Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

567. fundur 06. október 2011 kl. 09:00 - 10:56 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Bjarni Jónsson varaform.
  • Jón Magnússon aðalm.
  • Þorsteinn Tómas Broddason áheyrnarftr.
  • Sigurjón Þórðarson áheyrnarftr.
  • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
  • Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Áhrif nýrra sveitarstjórnarlaga á stjórnsýslu

Málsnúmer 1109329Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar samantekt Guðjóns Bragasonar, sviðsstjóra lögfræði- og velferðarsviðs Sambands íslenskra sveitarafélaga um áhrif nýrra sveitarstjórnarlaga á stjórnsýslu sveitarfélaganna.

2.Bjarnargil -umsókn um rekstarleyfi

Málsnúmer 1109252Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá sýslumanninum á Sauðárkróki, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Sigurbjargar Bjarnadóttur, forsvarsmanns Ferðaþjónustunnar á Bjarnargili, um rekstrarleyfi fyrir heimagistingu að Bjarnargili, 570 Fljót. Gististaður - flokkur III.

Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.

3.Skotta kvikmyndafelag - Aðalgata 24

Málsnúmer 1105211Vakta málsnúmer

Erindi um styrkbeiðni til klasastarfsemi á Sauðárkróki, áður á dagskrá 556. fundar byggðarráðs og var þá vísað til umfjöllunar á 75. fundi atvinnu- og ferðamálanefndar.

Byggðarráð tekur undir bókun atvinnu- og ferðamálanefndar.

4.Endurtilnefning áheyrnarfulltrúa í fastanefndir 20. sept 2011

Málsnúmer 1109138Vakta málsnúmer

Erindi Frjálslyndra og óháðra um skipan áheyrnarfulltrúa í nefndir vísað til byggðarráðs frá 282. fundi sveitarstjórnar, til fullnaðarafgreiðslu.

Lögð fram tillaga um að Oddur Valsson verði áheyrnarfulltrúi í félags- og tómstundanefnd og Hanna Þrúður Þórðardóttir til vara, Jón Ingi Halldórsson verði áheyrnarfulltrúi í fræðslunefnd og Hanna Þrúður Þórðardóttir til vara, Guðný Kjartansdóttir verði áheyrnarfulltrúi í landbúnaðarnefnd og Sigurjón Þórðarson til vara, Pálmi S. Sighvats verði áheyrnarfulltrúi í skipulags- og bygginganefnd og Hrefna Gerður Björnsdóttir til vara, Guðný Kjartansdóttir verði áheyrnarfulltrúi í umhverfis og samgöngunefnd og Hanna Þrúður Þórðardóttir til vara.

5.Fjármál sveitarfélaga

Málsnúmer 1109266Vakta málsnúmer

Lagðar fram upplýsingar frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, unnar upp úr ársreikningum sveitarfélaga fyrir árið 2010. Einnig eru kynnt fjárhagsleg viðmið nefndarinnar.

6.Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2011

Málsnúmer 1109261Vakta málsnúmer

Lagt fram fundarboð um ársfund Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2011, miðvikudaginn 12. október 2011 í Reykjavík.

Byggðarráð samþykkir að sveitarstjóri verði fulltrúi sveitarfélagsins á ársfundinum.

7.Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2011

Málsnúmer 1109322Vakta málsnúmer

Fjármálaráðstefna sveitarfélaga verður haldin í Reykjavík dagana 13. og 14. október 2011.

Byggðarráð samþykkir að byggðarráðsfulltrúar, áheyrnarfulltrúar í ráðinu og þeir sveitarstjórnarfulltrúar sem vilja, sæki ráðstefnuna ásamt sveitarstjóra og sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs.

8.Sundlaug Sólgörðum-Viðhald og tjón

Málsnúmer 1109279Vakta málsnúmer

Lögð fram bókun frá 177. fundi félags- og tómstundanefndar þar sem óskað er eftir aukafjárveitingu að upphæð 400.000 kr. vegna viðhalds sundlaugarinnar að Sólgörðum í Fljótum.

Byggðarráð samþykkir að hækka viðhaldslið eignasjóðs um 400.000 kr. við endurskoðun fjárhagsáætlunar ársins 2011.

9.Fjárhagsáætlun 2011 - endurskoðun

Málsnúmer 1108154Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að endurskoðaðri fjárhagsáætlun fyrir árið 2011.

Byggðarráð samþykkir að vísa framlagðri áætlun til afgreiðslu sveitarstjórnar.

10.Erindi fyrir sveitarstjórn

Málsnúmer 1110003Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Menningarráði Norðurlands vestra varðandi samstarf sveitarfélaga á Norðurlandi vestra um menningarmál ásamt tillögu að samstarfssamningi á milli sveitarfélaganna tímabilið 2011 til ársloka 2013.

Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að samstarfssamningi á milli sveitarfélaganna tímabilið 2011 til ársloka 2013.

11.Heilbrigðismál

Málsnúmer 1110038Vakta málsnúmer

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar fordæmir harðlega þá ætlun stjórnvalda, sem fram kemur í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2012, að halda áfram stórfelldum niðurskurði á fjárframlögum til Heilbrigðisstofnunarinnar Sauðárkróki. Fjárframlög til Heilbrigðisstofnunarinnar Sauðárkróki hafa lækkað um 35% frá árinu 2008 sem er mun meiri niðurskurður en aðrar heilbrigðisstofnanir á landinu hafa þurft að sæta. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs nemur þessi niðurskurður 8,4% lækkun frá fyrra ári sem er skerðing um 64,2 m.kr. að raungildi. Fyrir vikið hefur þurft að skerða þjónustu gagnvart íbúum svæðisins meira en víðast hvar annars staðar sem aftur hefur leitt til lakari lífsgæða og aukins kostnaðar sem fellur á íbúa vegna þess að þeir þurfa að sækja þjónustu langar leiðir í aðra landshluta. Þá átelur byggðarráð vinnubrögð stjórnvalda í þessum málaflokki þar sem ekkert samráð er haft við heimaaðila um möguleika til hagræðingar án þess að hún bitni um of á veittri þjónustu. Er það þvert á samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs þar sem lögð er áhersla á mikilvægi samráðs og samvinnu, ekki síst við veitendur og fulltrúa notenda opinberrar þjónustu. Í sömu samstarfsyfirlýsingu er fjálglega talað um verndun starfa, kynjajafnrétti, áhrif á byggðir og kynjaða hagstjórn ? sem er í besta falli grátbroslegt þegar haft er í huga að niðurskurður fjárframlaga til Heilbrigðisstofnunarinnar Sauðárkróki hefur þýtt að stöðugildum við stofnunina hefur þegar fækkað um 22 frá árinu 2008. Voru flest þessara starfa innt af hendi kvenna. Ef fram fer sem horfir mun boðaður niðurskurður valda því að stöðugildum mun enn fækka um 12-13 á næsta ári. Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar fer fram á að velferðarráðherra og ríkisstjórn endurskoði boðaðan niðurskurð hjá Heilbrigðisstofnuninni Sauðárkróki og hafi í huga að komið er að mörkum þess að óbætanlegt tjón geti hlotist af.

12.Rekstrarupplýsingar 2011 - sveitarsjóður og stofnanir

Málsnúmer 1105163Vakta málsnúmer

Lagðar fram upplýsingar úr rekstri sveitarfélagsins og stofnana fyrir tímabilið janúar - ágúst 2011.

Fundi slitið - kl. 10:56.