Fara í efni

Samningur um reiðvegi

Málsnúmer 2109119

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 185. fundur - 01.12.2021

Sveitarfélagið Skagafjörður og Hestamannafélagið Skagfirðingur gera með sér samkomulag um áframhaldandi uppbyggingu reiðvega í Sveitarfélaginu Skagafirði. Lögð voru fram samningsdrög milli Hestamannafélagsins Skagfirðings og Sveitarfélagsins Skagafjarðar þar sem samið er um að árleg framlög Sveitarfélagsins til uppbyggingar reiðvega í Skagafirði fyrir árin 2021 til 2025 verði 3,5 milljónir á ári.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir samningsdrögin og vísar til byggðarráðs.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 419. fundur - 15.12.2021

Sveitarfélagið Skagafjörður og Hestamannafélagið Skagfirðingur gera með sér samkomulag um áframhaldandi uppbyggingu reiðvega í Sveitarfélaginu Skagafirði. Lögð voru fram samningsdrög milli Hestamannafélagsins Skagfirðings og Sveitarfélagsins Skagafjarðar þar sem samið er um að árleg framlög Sveitarfélagsins til uppbyggingar reiðvega í Skagafirði fyrir árin 2021 til 2025 verði 3,5 milljónir á ári. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir samningsdrögin og vísar til byggðarráðs.
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.