Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar

185. fundur 01. desember 2021 kl. 14:00 - 16:30 að Borgarteigi 15, Sauðárkróki
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Huld Þórðardóttir formaður
  • Guðlaugur Skúlason varaform.
  • Steinar Skarphéðinsson ritari
  • Sveinn Þ. Finster Úlfarsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
  • Valur Valsson verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun Skagafjarðarhafna 2022

Málsnúmer 2110125Vakta málsnúmer

Lögð voru fram drög að fjárhagsáætlun Skagafjarðarhafna fyrir árið 2022.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlögð drög og vísar til byggðarráðs.

Dagur Þór Baldvinsson sat þennan lið.

2.Gjaldskrá Skagafjarðarhafna 2022

Málsnúmer 2111254Vakta málsnúmer

Lagðar eru til breytingar á gjaldskrá Skagafjarðarhafna sem munu taka gildi 1. janúar 2022. Nýrri 15. gr. hefur verið bætt við er varðar þjónustu dráttarbáts. Hækkun verður á liðum 13. og 14. gr. vegna kaupa og reksturs á nýjum dráttarbáti. Lagt er til að aðrir liðir gjaldskrárinnar hækki um 3,5%.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillöguna og vísar henni til byggðarráðs.

Dagur Þór Baldvinsson Hafnarstjóri sat þennan lið.

3.Dráttarbátur, nafn og vígsla

Málsnúmer 2111253Vakta málsnúmer

Nýr dráttarbátur kom til hafnar á Sauðárkróki þann 22. nóvember. Báturinn er af gerðinni Damen árgerð 2007, knúinn tveimur aflvélum sem eru samtals 1500 KW eða 2000 hestöfl. Dráttarbáturinn mun verða mikil lyftistöng fyrir hafnarstarfsemina og auka öryggi sjófarenda til muna.

Hafnarstjóri gerir tillögu að nafni á dráttarbátnum, "Grettir sterki".

Nefndin samþykkir tillöguna og óskar Skagafjarðarhöfnum til hamingju með bátinn og fagnar þessum merka áfanga. Vígslan á bátnum verður við hátíðlega athöfn núna í desember.

Dagur Þór Baldvinsson sat þennan lið.

4.Fjárhagsáætlun 2022, 08 Hreinlætismál - sorp

Málsnúmer 2111260Vakta málsnúmer

Lögð voru fram drög að fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 08 - hreinlætismál árið 2022.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlögð drög og vísar til byggðarráðs.

5.Gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpurðun 2022

Málsnúmer 2110137Vakta málsnúmer

Lögum samkvæmt ber sveitarfélögum að innheimta gjöld vegna meðhöndlunar úrgangs í samræmi við kostnað. Þessi skylda er áréttuð enn frekar í nýjum lögum um hringrásarhagkerfið. Þetta er Sveitarfélagið Skagafjörður því miður ekki að uppfylla í dag þar sem sveitarfélagið greiðir tugi milljóna með málaflokknum á ári hverju.
Lagt er til að gjaldskrá fyrir sorpurðun og sorphirðu verði hækkuð um 15% frá og með 1. janúar 2022 en þrátt fyrir þá hækkun verður gjaldskrá Sveitarfélagsins Skagafjarðar rétt neðan við meðaltal sambærilegra gjaldskráa hjá sveitarfélögum sem samanburður hefur verið gerður við. Jafnframt er lagt til að móttökugjöld fyrir einstaka efnisflokka verði hækkuð til samræmis við gjaldskrár Norðurár og ÓK gámaþjónustu/Flokku fyrir þá flokka.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillöguna og vísar henni til byggðarráðs.

6.Fjárhagsáætlun 2022, 10 Umferða- og samgöngumál

Málsnúmer 2111262Vakta málsnúmer

Lögð voru fram drög að fjárhagsáætlun málaflokks 10 - umferðar- og samgöngumál fyrir árið 2022.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlögð drög og vísar til byggðarráðs.

7.Fjárhagsáætlun 2022, fráveita 69

Málsnúmer 2111263Vakta málsnúmer

Lögð voru fram drög að fjárhagsáætlun málaflokks 69 - fráveitu fyrir árið 2022.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlögð drög og vísar til byggðarráðs.

8.Fráveitugjald og tæming rotþróa 2022

Málsnúmer 2110136Vakta málsnúmer

Lagðar eru til eftirfarandi breytingar á gjaldskrá fráveitugjalda og tæmingu rotþróa sem taka munu gildi 1. janúar 2022.
Fráveitugjald fyrir íbúðarhúsnæði skal vera óbreytt, eða 0,186% af álagningarstofni. Fyrir annað húsnæði er fráveitugjaldið einnig óbreytt, 0,275% af álagningarstofni.
Gjald fyrir tæmingu rotþróa hækkar um 6,7%.

Hækkun gjalds fyrir tæmingu rotþróa endurspeglar raunkostnað á tæmingum undanfarin ár. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillöguna og vísar henni til byggðarráðs.

9.Gjaldskrá hunda og kattahalds 2022

Málsnúmer 2110135Vakta málsnúmer

Lögð var fram tillaga að 3,5% hækkun gjaldskrá hunda- og kattahalds fyrir árið 2022.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillöguna og vísar til byggðarráðs.

10.Samningur um reiðvegi

Málsnúmer 2109119Vakta málsnúmer

Sveitarfélagið Skagafjörður og Hestamannafélagið Skagfirðingur gera með sér samkomulag um áframhaldandi uppbyggingu reiðvega í Sveitarfélaginu Skagafirði. Lögð voru fram samningsdrög milli Hestamannafélagsins Skagfirðings og Sveitarfélagsins Skagafjarðar þar sem samið er um að árleg framlög Sveitarfélagsins til uppbyggingar reiðvega í Skagafirði fyrir árin 2021 til 2025 verði 3,5 milljónir á ári.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir samningsdrögin og vísar til byggðarráðs.

11.Boð um þátttöku sveitarfélaga í námskeiðinu Loftslagsvernd í verki

Málsnúmer 2111020Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf dagsett 2. nóvember 2021 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga til allra sveitarfélaga varðandi boð um þátttöku sveitarfélaga í námskeiðinu Loftslagsvernd í verki, sem haldið er með gagnvirkum hætti yfir netið í Vefskóla Landverndar.

Umhverfis- og samgönngunefnd þakkar fyrir boðið og hvetur kjörna fulltrúa og starfsmenn til að taka virkan þátt í verkefninu.

12.Verkefni vegna innleiðingar hringrásarkerfis

Málsnúmer 2111021Vakta málsnúmer

Á fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 29. október sl. var fjallað um þau verkefni sem eru framundan við innleiðingu hringrásarkerfis.
Stjórnin bókaði hvatningu til sveitarstjórna um allt land til að hefja nú þegar undirbúning fyrir gildistöku lagabreytinga um hringrásarhagkerfi sem taka gildi 1.janúar 2023.

Ljóst er að öll sveitarfélög munu þurfa að endurskoða þau stjórntæki sem þau hafa á grundvelli laga um meðhöndlun úrgangs, þ.e. svæðisáætlanir um meðhöndlun úrgangs, samþykktir um meðhöndlun úrgangs og gjaldskrár fyrir úrgangsmeðhöndlun.

Fundi slitið - kl. 16:30.