Drög að frumvarpi til laga um Fjarskiptastofu". Umsagnarfrestur er til og með 13.12.2020.

28.Þjóðgarður á miðhálendi - bókun sveitarstjórnar Bláskógabyggðar

Málsnúmer 2012007Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvpóstur dagsettur 1. desember 2020 frá Bláskógabyggð þar sem bókun sveitarstjórnar Bláskógabyggðar vegna áforma um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu er kynnt.

Fundi slitið - kl. 16:00.