Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

370. fundur 20. júní 2018 kl. 16:15 - 17:27 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson aðalm.
  • Ingibjörg Huld Þórðardóttir aðalm.
  • Laufey Kristín Skúladóttir aðalm.
  • Gísli Sigurðsson aðalm.
  • Regína Valdimarsdóttir aðalm.
  • Bjarni Jónsson aðalm.
  • Álfhildur Leifsdóttir aðalm.
  • Jóhanna Ey Harðardóttir aðalm.
  • Sveinn Þ. Finster Úlfarsson 1. varam.
Starfsmenn
  • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá
Bjarni Jónsson sem hefur lengstan feril í sveitarstjórn setti fundinn og bauð sveitarstjórnarmenn velkomna til starfa.

Sveinn Þ. Finnster Úlfarsson sat fundinn sem varamaður Ólafs Bjarna Haraldssonar.

1.Tilnefning áheyrnarfulltrúa í byggðarráð 2018

Málsnúmer 1804178Vakta málsnúmer

Tilnefning áheyrnarfulltrúa í byggðarráð til eins árs.
Forseti bar fram tillögu um áheyrnarfulltrúa og einn til vara.
Aðalmaður: Ólafur Bjarni Haraldsson
Varamaður: Sveinn Þ. Finnster Úlfarsson
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir því rétt kjörnir.

2.Kjör í atvinnu- menningar- og kynningarnefnd

Málsnúmer 1804180Vakta málsnúmer

Kjör í atvinnu- menningar- og kynningarnefnd til fjögurra ára, þrír aðalmenn og áheyrnarfulltrúi og jafnmargir til vara.
Forseti bar upp tillögu um fulltrúa í atvinnu- menningar-og kynningarnefnd, aðalmenn og varamenn þeirra í sömu röð.
Aðalmenn: Gunnsteinn Björnsson, Sigríður Magnúsdóttir og Ragnheiður Halldórsdóttir.
Varamenn: Steinunn Gunnsteinsdóttir, Laufey Kristín Skúladóttir og Jóhanna Ey Harðardóttir.
Áheyrnarfulltrúi: Inga Katrín Magnúsdóttir.
Varamaður áheyrnarfulltrúa: Hildur Þóra Magnúsdóttir.
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þau því rétt kjörin.

3.Kjör í barnaverndarnefnd 2018

Málsnúmer 1804181Vakta málsnúmer

Kjör í barnaverndarnefnd til fjögurra ára, fjórir aðalmenn og jafnmargir til vara.
Forseti bar upp tillögu um fulltrúa í barnaverndarnefnd, aðalmenn og varamenn þeirra í sömu röð.
Aðalmenn: Hjalti Árnason, Helga Sjöfn Helgadóttir, Ingimundur Guðjónsson og Steinar Gunnarsson.
Varamenn: Karl Lúðvíksson, Ingileif Oddsdóttir, Margrét Helga Hallsdóttir og Sólveig Pétursdóttir.
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þau því rétt kjörin.

4.Kjör í félags- og tómstundanefnd 2018

Málsnúmer 1804182Vakta málsnúmer

Kjör í félags- og tómstundanefnd til fjögurra ára, þrír aðalmenn og áheyrnarfulltrúi og jafnmargir til vara.
Forseti bar upp tillögu um fulltrúa í félags- og tómstundanefnd, aðalmenn og varamenn þeirra í sömu röð.
Aðalmenn: Guðný Axelsdóttir, Atli Már Traustason og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir.
Varamenn: Elín Árdís Björnsdóttir, Eyrún Sævarsdóttir og Steinunn Rósa Guðmundsdóttir.
Áheyrnarfulltrúi: Anna Lilja Guðmundsdóttir.
Varamaður áheyrnarfulltrúa: Jónína Róbertsdóttir.
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þau því rétt kjörin.

5.Kjör í fræðslunefnd 2018

Málsnúmer 1804183Vakta málsnúmer

Kjör í fræðslunefnd til fjögurra ára, þrír aðalmenn og áheyrnarfulltrúi og jafnmargir til vara.
Forseti bar upp tillögu um fulltrúa í fræðslunefnd, aðalmenn og varamenn þeirra í sömu röð.
Aðalmenn: Laufey Kristín Skúladóttir, Elín Árdís Björnsdóttir og Jóhanna Ey Harðardóttir.
Varamenn: Axel Kárason, Regína Valdimarsdóttir og Ragnheiður Halldórsdóttir.
Áheyrnarfulltrúi: Auður Björk Birgisdóttir.
Varamaður áheyrnarfulltrúa: Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir.
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þau því rétt kjörin.

6.Kjör í landbúnaðarnefnd 2018

Málsnúmer 1804184Vakta málsnúmer

Kjör í landbúnaðarnefnd til fjögurra ára, þrír aðalmenn og áheyrnarfulltrúi og jafnmargir til vara.
Forseti bar upp tillögu um fulltrúa í landbúnaðarnefnd, aðalmenn og varamenn þeirra í sömu röð.
Aðalmenn: Jóhannes Ríkharðsson, Jóel Þór Árnason og Valdimar Ó. Sigmarsson.
Varamenn: Sigurlína Magnúsdóttir, Haraldur Þór Jóhannsson og Ingibjörg Hafstað.
Áheyrnarfulltrúi: Jón Sigurjónsson.
Varamaður áheyrnarfulltrúa: Þórunn Eyjólfsdóttir.
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þau því rétt kjörin.

7.Kjör í skipulags- og byggingarnefnd 2018

Málsnúmer 1804185Vakta málsnúmer

Kjör í skipulags- og byggingarnefnd til fjögurra ára, þrír aðalmenn og áheyrnarfulltrúi og jafnmargir til vara.
Forseti bar upp tillögu um fulltrúa í skipulags- og byggingarnefnd, aðalmenn og varamenn þeirra í sömu röð.
Aðalmenn: Einar E. Einarsson, Regína Valdimarsdóttir og Álfhildur Leifsdóttir.
Varamenn: Viggó Jónsson, Jón Daníel Jónsson og Valdimar Ó. Sigmarsson.
Áheyrnarfulltrúi: Sveinn Þ. Finnster Úlfarsson.
Varamaður áheyrnarfulltrúa: Alex Már Sigurbjörnsson.
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þau því rétt kjörin.

