Fara í efni

Sveitarstjórn Skagafjarðar

16. fundur 23. ágúst 2023 kl. 16:30 - 16:50 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson 1. varaforseti
  • Hrund Pétursdóttir aðalm.
  • Sigurður Bjarni Rafnsson varam.
    Aðalmaður: Hrefna Jóhannesdóttir
  • Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir forseti
  • Guðlaugur Skúlason aðalm.
  • Jóhanna Ey Harðardóttir aðalm.
  • Sveinn Þ. Finster Úlfarsson aðalm.
  • Álfhildur Leifsdóttir aðalm.
  • Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir 2. varaforseti
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
  • Helga Sigurrós Bergsdóttir stjórnsýsluritari
Fundargerð ritaði: Helga Sigurrós Bergsdóttir stjórnsýsluritari
Dagskrá
Í upphafi fundar fór forseti þess á leit við fundarmenn að taka fyrir með afbrigðum mál nr: 2308113 sem verður liður nr 1, mál 2308112 verður liður nr 2 og mál 2301117 sem verður liður nr 8.
Samþykkt samhljóða.

1.Kjör forseta og varaforseta sveitarstjórnar 2023

Málsnúmer 2308113Vakta málsnúmer

Kosning forseta og varaforseta sveitarstjórnar. Forseti bar upp eftirfarandi tillögu:
Forseti: Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir.
Fyrsti varaforseti: Einar E Einarsson
Annar varaforseti: Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir

Aðrar tilnefningar komu ekki fram og teljast þau því rétt kjörin.

2.Kosning í byggðarráð 2023 ásamt kjöri formanns og varaformanns.

Málsnúmer 2308112Vakta málsnúmer

Kosning fulltrúa í byggðarráð til eins árs í senn. Þrír aðalmenn og þrír til vara, ásamt áheyrnarfulltrúa og varamanni. Forseti bar upp tillögu um fulltrúa í byggðarráð, aðalmenn og varamenn þeirra í sömu röð.

Aðalmenn: Einar E Einarsson, Gísli Sigurðsson og Álfhildur Leifsdóttir.
Áheyrnarfulltrúi Jóhanna Ey Harðardóttir.
Varamenn: Hrund Pétursdóttir, Sólborg S Borgarsdóttir og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir.
Varamaður áheyrnarfulltrúa: Sveinn Þ. Finster Úlfarsson.
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þau því rétt kjörin.

Einnig bar forseti upp tillögu um Einar E Einarsson sem formann byggðarráðs og Sólborgu Borgarsdóttur sem varaformann í byggðarráð.
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þau því rétt kjörin.

3.Byggðarráð Skagafjarðar - 58

Málsnúmer 2308004FVakta málsnúmer

Fundargerð 58. fundar byggðarráðs frá 16. ágúst 2023 lögð fram til afgreiðslu á 16. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • 3.1 2307075 Strandveiðar
    Byggðarráð Skagafjarðar - 58 Lögð fram ályktun Drangeyjar - smábátafélags Skagafjarðar, um stöðvun strandveiða 2023.
    Byggðarráð Skagafjarðar tekur undir með Drangey - smábátafélagi Skagafjarðar, að ólíðandi er að veiðitími sé með skyndilegri stöðvun tekinn af strandveiðisjómönnum á Norðurlandi þriðja árið í röð vegna þess að potturinn er búinn áður en verðmætasti fiskurinn kemur norður fyrir land. Það er grundvallaratriði að jafnrétti verði aukið á milli byggðarlaga, tækifæri jöfnuð til að sækja í þann heildarpott sem úthlutað er til strandveiða og takmörkuðum gæðum þannig skipt á réttlátari hátt á milli svæða en nú er. Mikilvægt er að Alþingi endurskoði núverandi fyrirkomulag með framangreint í að markmiði.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að bókun byggðarráðs verði gerð að bókun sveitarstjórnar, svohljóðandi:'

