Fara í efni

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar

199. fundur 08. júní 2018 kl. 10:00 - 10:51 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Haraldur Þór Jóhannsson formaður
  • Jóhannes H Ríkharðsson varaform.
  • Valdimar Óskar Sigmarsson ritari
  • Guðný Herdís Kjartansdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Arnór Gunnarsson starfsmaður landbúnaðarnefndar
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Umsókn um búfjárleyfi

Málsnúmer 1804152Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um leyfi til búfjárhalds frá Birni Mikalessyni, kt. 170150-4149, dagsett 23. apríl 2018. Sótt er um leyfi fyrir 10 landnámshænur á lóð Birkihlíðar 37, Sauðárkróki.
Landbúnaðarnefnd samþykkir leyfi fyrir framangreindum fjölda fiðurfjár. Minnt er á að hanar eru ekki leyfðir í þéttbýli skv. 2.gr. samþykktar um búfjárhald í þéttbýli í Sveitarfélaginu Skagafirði.

2.Girðingamál

Málsnúmer 1710083Vakta málsnúmer

Rætt um girðingarmál við Sauðárkrók. Gert hefur verið samkomulag við Fjallskilasjóð Sauðárkróks um viðhald girðinga til að koma í veg fyrir rennsli sauðfjár inn í Sauðárkrók.

3.Ársreikningur 2016 Fjallsk.sjóður Vestur Fljóta

Málsnúmer 1806040Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Vestur-Fljóta fyrir árið 2016.

4.Ársreikningur 2017 Fjallsk.sjóður Hegraness

Málsnúmer 1806041Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Hegraness fyrir árið 2017.
Haraldur Þór Jóhannsson formaður landbúnaðarnefndar þakkaði nefndarmönnum og starfsmanni landbúnaðarnefndar fyrir gott samstarf á liðnu kjörtímabili í fundarlok.

Fundi slitið - kl. 10:51.