Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar

70. fundur 17. október 2011 kl. 13:15 - 15:25 í Ráðhúsi, Skagf.braut 17-21
Nefndarmenn
  • Sigríður Magnúsdóttir formaður
  • Svanhildur Harpa Kristinsdóttir aðalm.
  • Svanhildur Guðmundsdóttir aðalm.
  • Guðný Herdís Kjartansdóttir áheyrnarftr.
  • Jón Örn Berndsen sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs
  • Helga Björk Gunnlaugsdóttir garðyrkjustjóri
  • Ingibjörg Sigurðardóttir varam. áheyrnarftr.
  • Ingvar Páll Ingvarsson starfsmaður tæknisviðs
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Sauðárkrókur - Sláttur opinna svæðað 2011

Málsnúmer 1105127Vakta málsnúmer

Í samræmi við bókun Umhverfis- og samgöngunefndar 18.maí sl var samið við Golfklúbb Sauðárkróks um slátt á opnum svæðum á Sauðárkróki samtals um 7,7 hektara svæði. Þá var jafnframt bókað að gera þyrfti ráð fyrir kostnaði við slátt opinna svæða vegna aukinnar sláttutíðni. Nauðsynlegt fjármagn í þennan verklið er kr.5.800.000.- Farið var yfir hvernig til hafi tekist með þennan verklið og samstarf við Golfklúbbinn. Ánægja er með samstarf við Golfklúbbinn. Skoða þarf hvernig þessu fyrirkomulagi verður háttað á næsta ári.

2.Borgarland - gatnaframkvæmdir 2011

Málsnúmer 1105125Vakta málsnúmer

Jón Örn gerði grein fyrir framkvæmdum við Borgarland, verk sem boðið var út í vor og átti að vera lokið í lok ágúst, verktíminn hefur verið framlengdur.

3.Staða framkvæmda rædd

Málsnúmer 1109034Vakta málsnúmer

Jón Örn fór yfir nýframkvæmdir ársins. Varðandi umhverfi Sauðár er samþykkt að vinna hönnun svæðisins með tilliti til lífríkisins.

4.Lífrænn úrgangur frá bændum og búfjáreigendum

Málsnúmer 1104027Vakta málsnúmer

Jón Örn gerði grein fyrir söfnun á dýrahræjum úr dreifbýlinu. Ekki er heimilt að dýrahræ fari í söfnunargáma og því þarf að urða þau sérstaklega þar sem ekki er tekið á móti þessum úrgangi á nýjum urðunarstað við Stekkjarvík. Á fundi Landbúnaðarnefndar 13. apríl sl. var samþykkt að fara í skipulega söfnun sem kynnt var bændum sérstaklega í Fréttabréfi Leiðbeiningarmiðstöðvarinnar. Á fundi Landbúnaðarnefndar 11. október lýsti Landbúnaðarnefnd yfir áhyggjum af auknum kostnaði við sorphirðu og óskaði eftir fundi með umhverfis- og samgöngunefnd um þessi mál. Samþykkt að halda sameiginlegan fund með landbúnaðarnefnd um þessi mál.

5.Snjómokstur á vegum 2011-2012

Málsnúmer 1110143Vakta málsnúmer

Jón Örn gerði grein fyrir fyrirkomulagi á snjómokstri.

6.Alþjóðleg ráðstefna - á ári skóga

Málsnúmer 1110138Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar dagskrá ráðstefnunnar Heimsins græna gull sem haldin verður í Kaldalóni í Hörpu laugardaginn 22. október nk.

7.Ársfundur umhverfisstofnunar 2011

Málsnúmer 1110071Vakta málsnúmer

Umhverfisstofnun boðar til 14. lögbundins fundar Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda sveitarfélaga. Að þessu sinni verður fundurinn haldinn í Mosfellsbæ þann 27. október n.k. Lagt fram til kynningar. Samþykkt að þeir nefndarmenn sem kost eiga á sæki fundinn.

8.Skagafjarðarhafnir - lenging sandfangara og sjóvarnargarður - opnun tilboða

Málsnúmer 1110070Vakta málsnúmer

Þann 6. október sl voru opnuð tilboð í verkið ?Lenging sandfangara Sauðárkróki og sjóvörn Hrauni?. Kostnaðaráætlun Siglingastofnunar í verkið var kr. 24.727.500.- Röð bjóðenda og tilboðsupphæðir eru eftirfarandi. Norðurtak ehf og Króksverk ehf. heildartilboðsupphæð kr. 18.794.500.- (76%), Víðimelsbræður ehf. heildartilboðsupphæð kr. 22.719.500.- (92%), Glaumur ehf. heildartilboðsupphæð kr. 27.372.000.- (111 %), Steypustöð Skagafjarðar ehf. heildartilboðsupphæð kr. 31.932.000.- ( 129 %), Gengið var til samninga við Norðurtak ehf um verkið.

Fundi slitið - kl. 15:25.