    "Lögð fram ályktun Drangeyjar - smábátafélags Skagafjarðar, um stöðvun strandveiða 2023. Sveitarstjórn Skagafjarðar tekur undir með Drangey - smábátafélagi Skagafjarðar, að ólíðandi er að veiðitími sé með skyndilegri stöðvun tekinn af strandveiðisjómönnum á Norðurlandi þriðja árið í röð vegna þess að potturinn er búinn áður en verðmætasti fiskurinn kemur norður fyrir land. Það er grundvallaratriði að jafnrétti verði aukið á milli byggðarlaga, tækifæri jöfnuð til að sækja í þann heildarpott sem úthlutað er til strandveiða og takmörkuðum gæðum þannig skipt á réttlátari hátt á milli svæða en nú er. Mikilvægt er að Alþingi endurskoði núverandi fyrirkomulag með framangreint í að markmiði.
    Samþykkt samhljóða.

    Afgreiðsla 58. fundar byggðarráðs staðfest á 16. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 58 Lagt fram erindi frá stjórn Norðurár bs þess efnis að sveitarfélagið veiti byggðasamlaginu einfalda ábyrgð á allt að 170 milljón króna láni frá Lánasjóði sveitarfélaga til að fjármagna stækkun urðunarstaðarins í Stekkjarvík.
    Byggðarráð Skagafjarðar vísar málinu til sveitarstjórnar og leggur til að hún samþykki eftirfarandi bókun:
    Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð vegna lántöku Norðurár bs hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð allt að 170.000.000 kr. til allt að 16 ára. Er ábyrgð þessi veitt sbr. heimild í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og er hún óskipt (in solidum) gagnvart kröfuhafa, en innbyrðis skiptist hún í hlutfalli við eignarhluti í Norðurá bs. Til tryggingar ábyrgðinni standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Er lánið tekið til gerðar urðunarstaðarins Stekkjarvíkur við Sölvabakka sem fellur undir lánshæf verkefni sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
    Sveitarstjórn Skagafjarðar skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Norðurár bs. til að breyta ekki ákvæði samþykkta Norðurár bs sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila.
    Fari svo að Skagafjörður selji eignarhlut í Norðurá bs. til annarra opinberra aðila, skuldbindur sveitarfélagið Skagafjörður sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta.
    Jafnframt er Sigfúsi Inga Sigfússyni, sveitarstjóra veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að staðfesta f.h. Skagafjarðar veitingu ofangreindrar ábyrgðar og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast veitingu tryggingar þessarar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr 6 Lántaka Norðurár bs. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 58 Lagt fram erindi, dags. 2. ágúst 2023, frá ADHD samtökunum þar sem þau óska eftir samstarfi við sveitarfélagið Skagafjörð og styrk að upphæð allt að 250 þúsund krónur til að auka fræðslu og þjónustu í sveitarfélaginu um ADHD og fyrir fólk með ADHD. Fram kemur í erindinu að útibúi á vegum samtakanna séu starfrækt á Akureyri, Vestmannaeyjum, Vesturlandi, Austurlandi, Suðurlandi og á Suðurnesjum.
    Byggðarráð getur ekki orðið við erindinu að þessu sinni og samþykkir að synja því.
    Bókun fundar Afgreiðsla 58. fundar byggðarráðs staðfest á 16. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 58 Innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 139/2023, „Drög að húsnæðisstefnu til fimmtán ára og aðgerðaráætlun til fimm ára (hvítbók um húsnæðismál)“. Umsagnarfrestur er til og með 04.09. 2023. Málið var áður á dagskrá 57. fundar byggðarráðs Skagafjarðar.
    Byggðarráð Skagafjarðar fagnar drögum að húsnæðisstefnu, framtíðarsýn og markmiðum. Áherslur á aukið framboð á hagkvæmum íbúðum með viðráðanlegum húsnæðiskostnaði fyrir fólk undir tilteknum tekju- og eignamörkum á sama tíma og horft er til áherslna sem geta aukið flækjustig og haft hærri kostnað í för með sér, samanber strangar kröfur til byggingarefna og lífsferilsgreininga fyrir byggingar, ríma þó líklega ekki saman. Byggðarráð lýsir sig aftur á móti sérstaklega sammála aðgerðum sem ætlað er að ýta undir að íbúðum í þéttbýli sem ekki eru nýttar til fastrar búsetu verði frekar nýttar sem slíkar í framtíðinni, meiri skilvirkni hlutdeildarlána, endurskoðun og einföldun ferla í skipulags- og byggingarmálum þegar kemur að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis, aukinni réttindavernd neytenda vegna byggingargalla og auknum áherslum á aðgengi fyrir alla, svo nokkur atriði séu nefnd.
    Byggðarráð vekur jafnframt athygli á því að víðast hvar á landsbyggðinni eru íbúðarhús byggð af einstaklingum eða íbúðafélögum, þar sem ekki er verktökum til að dreifa sem eru í þeirri starfsemi að byggja íbúðir til sölu. Horfa þarf sérstaklega til aukinna hvata til að stuðla að fjölgun íbúða sem verktakar byggja á eigin ábyrgð til endursölu og/eða að hafa það einfalt fyrir einstaklinga að semja um hlutdeildarlán á þeim svæðum þar sem verktakar eru ekki leiðandi afl í byggingu slíkra húsa.
    Bókun fundar Afgreiðsla 58. fundar byggðarráðs staðfest á 16. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2023 með níu atkvæðum.