8.Kjör í umhverfis- og samgöngunefnd 2018

Málsnúmer 1804186Vakta málsnúmer

Kjör í umhverfis- og samgöngunefnd til fjögurra ára, þrír aðalmenn og áheyrnarfulltrúi og jafnmargir til vara.
Forseti bar upp tillögu um fulltrúa í umhverfis- og samgöngunefnd, aðalmenn og varamenn þeirra í sömu röð.
Aðalmenn: Ingibjörg Huld Þórðardóttir, Guðlaugur Skúlason og Steinar Skarphéðinsson.
Varamenn: Sigríður Magnúsdóttir, Ari Jóhann Sigurðsson og Inga Katrín Magnúsdóttir.
Áheyrnarfulltrúi: Svana Ósk Rúnarsdóttir.
Varamaður áheyrnarfulltrúa: Högni Elfar Gylfason.
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þau því rétt kjörin.

9.Kjör í veitunefnd 2018

Málsnúmer 1804187Vakta málsnúmer

Kjör í veitunefnd til fjögurra ára, þrír aðalmenn og áheyrnarfulltrúi og jafnmargir til vara.
Forseti bar upp tillögu um fulltrúa í veitunefnd, aðalmenn og varamenn þeirra í sömu röð.
Aðalmenn: Haraldur Þór Jóhannsson, Axel Kárason og Högni Elfar Gylfason.
Varamenn: Jóel Þór Árnason, Einar E. Einarsson og Guðmundur Björn Eyþórsson.
Áheyrnarfulltrúi: Úlfar Sveinsson.
Varamaður áheyrnarfulltrúa: Helga Rós Indriðadóttir.
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þau því rétt kjörin.
Forseti bar upp tillögu um að gert yrði stutt fundarhlé kl. 16:54. Var það samþykkt og fundi síðan fram haldið kl. 17:01.

10.Kjör í samstarfsnefnd með Akrahreppi 2018

Málsnúmer 1804188Vakta málsnúmer

Kjör fulltrúa í samstarfsnefnd með Akrahreppi, til fjögurra ára, tveir aðalmenn og tveir til vara.
Forseti bar upp tillögu um að fresta afgreiðslu þessa dagskrárliðar til næsta sveitarstjórnarfundar.
Samþykkt samhljóða.

11.Kjör fulltrúa á ársþing SSNV 2018

Málsnúmer 1806060Vakta málsnúmer

Kjör fulltrúa á ársþing SSNV, til fjögurra ára.
Forseti bar upp tillögu um að fresta þessum dagskrárlið til næsta sveitarstjórnarfundar.
Samþykkt samhljóða.

12.Kjör á landsþing Sambands ísl. sveitarfélaga

Málsnúmer 1804190Vakta málsnúmer

Kjör fulltrúa á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga til fjögurra ára, þrír aðalmenn og þrír til vara. Forseti bar upp tillögu um aðalmenn og varamenn þeirra í sömu röð.
Aðalmenn: Stefán Vagn Stefánsson, Gísli Sigurðsson og Bjarni Jónsson.
Varamenn: Ingibjörg Huld Þórðardóttir, Regína Valdimarsdóttir og Ólafur Bjarni Haraldsson.
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þau því rétt kjörin.

13.Kjör fulltrúa í almannavarnarnefnd 2018

Málsnúmer 1804189Vakta málsnúmer

Kjör fulltrúa í Almannavarnarnefnd, til fjögurra ára, tveir aðalmenn og tveir til vara.
Forseti bar upp tillögu um að fresta afgreiðslu þessa dagskrárliðar til næsta sveitarstjórnarfundar.
Samþykkt samhljóða.

14.Kjör fulltrúa í stjórn Náttúrustofu Norðulands vestra 2018

Málsnúmer 1804192Vakta málsnúmer

Kjör fulltrúa í stjórn Náttúrustofu Norðurlands vestra, til fjögurra ára, tveir aðalmenn og tveir til vara.
Forseti bar upp tillögu um að fresta afgreiðslu þessa dagskrárliðar til næsta sveitarstjórnarfundar.
Samþykkt samhljóða.

15.Kjör fulltrúa í Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra 2018

Málsnúmer 1806065Vakta málsnúmer

Kjör fulltrúa í Heilbrigðisnefnd Norðurlands vestra, til fjögurra ára, tveir aðalmenn og tveir til vara.
Forseti bar upp tillögu um að fresta þessum dagskrárlið til næsta sveitarstjórnarfundar.
Samþykkt samhljóða.

16.Kjör fulltrúa í Samráðsnefnd um Hólastað 2018

Málsnúmer 1806066Vakta málsnúmer

Kjör fulltrúa í samráðsnefnd um Hólastað, til fjögurra ára, þrír aðalmenn.
Forseti bar upp tillögu um Stefán Vagn Stefánsson, Gísla Sigurðsson og Guðmund Björn Eyþórsson.
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þeir því rétt kjörnir.

17.Kjör fulltrúa í framkvæmdastjórn Byggðasögu 2018

Málsnúmer 1806059Vakta málsnúmer

Kjör fulltrúa í framkvæmdastjórn Byggðasögu til fjögurra ára, einn aðalmaður og annar til vara.
Forseti bar upp tillögu um aðal- og varamann.
Aðalmaður: Sigurlaug Ebba Kristjánsdóttir
Varamaður: Eyrún Sævarsdóttir
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þær því rétt kjörnar.

18.Tilnefning fulltrúa í stjórn Norðurár bs. 2018

Málsnúmer 1806063Vakta málsnúmer

Tilnefning fulltrúa í Norðurár bs, til fjögurra ára, tveir aðalmenn og tveir til vara.
Forseti bar upp tillögu um að fresta afgreiðslu þessa dagskrárliðar til næsta sveitarstjórnarfundar.
Samþykkt samhljóða.

