Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar

56. fundur 15. apríl 2010 kl. 09:00 - 11:30 í Ráðhúsi, Skagf.braut 17-21
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Rannsókn á gasmyndun á urðunarstað sveitarfélagsins

Málsnúmer 1003273Vakta málsnúmer

Beiðni hefur borist frá Sambandi Íslenskra Sveitarfélaga um að Sveitarfélagið Skagafjörður taki þátt í rannsóknarverkefni um hauggasmyndun og hugsanlega söfnun þess á urðunarstað Sveitarfélagsins á Skarðsmóum í samvinnu við Háskóla Íslands, verkfræðistofuna Eflu og Umhverfisstofnun. Sveitarfélagið greiði hluta kostnaðar við verkefnið. Sveitarfélagið Skagafjörður fékk undanþágu á kröfu um söfnun hauggass á urðunarstaðnum á Skarðsmóum. Undanþágan byggðist m.a á því að áform eru að urða úrgang frá Sveitarfélaginu á nýjum urðunarstað við Sölvabakka. Verður sá staður tekin í notkun í nú á haustdögum. Mat Unhverfis- og samgöngunefndar er að um mjög líðið magn af gasi sé að ræða og því ekki ástæða til að taka þátt í verkefninu þar sem nýr urðunarstaður er nú í sjónmáli.

2.Rammaáætlun - vatnsafl og jarðhitasvæði

Málsnúmer 1003120Vakta málsnúmer

Rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða með áherslu á vatnsafl og jarðhitasvæði - 2. áfangi lögð fram ásamt bréfi Svanfríðar Jónasdóttur formanns verkefnisstjórnar dagsett 8. mars 2010.

Fundi slitið - kl. 11:30.