4.Skipulagsnefnd - 30

Málsnúmer 2308007FVakta málsnúmer

Fundargerð 30. fundar skipulagsnefndar frá 16. júní 2023 lögð fram til afgreiðslu á 16. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulagsnefnd - 30 Phd. Ragnar Kristjánsson Raforkuverkfræðingur, lektor við Háskólann í Reykjavík kynnir greinargerð sem hann vann fyrir skipulagsnefnd Skagafjarðar um mögulegar strenglagnir í Blöndulínu 3.

    Gestir á fundinum voru einnig eftirfarandi fulltrúar úr Sveitarstjórn Skagafjarðar sem var boðið að sitja fund Skipulagsnefndar: Guðlaugur Skúlason, Einar E. Einarsson, Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir, Hrefna Jóhannesdóttir, Hrund Pétursdóttir, Jóhanna Ey Harðardóttir, Sveinn Úlfarsson og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir.

    Skipulagsnefnd þakkar Ragnari Kristjánssyni fyrir góða kynningu og yfirferð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 30. fundar skipulagnefndar staðfest á 16. fundi sveitarstjórnar 23. ágúst með níu atkvæðum.

5.Umhverfis- og samgöngunefnd - 16

Málsnúmer 2308003FVakta málsnúmer

Fundargerð 16. fundar umhverfis- og samgöngunefndar frá 16. júní 2023 lögð fram til afgreiðslu á 16. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti, kynnti fundargerð. Sveinn Þ Finster Úlfarsson og Einar E Einarsson kvöddu sér hljóðs.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 16 Fyrir liggur tillaga frá verkfræðistofunni Stoð, Jóni Hauki Steingrímssyni frá Eflu verkfræðistofu og framkvæmdadeild Skagafjarðar að gerð mótfyllingar vegna hættu á jarðskriði neðan Brekkugötu á Sauðárkróki. Af öryggisástæðum þykir full ástæða til þess að tryggja það að hár kantur hlaupi ekki fram og valdi hættu á að mannvirki neðan við verði fyrir skemmdum. Þá liggur fyrir tillaga að því að fjarlægja lausan jarðveg ofan Lindargötu 15. Enn er verið að skoða möguleika á lausn við Skógargötu 6B.

    Steinn Leó Sveinsson sviðstjóri Veitu- og framkvæmdasviðs og Atli Gunnar Arnórsson frá Stoð fóru yfir lausnir og mat á kostnaði við nauðsynlegar framkvæmdir til að fyrirbyggja hrun og tjón á mannvirkjum. Svæðið hlýtir allt ákvæðum laga nr. 87/2015 um verndarsvæði í byggð en þar er tekið skýrt tekið fram að engar framkvæmdir eru heimilar nema að fengnu leyfi sveitastjórnar.