19.Kjör fulltrúa á aðal- og hluthafafund Eyvindarstaðarheiðar ehf. 2018

Málsnúmer 1806067Vakta málsnúmer

Kjör fulltrúa á aðal- og hluthafafund Eyvindarstaðarheiðar ehf, til fjögurra ára, þrír aðalmenn og þrír til vara.
Forseti bar upp tillögu um aðalmenn og varamenn þeirra í sömu röð.
Aðalmenn: Gunnar Valgarðsson, Smári Borgasson og Valgerður Inga Kjartansdóttir.
Varamenn: Einar E Einarsson, Haraldur Þór Jóhansson og Ástþór Örn Árnason.
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þau því rétt kjörin.

20.Kjör fulltrúa á aðal- og hluthafafund Flugu ehf. 2018

Málsnúmer 1806068Vakta málsnúmer

Kjör fulltrúa aðal- og hluthafafund Flugu ehf, til fjögurra ára, tvo aðalmenn og tvo til vara.
Forseti bar upp tillögu um að fresta afgreiðslu þessa dagskrárliðar til næsta sveitarstjórnarfundar.
Samþykkt samhljóða.

21.Kjör fulltrúa á aðal- og hluthafafund Tímatákns ehf 2018

Málsnúmer 1806069Vakta málsnúmer

Kjör fulltrúa á aðal- og hluthafafund Tímatákns ehf. til fjögurra ára, þrír aðalmenn.
Forseti bar upp eftirfarandi tillögu:
Aðalmenn: Stefán Vagn Stefánsson, Gunnsteinn Björnsson og Jóhanna Ey Harðardóttir.
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þau því rétt kjörin.

22.Kjör fulltrúa í samstarfsnefnd um lögreglumálefni sbr. lögreglulög 2018

Málsnúmer 1806073Vakta málsnúmer

Kjör fulltrúa í samstarfsnefnd um lögreglumálefni sbr. lögreglulög, til fjögurra ára, einn aðalmaður.
Forseti bar upp tillögu um Regínu Valdimarsdóttur.
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast hún því rétt kjörin.

23.Kjör fulltrúa í stjórn Ferðasmiðjunnar ehf. 2018

Málsnúmer 1806074Vakta málsnúmer

Kjör fulltrúa í stjórn Ferðasmiðjunnar ehf., til fjögurra ára, einn aðalmaður og annar til vara.
Forseti bar upp tillögu um aðalmann og varamann.
Aðalmaður: Stefán Vagn Stefánsson
Varamaður: Þórdís Friðbjörnsdóttir
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þau því rétt kjörin.

24.Kjör fulltrúa í stjórn Húsnæðissamvinnufélags Skagafjarðar 2018

Málsnúmer 1806075Vakta málsnúmer

Kjör fulltrúa í stjórn Húsnæðissamvinnufélags Skagafjarðar, til fjögurra ára, einn aðalmaður og annar til vara.
Forseti bar upp tillögu um aðal- og varamann.
Aðalmaður: Aldís Hilmarsdóttir
Varamaður: Axel Kárason
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þau því rétt kjörin.

25.Kjör fulltrúa í stjórn Skógræktarsjóðs Skagfirðinga 2018

Málsnúmer 1806076Vakta málsnúmer

Kjör fulltrúa í stjórn Skógræktarsjóðs Skagfirðinga, til fjögurra ára, þrír aðalmenn.
Formaður bar upp tillögu um: Stefán Vagn Stefánsson, Elínu Árdísi Björnsdóttir og Hildi Þóru Magnúsdóttur.
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þau því rétt kjörin.

26.Tilnefning í stjórn Hátækniseturs 2018

Málsnúmer 1806077Vakta málsnúmer

Tilnefning fulltrúa í stjórn Hátækniseturs, til fjögurra ára, tveir aðalmenn og tveir til vara.
Forseti bar upp tillögu um að fresta afgreiðslu þessa dagskrárliðar til næsta sveitarstjórnarfundar.
Samþykkt samhljóða.

27.Tilnefning fulltrúa í stjórn UB Koltrefja ehf 2018

Málsnúmer 1806078Vakta málsnúmer

Tilnefning fulltrúa í stjórn UB Koltrefja ehf, til fjögurra ára, einn aðalmaður og annar til vara.
Forseti bar upp tillögu um aðal- og varamann.
Aðalmaður: Gísli Sigurðsson
Varamaður: Gunnsteinn Björnsson
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þeir því rétt kjörnir.

28.Tilnefning fulltrúa í stjórn Versins, vísindagarða 2018

Málsnúmer 1806079Vakta málsnúmer

Tilnefning fulltrúa í stjórn Versins Vísindagarða til fjögurra ára, einn aðalmaður. Forseti bar upp tillögu um Gunnsteinn Björnsson.
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast hann því rétt kjörinn.

29.Kjör í fulltrúaráð Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands 2018

Málsnúmer 1806080Vakta málsnúmer

Kjör fulltrúa í fulltrúaráð Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands til fjögurra ára, einn aðalmaður og annar til vara.
Forseti bar upp tillögu um aðal- og varamann.
Aðalmaður: Bjarki Tryggvason
Varamaður: Gunnsteinn Björnsson
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þeir því rétt kjörnir.

30.Kjör úttektarmanna 2018

Málsnúmer 1806081Vakta málsnúmer

Kjör úttektarmanna, til fjögurra ára, tveir aðalmenn og tveir til vara.
Formaður bar upp tillögu um aðalmenn og varamenn þeirra í sömu röð.
Aðalmenn: Eiríkur Loftsson og Helgi Sigurðsson.
Varamenn: Gunnar Valgarðsson og Einar Gíslason.
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þeir því rétt kjörnir.

