Fara í efni

Lífrænn úrgangur frá bændum og búfjáreigendum

Málsnúmer 1104027

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar - 156. fundur - 13.04.2011

Rætt um söfnun á dýrahræjum í dreifbýli og urðun á þeim. Ekki er lengur heimilt að dýrahræ fari í söfnunargáma og því þarf að urða þau sérstaklega þar sem ekki er tekið á móti þessum úrgangi á nýjum urðunarstað við Stekkjarvík. Samþykkt að fara í skipulega söfnum sem kynnt verður bændum sérstaklega í Fréttabréfi Leiðbeiningarmiðstöðvarinnar. Sorphirða til sveita verði jafnframt kynnt.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 277. fundur - 02.05.2011

Afgreiðsla 156. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 277. fundi sveitarstjórnar með með níu atkvæðum.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 67. fundur - 18.05.2011

Rætt um söfnun á dýrahræjum í dreifbýli og urðun á þeim. Ekki er lengur heimilt að dýrahræ fari í söfnunargáma og því þarf að urða þau sérstaklega þar sem ekki er tekið á móti þessum úrgangi á nýjum urðunarstað við Stekkjarvík. Á 156. fundi Landbúnaðarnefndar var samþykkt að fara í skipulega söfnun sem kynnt var bændum sérstaklega í Fréttabréfi Leiðbeiningarmiðstöðvarinnar. Jón Örn gerði grein fyrir verkefninu og sem segja má að gangi vel í aðalatriðum. Verkefninu verður áfram fylgt eftir með hvatningu.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 279. fundur - 24.05.2011

Afgreiðsla 67. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 279. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 68. fundur - 18.07.2011

Í samræmi við bóknir Landbúnaðarnefndar frá 13 apríl og bókun umhverfis- og samgöngunefndar frá 18 maí var farið í skipulega söfnum á dýrahræjum sem sótt hafa verið með kerfisbundnum hætti til þeirra bænda sem þess hafa óskað. Allmargir hafa nýtt sér þessa þjónustu og hafa verið vikulegar söfnunarferiðir frá því í loka apríl. Um mánaðarmótin júní- júlí var kostnaður vegna þessa orðinn rúmlega 980 þúsund krónur.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 561. fundur - 28.07.2011

Afgreiðsla 68. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 561. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar - 158. fundur - 11.10.2011

Jón Örn gerði grein fyrir söfnun á dýrahræjum úr dreifbýlinu. Ekki er heimilt að dýrahræ fari í söfnunargáma og því þarf að urða þau sérstaklega þar sem ekki er tekið á móti þessum úrgangi á nýjum urðunarstað við Stekkjarvík. Á fundi Landbúnaðarnefndar 13. apríl sl. var samþykkt að fara í skipulega söfnun sem kynnt var bændum sérstaklega í Fréttabréfi Leiðbeiningarmiðstöðvarinnar. Landbúnaðarnefnd hefur áhyggjur af auknum kostnaði við sorphirðu og óskar eftir fundi með umhverfis- og samgöngunefnd um þessi mál

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 70. fundur - 17.10.2011

Jón Örn gerði grein fyrir söfnun á dýrahræjum úr dreifbýlinu. Ekki er heimilt að dýrahræ fari í söfnunargáma og því þarf að urða þau sérstaklega þar sem ekki er tekið á móti þessum úrgangi á nýjum urðunarstað við Stekkjarvík. Á fundi Landbúnaðarnefndar 13. apríl sl. var samþykkt að fara í skipulega söfnun sem kynnt var bændum sérstaklega í Fréttabréfi Leiðbeiningarmiðstöðvarinnar. Á fundi Landbúnaðarnefndar 11. október lýsti Landbúnaðarnefnd yfir áhyggjum af auknum kostnaði við sorphirðu og óskaði eftir fundi með umhverfis- og samgöngunefnd um þessi mál. Samþykkt að halda sameiginlegan fund með landbúnaðarnefnd um þessi mál.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 283. fundur - 19.10.2011

Afgreiðsla 158. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 283. fundi sveitarstjórnar með átta atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 283. fundur - 19.10.2011

Afgreiðsla 70. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 283. fundi sveitarstjórnar með átta atkvæðum.

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar - 159. fundur - 15.12.2011

Jón örn gerði grein fyrir árangri og kostnaði við söfnun dýrahræa úr dreifbýli. Ákveðið er að verkefnið haldi áfram í óbreyttu formi árið 2012. Allmennt sorpmagn úr dreifbýlinu er um 800 tonn á ári til urðunar. Nauðsynlegt er að finna leiðir til að minnka það magn.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 285. fundur - 21.12.2011

Afgreiðsla 159. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 285. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.