    Umhverfis- og samgöngunefnd vísar málinu til byggðarráðs og óskar eftir að framkvæmdirnar fái fjármögnun með viðauka við fjárhagsáætlun árins 2023 þannig að unnt sé að ráðast í þær síðsumars. Boðað verður til fundar með íbúum og eigendum þeirra húsa sem um ræðir.

    Atli Gunnar Arnórsson verkfræðingur frá verkfræðistofunni Stoð sat fundinn undir þessum lið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 16. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 16. fundi sveitarstjórnar 23. ágúst 2023 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 16 Vegagerðin hefur samþykkt að veita Skagafirði kr. 3.000.000,- styrk til vegagerðar af liðnum Styrkvegir í verkáætlun 2023 til verkefnisins styrkvegir í Skagafirði.
    Sótt var um styrk í alls tólf verkefni. Vegagerðin hefur veitt sveitarfélaginu heimild til að ákveða hvernig fjármununum verði varið. Lagt er fram skjal með tillögu Landbúnaðarnefndar að útdeilingum fjárheimildarinnar.

    Kolbeinsdalsafrétt, viðgerð á hættulegu vaði: 100 þ. kr. (verk síðan 2022 500 þ. kr.)
    Unadalsafrétt, verk síðan 2022: 700 þ. kr.
    Hrolleifsdalsafrétt, ræsagerð og lagfæringar: 500 þ. kr.
    Flókadalsafrétt, lagfæring á verstu köflum: 300 þ. kr.
    Þúfnavallaleið, árlegt viðhald: 200 þ. kr.
    Haugakvíslarvegur, lagfæring á verstu köflum: 300 þ. kr.
    Heiðarlandsvegur, ræsi og lagfæringar: 400 þ. kr.

    Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillögu landbúnaðarnefndar og felur Umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að annast eftirlit með framkvæmdinni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 16. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 16. fundi sveitarstjórnar 23. ágúst 2023 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 16 Framkvæmdir við lokun og uppgræðslu á hluta jarðvegstipps við Borgargerði hafa staðið yfir í sumar. Búið er að jafna yfirborð og sá í þann hluta. Búast má við áframhaldandi framkvæmdum á svæðinu á meðan það er fyllt upp. Í aðalskipulagi er þetta skilgreint sem opið svæði en unnið verður áfram að hugmyndum um frekari nýtingu svæðisins.

    Helga Gunnlaugsdóttir garðyrkjustjóri sat fundinn undir þessum lið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 16. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 16. fundi sveitarstjórnar 23. ágúst 2023 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 16 Áformað er að vinna áfram við lagningu fráveitu og tengingu niðurfalla á Strandvegi. Ekki verður hægt að ganga endanlega frá yfirborði svæðisins fyrr en að þessum verkþætti er lokið. Unnið verður áfram að fegrun og ásýnd bæjarins meðal annars með því að klára þetta svæði.

    Helga Gunnlaugsdóttir garðyrkjustjóri sat fundinn undir þessum lið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 16. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 16. fundi sveitarstjórnar 23. ágúst 2023 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 16 Umhverfisstofnun bendir fulltrúum náttúruverndarnefnda og starfsmönnum sveitarfélaga á að ársfundur náttúruverndarnefnda, Umhverfisstofnunar og forstöðumanna náttúrustofa verður haldinn á Ísafirði þann 12. október 2023. Umhverfisstofnun hvetur sem flesta til að taka daginn frá en fundurinn verður blandaður stað- og fjarfundur.

    Umhverfis- og samgöngunefnd hvetur starfsmenn og kjörna fulltrúa sem eiga þess kost að sitja ársfundinn að taka þátt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 16. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 16. fundi sveitarstjórnar 23. ágúst 2023 með níu atkvæðum.

6.Lántaka Norðurár bs.