31.Kjör í stjórn Skagfirskra leiguíbúða hses 2018

Málsnúmer 1806082Vakta málsnúmer

Kjör í stjórn Skagfirskra leiguíbúða hses, til fjögurra ára, þrír aðalmenn og þrír til vara.
Forseti bar upp tillögu um aðalmenn og varamenn þeirra í sömu röð.
Aðalmenn: Sigríður Magnúsdóttir, Gísli Sigurðsson og Stefán Gísli Haraldsson.
Varamenn: Bjarki Tryggvason, Gunnsteinn Björnsson og Steinunn Rósa Guðmundsdóttir.
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þau því rétt kjörin.

32.Kjör fulltrúa í fulltrúaráð Farskólans-miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra 2018

Málsnúmer 1806071Vakta málsnúmer

Kjör fulltrúa í fulltrúaráð Farskólans - miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra, til fjögurra ára, einn aðalmaður og annar til vara.
Forseti bar upp tillögu um aðal- og varamann.
Aðalmaður: Laufey Kristín Skúladóttir.
Varamaður: Ingibjörg Huld Þórðardóttir.
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þær því rétt kjörnar.

33.Kjör í öldungaráð 2018

Málsnúmer 1806061Vakta málsnúmer

Kjör fulltrúa í öldungaráð, til fjögurra ára, tveir aðalmenn og tveir til vara.
Forseti bar upp tillögu um aðal- og varamenn.
Aðalmenn: Sigríður Svavarsdóttir og Ragnheiður Halldórsdóttir.
Varamenn: Einar Gíslason og Alex Már Sigurbjörnsson.
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þau því rétt kjörin.

34.Kjör formanns öldungaráðs 2018

Málsnúmer 1806062Vakta málsnúmer

Kjör formanns öldungaráðs til fjögurra ára.
Forseti bar upp tillögu um Sigríði Svavarsdóttur sem formann.
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast hún því rétt kjörin.

35.Tilnefning fulltrúa í þjónusturáð í þjónustu við fatlað fólk á Norðurlandi vestra

Málsnúmer 1806125Vakta málsnúmer

Tilnefning eins fulltrúa í þjónusturáð við fatlað fólk á Norðurlandi vestra til fjögurra ára og annan til vara.
Forseti bar upp tillögu um Guðnýju Axelsdóttur og til vara Atla Má Traustason.
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þau því rétt kjörin.

36.Kjör fulltrúa í Menningarsjóð Eyþórs Stefánssonar 2018

Málsnúmer 1806084Vakta málsnúmer

Samkvæmt 5. gr. skipulagsskrár Menningarsjóðs Eyþórs Stefánssonar skal sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar tilnefna einn ef þremur stjórnarmönnum sjóðsins.
Forseti gerir tillögum um sveitarstjóra sem stjórnarmann.
Fleiri tillögur komu ekki fram og skoðast hann því rétt kjörinn.

37.Kjör fulltrúa í Styrktarsjóð Guðrúnar Þ. Sveinsdóttur 2018

Málsnúmer 1806085Vakta málsnúmer

Kjör fulltrúa í Styrktarsjóð Guðrúnar Þ. Sveinsdóttur, til fjögurra ára, tveir aðalmenn.
Forseti bar upp tillögu um sveitarstjóra og sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs.
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir fulltrúar því rétt kjörnir.

38.Álagning fasteignagjalda 2018

Málsnúmer 1710143Vakta málsnúmer

Málinu vísað frá 829. fundi byggðarráðs þann 7. júní 2018 þannig bókað.
Lóðarhlutamat sumarhúsalóða hefur hækkað afar mikið milli áranna 2017 og 2018 og samþykkir byggðarráð að endurskoða gjaldskrá lóðarleigu frístundahúsa í skipulögðum sumarhúsahverfum frá og með 1. janúar 2018. Gjaldið er 10% af lóðarhlutamati og verður 3,0% frá og með 1. janúar 2018. Byggðarráð samþykkir framangreinda breytingu.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæðagreiðslu og hún samþykkt með sjö atkvæðum.
Jóhanna Ey Harðardóttir og Sveinn Þ. Finnster Úlfarsson fulltrúar L-lista óska bókað að þau taki ekki þátt í afgreiðslu fundargerðarinnar þar sem framboðið er nýtt í sveitarstjórn..

39.Umsókn um langtímalán 2018

Málsnúmer 1805003Vakta málsnúmer

Málinu vísað frá 829. fundi byggðarráð þann 7. júní.
Sveitarstjórn samþykkir hér með að taka verðtryggt lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð allt að 580 milljónir króna til 16 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til framkvæmda eignasjóðs og hitaveitu og vegna endurfjármögnunar afborgana eldri lána hjá Lánasjóðinum, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Jafnframt er Ástu Pálmadóttur, kt. 040764-2839, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Skagafjarðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.
Forseti bar upp tillöguna sem er samþykkt með sjö atkvæðum.
Jóhanna Ey Harðardóttir og Sveinn Þ. Finnster Úlfarsson fulltrúar L-lista óska bókað að þau taki ekki þátt í afgreiðslu fundargerðarinnar þar sem framboðið er nýtt í sveitarstjórn.

40.Prókúruumboð - sviðsstjóri stjórnsýslu og fjármálasviðs 2018

Málsnúmer 1805076Vakta málsnúmer

Með vísan til 4. mgr. 55. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 heimilar sveitarstjórn sveitarstjóra að veita eftirtöldum starfsmönnum Sveitarfélagsins Skagafjarðar prókúruumboð:
Margeir Friðriksson, kt. 151060-3239, Dalatún 15, 550 Sauðárkrókur

Sveitarstjórn samþykkir að Margeiri Friðrikssyni verði veitt prókúruumboð í samræmi við téð lagaákvæði. Umboðið nær til að undirrita skjöl varðandi kaup og sölu fasteigna sveitarfélagsins, lántökur og ábyrgðir svo og önnur skjöl sem fela í sér skuldbindingar eða ráðstafanir sem samþykki byggðarráðs og/eða sveitarstjórnar þarf til. Umboðin gilda meðan viðkomandi gegnir tilteknu starfi fyrir sveitarfélagið þó ekki lengur en til loka núverandi kjörtímabils sveitarstjórnar. Jafnframt eru eldri umboð úr gildi fallin.
Forseti bar upp tillöguna sem er samþykkt með níu atkvæðum.

