Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Svf Skagafjarðar

122. fundur 10. júní 2021 kl. 15:00 - 15:45 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Kálfsstaðir L146469 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2104162Vakta málsnúmer

Helgi Kjartansson, kt. 030270-5419 sækir f.h. Ólafs Sigurgeirssonar, kt. 301064-3499 og Sigríðar Björnsdóttur, kt. 070164-4189, um leyfi til að byggja hesthús/reiðhöll á jörðinni Kálfsstöðum L146469, í Hjaltadal. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir af umsækjanda. Uppdrættir eru númer A-01, A-02 og A-03, dagsettir 03.06.2021. Byggingaráform samþykkt.

2.Borgarmýrar L143927 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2106013Vakta málsnúmer

Ingvar Páll Ingvarsson sækir f.h. Sveitarfélagsins Skagafjarðar, kt. 550698-2349 um leyfi til að byggja við starfsmannahús sem stendur á lóðinni Borgarmýrar L143927. Framlagður aðaluppdráttur gerður af Guðmyndi Þór Guðmundssyni, kt 200857-5269. Uppdráttur er í verki 2107, númer 01, dagsettur 17.05.2021. Byggingaráform samþykkt.

3.Ármúli L145983 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2106056Vakta málsnúmer

Hermann Þórisson, kt. 140960-4709 sækir um leyfi til að setja niður frístundahús á jörðinni Ármúla L145983 í Skagafirði. Húsið sem um ræðir er byggt og stendur á lóðinni Árhólar 2, L224852, Laxárdal í Þingeyjarsveit.
Framlagðir aðaluppdrættir gerðir af Guðmundi Þór Guðmundssyni, kt. 200857-5269. Uppdrættir í verki 0521, númer 01, 02 og 03, dagsettir 29. maí 2021.
Erindið samþykkt, byggingarleyfi veitt.

4.Melatún 6 - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 2104120Vakta málsnúmer

Ragnar Helgason, kt. 090888-3239 og Erla Hrund Þórarinsdóttir, kt. 090689-2829 sækja um leyfi til að byggja einbýlishús á lóðinni númer 6 við Melatún á Sauðárkróki. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir af Ingvari Gýgjar Sigurðarsyni, kt. 020884-3639. Uppdrættir í verki 3146, númer A-101, A-102, A-103 og A-104, dagsettir 14. apríl 2021. Byggingaráform samþykkt.

5.Baldurshagi,Sólvík - Umsagnarbeiðni vegna rekstar- og veitingaleyfi

Málsnúmer 2012141Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur úr máli 2012119, frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra, dagsettur 14. desember 2020. Með vísan til 10. gr. laga nr. 85/2007, svo og 26. gr. reglug. nr. 1277/2016 er óskað umsagnar um umsókn dags. 03.12. 2020 frá Guðrúnu Sonju Birgisdóttur, f.h. Retro ehf., kt.691216-1010, um leyfi til að reka veitingastað í flokki III, að Baldurshaga fnr. 214-3729, Hofsósi. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við umsóknina.

6.Heimavist FNV - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 2105252Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 21. maí 2021 frá embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra. Óskað er umsagnar um umsókn dags. 13.04.2021 frá Eiði Baldurssyni, kt. 290169-3999, f.h. Grettistaks veitingar ehf., kt.451001-2210, um leyfi til að reka veitingastað í flokki II að Skagfirðingabraut 24, Heimavist FNV á Sauðárkróki. Fnr.2132122. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við umsóknina.

7.Sauðármýri 1 - Umsókn um niðurrif mannvirkja.

Málsnúmer 2105294Vakta málsnúmer

Gylfi Ingimarsson sækir f.h. G Ingimarssonar ehf., kt. 690416-2980 um leyfi til að rífa geymsluskúr sem stendur á lóðinni Sauðármýri 1. Fasteignanúmer F2310393, mhl. 02. Erindið samþykkt, leyfi veitt.

Fundi slitið - kl. 15:45.