41.Sumarleyfi sveitarstjórnar 2018

Málsnúmer 1806088Vakta málsnúmer

Forseti bar upp tillögu um að fresta þessum dagskrárlið til næsta sveitarstjórnarfundar.
Samþykkt samhljóða.

42.Byggðarráð Skagafjarðar - 829

Málsnúmer 1806004FVakta málsnúmer

Fundargerð 829. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 370. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerðin samþykkt með sjö atkvæðum.
Jóhanna Ey Harðardóttir og Sveinn Þ. Finnster Úlfarsson fulltrúar L-lista óska bókað að þau taki ekki þátt í afgreiðslu fundargerðarinnar þar sem framboðið er nýtt í sveitarstjórn.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 829 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 24. maí 2018 frá embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra úr máli 1805294, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Brynjólfs Þórs Jónssonar f.h. Drangeyjarjarlsins ehf. um leyfi til að reka gististað í flokki IV að Reykjum á Reykjaströnd, 551 Sauðárkróki. Gistiheimili fyrir 12 manns og veitingahús fyrir 25 manns.
    Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina. Viggó Jónsson vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 829. fundar byggðarráðs staðfest á 370. fundi sveitarstjórnar 20. júni 2018 með sjö atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 829 Lóðarhlutamat sumarhúsalóða hefur hækkað afar mikið milli áranna 2017 og 2018 og samþykkir byggðarráð að endurskoða gjaldskrá lóðarleigu frístundahúsa í skipulögðum sumarhúsahverfum frá og með 1. janúar 2018. Gjaldið er 10% af lóðarhlutamati og verður 3,0% frá og með 1. janúar 2018.
    Byggðarráð samþykkir framangreinda breytingu.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 48 á dagskrá fundarins, Álagning fasteignagjalda 2018.
    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 829 Málið áður á 825. fundi byggðarráðs þann 26. apríl 2018. Óli Jóhann Ásmundsson óskar eftir framlagi frá sveitarfélaginu til koma upp minnismerki á Hofsósi um fyrstu vesturfarana og staðsetja á stalli sem stendur við norðurenda göngubrúarinnar yfir Hofsá.
    Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til skipulags- og byggingarnefndar og atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar til umsagnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 829. fundar byggðarráðs staðfest á 370. fundi sveitarstjórnar 20. júni 2018 með sjö atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 829 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 4. júní 2018 þar sem boðað er til vorfundar Farskólans - miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra og haldinn verður þann 11. júní 2018 á Skagaströnd.
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að tilnefna og senda fulltrúa á fundinn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 829. fundar byggðarráðs staðfest á 370. fundi sveitarstjórnar 20. júni 2018 með sjö atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 829 Lögð fram drög að samningi milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Puffin and friends,kt. 601106-0780 um rekstur upplýsingamiðstöðvar ferðamála á Sauðárkróki tímabilið 1. júní - 31. október 2018.
    Byggðarráð samþykkir framlögð samningsdrög og felur sveitarstjóra að undirrita samninginn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 829. fundar byggðarráðs staðfest á 370. fundi sveitarstjórnar 20. júni 2018 með sjö atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 829 Erindinu vísað frá 368. fundi sveitarstjórnar þann 16. maí 2018.
    Lögð fram tillaga frá Bjarna Jónssyni:
    Sveitarstjórn áréttar að engin ný skipurit eða breytingar á fjölskyldusviði sveitarfélagsins komi til framkvæmda án undangenginnar kynningar og faglegrar umfjöllunar í fagnefndum, byggðaráði og sveitarstjórn og samþykktar á þeim vettvangi.
    Greinargerð:
    Sveitarstjórn leggur áherslu á að ástunda í hvívetna góða stjórnsýsluhætti og gagnsæ vinnubrögð og að fylgt sé gildandi samþykktum um stjórnskipan, og ákvæðum samþykktrar starfsmannastefnu um ráðningar starfsfólks á fjölskyldusviði sem og stjórnsýslu- og fjármálasviði og veitu- og framkvæmdasviði. Breytingar á störfum fólks og nýráðningar allt frá 28. apríl sl. sem tengjast nýju ókynntu og ósamþykktu skipuriti fyrir fjölskyldusvið Sveitarfélagsins Skagafjarðar sem kynntar hafa verið hluta starfsfólks bréfleiðis, en ekki í fræðslunefnd, félags- og tómstundanefnd, byggðaráði og sveitarstjórn, öðlist því ekki gildi, fremur en skipuritsbreytingarnar á fjölskyldusviði án stjórnsýslulegrar meðferðar sveitarstjórnar og nefnda sem taki til þeirra faglega afstöðu.

    Meirihluti byggðarráðs vill árétta að farið hafi verið að samþykktum sveitarfélagsins sem og kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir hönd sveitarfélaga.

    Bjarni Jónsson óskar bókað:
    Undirritaður undirstrikar mikilvægi þess að sveitarstjórn leggi áherslu á að ástunda í hvívetna góða stjórnsýsluhætti og gagnsæ vinnubrögð.

    Ásta Pálmadóttir sveitarstjóri óskar bókað:
    Í samþykkt um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Skagafjarðar segir m.a.:
    Sveitarstjórn ræður sveitarstjóra til þess að annast framkvæmd ákvarðana sveitarstjórnar og verkefna sveitarfélagsins.
    Sveitarstjóri er framkvæmdastjóri sveitarfélagsins og æðsti yfirmaður starfsmanna þess, fyrirtækja og stofnana.
    Sveitarstjórn ræður starfsmenn í æðstu stjórnunarstöður hjá sveitarfélaginu, svo sem yfirmenn stofnana og sviða sveitarfélagsins og veitir þeim lausn frá starfi.
    Sveitarstjóri, í samráði við yfirmenn sviða og stofnana, ræður aðra starfsmenn.

    Í kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga f.h. þeirra sveitarfélaga og annarra aðila sem það hefur samningsumboð fyrir segir m.a.;

    Í grein 11.1.2.1 segir m.a.; Að jafnaði skulu störf auglýst laus til umsóknar á opinberum vettvangi.
    Í grein 11.1.2.1 segir m.a.; Skipulagsbreytingar leiða ekki sjálfkrafa til þess að segja þurfi fólki upp störfum og auglýsa störf laus til umsóknar skv. breyttu skipulagi. Skoða þarf hvort og þá hversu miklar breytingar verða á starfi, hæfisskilyrðum og aðstæðum að öðru leyti. Því eiga reglur um auglýsingaskyldu ekki alltaf við þegar um skipulagsbreytingar er að ræða.
    Í grein 11.1.4.1 segir m.a.; Skylt er starfsmanni að hlíta breytingum á störfum sínum og verksviði frá því hann tók við starfi. Umtalsverðar breytingar ber að tilkynna með sama fyrirvara og ef um uppsögn væri að ræða. Í slíkum tilvikum ber starfsmanni að tilkynna vinnuveitanda innan mánaðar hvort hann uni breytingunum eða muni láta af störfum, eftir þann tíma sem uppsagnarfrestur kveður á um, frá því að honum var tilkynnt um breytinguna með formlegum hætti.

    Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 829. fundar byggðarráðs staðfest á 370. fundi sveitarstjórnar 20. júni 2018 með sjö atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 829 Byggðarráð samþykkir hér með að taka verðtryggt lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð allt að 580 milljónir króna til 16 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til framkvæmda eignasjóðs og hitaveitu og vegna endurfjármögnunar afborgana eldri lána hjá Lánasjóðinum, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Jafnframt er Ástu Pálmadóttur, kt. 040764-2839, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Skagafjarðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 49 á dagskrá fundarins, Umsókn um langtímalán 2018.
    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 829 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 30. maí 2018 frá nefndasviði Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, 622. mál. Frestur gefinn til 7. júní 2018.
    Byggðarráð samþykkir eftirfarandi umsögn:
    Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar sendir hér inn umsögn um frumvarp til nýrra laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, mál nr. 622, sem er til umfjöllunar í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis.
    Umrætt frumvarp felur í sér innleiðingu á nýrri reglugerð Evrópuþingsins og hefur að geyma ýmis ákvæði sem heimila aðildarríkjum að setja sérreglur í sinni innleiðingu.
    Helstu ábendingar Byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar lúta að eftirfarandi:
    1. Sökum þess hve frumvarpið hefur miklar breytingar í för með sér fyrir stjórnsýslu sveitarfélaga í landinu og sökum þess hve skammur fyrirvari hefur verið af hálfu stjórnvalda í framlagningu frumvarpsins, telur Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar afar mikilvægt að sveitarfélögin í landinu fái raunhæfan tíma til innleiðingar á nýju regluverki og þar með ákveðinn aðlögunarfrest. Jafnframt væri æskilegt að Persónuvernd myndi ráðast í átak í fræðslu og leiðbeiningum til handa sveitarfélögum, fyrirtækjum og stofnunum til að tryggja rétta innleiðingu laganna.
    2. Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar tekur undir sjónarmið Sambands íslenskra sveitarfélaga um sektarákvæði frumvarpsins sem sett voru fram í umsögn við frumvarpsdrögin 19. mars sl.
    "Sambandið telur mikilvægt að ekki sé gengið lengra við innleiðingu reglugerðarinnar en nauðsyn ber til. Bendir sambandið sérstaklega á sektargreiðslur í þessu sambandi. Það að innleiða mögulegar sektargreiðslur á hendur sveitarfélögum fyrir allt að 2,4 milljörðum króna getur haft veruleg og úrslitaáhrif á rekstur og afkomu sveitarfélaga. Telur sambandið með öllu óskiljanlegt af hverju gengið er jafn langt við innleiðingu sérstaklega í ljósi þess að reglugerðin leggur það alfarið í hendur ríkja hvort eigi yfir höfuð að innleiða sektir gagnvart opinberum aðilum og þá að hve miklu leyti. Sambandið bendir á að nokkur ríki, eins og t.d. Austurríki hafa ákveðið að sektir verði ekki felldar á opinbera aðila meðan lönd eins og Svíþjóð ætla að fella mun lægri sektir á opinbera aðila en það hámark sem fram kemur í reglugerðinni. Mikilvægt er að hafa í huga að rekstur sveitarfélaga og annarra opinberra aðila sem sinna lögboðinni þjónustu er allt annars eðlis heldur en rekstur á markaðsforsendum. Ljóst er að greiðsla sekta verður ekki sótt annars staðar en af skatttekjum sveitarfélagsins sem þýðir almennt minna fjármagn til að sinna lögbundinni þjónustu eins og rekstri grunnskóla og veitingu félagsþjónustu eða hærri innheimtu skatta og gjalda. Telur sambandið mun eðlilegra að áfram verði um að ræða heimildir Persónuverndar til að krefja opinbera aðila um breytingu á framkvæmd og ferlum og aukið samráðsferli á milli ábyrgðaraðila og Persónuverndar enda em slík úrræði til þess fallin að ná markmiðum laganna. Sé það mat löggjafans að sektir séu nauðsynlegar þá þurfi það hið minnsta að vera mun lægri en í tilvikum aðila sem reka þjónustu á markaðsforsendum. Telur sambandið afar mikilvægt að þessi heimild sé skoðuð vandlega og afleiðingar hennar metnar enda stjórnvaldssektir þess eðlis að eingöngu þarf að sýna fram á brot á reglum en ekki þarf að sýna fram á ásetning eða gáleysi, né að tjón hafi orðið."
    Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar bendir jafnframt á að engar heimildir til dagsekta er að finna í nýjum persónuverndarlögum í Danmörku og Noregi, ólíkt 45. grein frumvarps til nýrra persónuverndarlaga á Íslandi. Eðlilegt er að líta til fordæmis þessara nágrannaþjóða okkar í þessum efnum.
    3. Gildistaka nýrra persónuverndarlaga hefur mikil og víðtæk áhrif og ljóst að samhliða þarf að endurskoða fjölmörg ákvæði annarra laga til að tryggja skýrleika lagaheimilda. Má þar til að mynda nefna samræmingu á persónuverndarlögum og barnaverndarlögum til að tryggja að ný persónuverndarlög verði ekki vinnslu barnaverndarmála til trafala. Tekur Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar í þessum efnum undir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 19. mars sl.
    "Eins telur sambandið nauðsynlegt að skoða hvort setja þurfi sérlög eða heimildir á sviðum þar sem unnið er með mikið af viðkvæmum persónuupplýsingum eins og í vinnurétti. Þá þurfi að skoða vandlega hvort gildandi lagaheimildir til vinnslu persónuupplýsinga séu nægjanlegar fyrir starfsemi sveitarfélaga eins og í grunnskólum, leikskólum og í félagsþjónustu til að tryggja að lögin geti komið til framkvæmda. Enda ljóst að sveitarfélög verða mjög gagnrýnin við að afhenda gögn utan þeirra nema skýr lagaheimild sé fyrir hendi af ótta við boðuð viðurlög."
    Bókun fundar Afgreiðsla 829. fundar byggðarráðs staðfest á 370. fundi sveitarstjórnar 20. júni 2018 með sjö atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 829 Lögð fram til kynningar umsögn IOGT á Íslandi um frumvarp um breytingu á lögum um verslun með áfengi og tóbak, lögum um aukatekjur ríkissjóðs, áfengislögum og lögum um gjald af áfengi og tóbaki, með síðari breytingum (smásala áfengis). 148. löggjafarþing 2017-2018. Þingskjal 389 - 287. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 829. fundar byggðarráðs staðfest á 370. fundi sveitarstjórnar 20. júni 2018 með sjö atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 829 Lagður fram til kynningar ársreikningur Menningarseturs Skagfirðinga fyrir árið 2017. Bókun fundar Afgreiðsla 829. fundar byggðarráðs staðfest á 370. fundi sveitarstjórnar 20. júni 2018 með sjö atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 829 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 5. júní 2018 frá Landsneti hf. þar sem kynnt er að Landsnet hf. hefur sett í opið kynningarferli tillögu að kerfisáætlun um uppbyggingu flutningskerfis raforku á Íslandi fyrir tímabilið 2018-2027. Bókun fundar Afgreiðsla 829. fundar byggðarráðs staðfest á 370. fundi sveitarstjórnar 20. júni 2018 með sjö atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 829 Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar Farskólans - miðstöðvar símenntunar, frá 30. apríl 2018. Bókun fundar Afgreiðsla 829. fundar byggðarráðs staðfest á 370. fundi sveitarstjórnar 20. júni 2018 með sjö atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 829 Lögð fram til kynningar fundargerð 30. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra frá 22. maí 2018. Bókun fundar Afgreiðsla 829. fundar byggðarráðs staðfest á 370. fundi sveitarstjórnar 20. júni 2018 með sjö atkvæðum.

43.Félags- og tómstundanefnd - 255

Málsnúmer 1806005FVakta málsnúmer

Fundargerð 255. fundar félags- og tómstundanefndar lögð fram til afgreiðslu á 370. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerðin samþykkt með sjö atkvæðum.
Jóhanna Ey Harðardóttir og Sveinn Þ. Finnster Úlfarsson fulltrúar L-lista óska bókað að þau taki ekki þátt í afgreiðslu fundargerðarinnar þar sem framboðið er nýtt í sveitarstjórn.
  • Félags- og tómstundanefnd - 255 Lögð fram beiðni frá Arnþrúði Heimisdóttur um styrk til að halda leikjanámskeið fyrir börn í Fljótum. Félags- og tómstundanefnd samþykkir kr 100.000, - styrk til verkefnisins. Bókun fundar Afgreiðsla 255. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 370. fundi sveitarstjórnar 20. júni 2018 með sjö atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 255 Félags- og tómstundanefnd ákveður að styðja við framkvæmd Landsmóts UMFÍ og Landsmóts UMFÍ 50 með því að veita 200 kr afslátt af aðgangseyri að sundlaugum sveitarfélagsins fyrir alla fullorðna einstaklinga 18 ára og eldri dagana 12. - 15. júlí n.k. Bókun fundar Afgreiðsla 255. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 370. fundi sveitarstjórnar 20. júni 2018 með sjö atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 255 Lagðar fram þrjár umsóknir og niðurstaða færð í trúnarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 255. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 370. fundi sveitarstjórnar 20. júni 2018 með sjö atkvæðum.

44.Landbúnaðarnefnd - 199

Málsnúmer 1806008FVakta málsnúmer

Fundargerð 199. fundar landbúnaðarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 370. fundi sveiatarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð.
Til máls tóku Sveinn Þ. Finnster Úlfarsson, Stefán Vagn Stefánsson, Sveinn Þ. Finnster Úlfarsson og Ásta Pálmadóttir.
Fundargerðin samþykkt með sjö atkvæðum.
Jóhanna Ey Harðardóttir og Sveinn Þ. Finnster Úlfarsson fulltrúar L-lista óska bókað að þau taki ekki þátt í afgreiðslu fundargerðarinnar þar sem framboðið er nýtt í sveitarstjórn.
  • Landbúnaðarnefnd - 199 Lögð fram umsókn um leyfi til búfjárhalds frá Birni Mikalessyni, kt. 170150-4149, dagsett 23. apríl 2018. Sótt er um leyfi fyrir 10 landnámshænur á lóð Birkihlíðar 37, Sauðárkróki.
    Landbúnaðarnefnd samþykkir leyfi fyrir framangreindum fjölda fiðurfjár. Minnt er á að hanar eru ekki leyfðir í þéttbýli skv. 2.gr. samþykktar um búfjárhald í þéttbýli í Sveitarfélaginu Skagafirði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 199. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 370. fundi sveitarstjórnar 20. júni 2018 með sjö atkvæðum.
  • 44.2 1710083 Girðingamál
    Landbúnaðarnefnd - 199 Rætt um girðingarmál við Sauðárkrók. Gert hefur verið samkomulag við Fjallskilasjóð Sauðárkróks um viðhald girðinga til að koma í veg fyrir rennsli sauðfjár inn í Sauðárkrók. Bókun fundar Afgreiðsla 199. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 370. fundi sveitarstjórnar 20. júni 2018 með sjö atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 199 Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Vestur-Fljóta fyrir árið 2016. Bókun fundar Afgreiðsla 199. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 370. fundi sveitarstjórnar 20. júni 2018 með sjö atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 199 Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Hegraness fyrir árið 2017. Bókun fundar Afgreiðsla 199. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 370. fundi sveitarstjórnar 20. júni 2018 með sjö atkvæðum.

45.Umhverfis- og samgöngunefnd - 139

Málsnúmer 1806006FVakta málsnúmer

Fundargerð 139. fundar umhverfis- og samgöngunefndar lögð fram til afgreiðslu á 370. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerðin samþykkt með sjö atkvæðum.
Jóhanna Ey Harðardóttir og Sveinn Þ. Finnster Úlfarsson fulltrúar L-lista óska bókað að þau taki ekki þátt í afgreiðslu fundargerðarinnar þar sem framboðið er nýtt í sveitarstjórn.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 139 Lögð var fyrir fundinn bókun Skipulags- og bygginganefndar frá 5. júní sl. vegna umsóknar um framkvæmdaleyfi vegna dýpkunar í Sauðárkrókshöfn.
    Bókunin er svohljóðandi;

    "Indriði Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðrar dýpkunar í Sauðárkrókshöfn Annars vegar er um að ræða snúningshring innan hafnarinnar og hinsvegar dýpkun við enda sandfangara. Samtals er um að ræða 61 þúsund rúmmetra efnisdýpkun. Af því eru um 14 þúsund rúmmetrar notaðir í landfyllingu á hafnarsvæðinu en um 47 þúsund rúmmetrum verður fargað á áður notaðan förgunarstað í hafinu. Niðurstaða skipulags- og byggingarfulltrúa er að umbeðin framkvæmd skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að umbeðið framkvæmdaleyfi verði veitt."

    Þessi bókun nefndarinnar var staðfest á fundi Sveitarstjórnar þann 6. júní sl.

    Umhverfis- og samgöngunefnd felur sviðsstjóra að bjóða verkið út í samvinnu við Siglingasvið Vegagerðarinnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 139. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 370. fundi sveitarstjórnar 20. júní 2018 með sjö atkvæðum.

46.Kosning forseta sveitarstjórnar 2018

Málsnúmer 1804173Vakta málsnúmer

Kosning forseta sveitarstjórnar til eins árs.
Bjarni Jónsson bar upp tillögu um Regínu Valdimarsdóttur sem forseta sveitarstjórnar.
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og telst hún því rétt kjörinn.

47.Kosning fyrsta varaforseta sveitarstjórnar 2018

Málsnúmer 1804174Vakta málsnúmer

Kosning fyrsta varaforseta sveitarstjórnar til eins árs.
Bjarni Jónsson bar upp tillögu um Laufeyju Kristínu Skúladóttur sem fyrsta varaforseta.
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og telst hún því rétt kjörin.

48.Kosning annars varaforseta sveitarstjórnar 2018

Málsnúmer 1804175Vakta málsnúmer

Kosning annars varaforseta sveitarstjórnar til eins árs.
Bjarni Jónsson bar upp tillögu um Jóhönnu Ey Harðardóttur sem annan varaforseta sveitarstjórnar.
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og telst hún því rétt kjörin.

49.Kosning skrifara sveitarstjórnar 2018

Málsnúmer 1804176Vakta málsnúmer

Kosning skrifara sveitarstjórnar. Tveir aðalmenn og tveir til vara til eins árs.
Forseti bar upp tillögu um skrifara sveitarstjórnar, aðalmenn og varamenn þeirra í sömu röð.
Aðalmenn: Ingibjörg Huld Þórðardóttir og Gísli Sigurðsson.
Varamenn: Bjarni Jónsson og Álfhildur Leifsdóttir.
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þau því rétt kjörin.
Þegar hér var komið í dagskrá fundarins lét Bjarni Jónsson af stjórn fundarins og afhenti stjórnina til Regínu Valdimarsdóttur nýkjörins forseta sveitarstjórnar sem þakkaði traustið sem henni væri sýnt með kjörinu.

50.Kosning í byggðarráð 2018

Málsnúmer 1804177Vakta málsnúmer

Kosning fulltrúa í byggðarráð til eins árs í senn. Þrír aðalmenn og þrír til vara.
Forseti bar upp tillögu um fulltrúa í byggðarráð, aðalmenn og varamenn þeirra í sömu röð.
Aðalmenn: Stefán Vagn Stefánsson, Gísli Sigurðsson og Bjarni Jónsson.
Varamenn: Ingibjörg Huld Þórðardóttir, Regína Valdimarsdóttir og Álfhildur Leifsdóttir.
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þau því rétt kjörin.

51.Kjör formanns og varaformanns byggðarráðs 2018

Málsnúmer 1804179Vakta málsnúmer

Kosning formanns og varaformanns í byggðarráð til eins árs.
Forseti bar fram tillögu um Stefán Vagn Stefánsson sem formann og Gísla Sigurðsson sem varaformann og til vara í sömu röð Ingibjörgu Huld Þórðardóttur og Regínu Valdimarsdóttur.
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þau því rétt kjörin.

Fundi slitið - kl. 17:27.