Málsnúmer 2307155Vakta málsnúmer

Vísað frá 58. fundi byggðarráðs frá 16. ágúst sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:
"Lagt fram erindi frá stjórn Norðurár bs þess efnis að sveitarfélagið veiti byggðasamlaginu einfalda ábyrgð á allt að 170 milljón króna láni frá Lánasjóði sveitarfélaga til að fjármagna stækkun urðunarstaðarins í Stekkjarvík.
Byggðarráð Skagafjarðar vísar málinu til sveitarstjórnar og leggur til að hún samþykki eftirfarandi bókun:
Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð vegna lántöku Norðurár bs hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð allt að 170.000.000 kr. til allt að 16 ára. Er ábyrgð þessi veitt sbr. heimild í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og er hún óskipt (in solidum) gagnvart kröfuhafa, en innbyrðis skiptist hún í hlutfalli við eignarhluti í Norðurá bs. Til tryggingar ábyrgðinni standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Er lánið tekið til gerðar urðunarstaðarins Stekkjarvíkur við Sölvabakka sem fellur undir lánshæf verkefni sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Sveitarstjórn Skagafjarðar skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Norðurár bs. til að breyta ekki ákvæði samþykkta Norðurár bs sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila.
Fari svo að Skagafjörður selji eignarhlut í Norðurá bs. til annarra opinberra aðila, skuldbindur sveitarfélagið Skagafjörður sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta.
Jafnframt er Sigfúsi Inga Sigfússyni, sveitarstjóra veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að staðfesta f.h. Skagafjarðar veitingu ofangreindrar ábyrgðar og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast veitingu tryggingar þessarar."

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir hér með, með níu atkvæðum, að veita einfalda ábyrgð vegna lántöku Norðurár bs hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð allt að 170.000.000 kr. til allt að 16 ára. Er ábyrgð þessi veitt sbr. heimild í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og er hún óskipt (in solidum) gagnvart kröfuhafa, en innbyrðis skiptist hún í hlutfalli við eignarhluti í Norðurá bs. Til tryggingar ábyrgðinni standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Er lánið tekið til gerðar urðunarstaðarins Stekkjarvíkur við Sölvabakka sem fellur undir lánshæf verkefni sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Sveitarstjórn Skagafjarðar skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Norðurár bs. til að breyta ekki ákvæði samþykkta Norðurár bs sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila.
Fari svo að Skagafjörður selji eignarhlut í Norðurá bs. til annarra opinberra aðila, skuldbindur sveitarfélagið Skagafjörður sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta.
Jafnframt er Sigfúsi Inga Sigfússyni, sveitarstjóra veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að staðfesta f.h. Skagafjarðar veitingu ofangreindrar ábyrgðar og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast veitingu tryggingar þessarar."

7.Beiðni um tímabundna lausn frá nefndarstörfum

Málsnúmer 2301116Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Gísla Sigurðssyni dags. 17 ágúst sl. þar sem hann óskar eftir leyfi frá störfum fyrir sveitarfélagið í 8 mánuði.
Sveitarstjórn samþykkir með níu atkvæðum, að veita umbeðið leyfi frá 23. ágúst 2023 til og með 23. apríl 2024.

8.Endurtilnefning í sveitarstjórn og byggðarráð

Málsnúmer 2301117Vakta málsnúmer

Tilnefna þarf aðalmann í stað Gísla Sigurðssonar fulltrúa Sjálfstæðisflokks í sveitarstjórn og byggðarráð.
Forseti gerir tillögu um Guðlaug Skúlason sem aðalmann í sveitarstjórn og Sigurð Hauksson sem varamann í sveitarstjórn.
Sólborgu S. Borgarsdóttur sem aðalmann í byggðarráð og Guðlaug Skúlason sem varamann í byggðarráð.

Aðrar tilnefningar bárðust ekki og skoðast þau því rétt kjörin.

9.Endurtilnefning í nefndaskipan Framsóknarflokks

Málsnúmer 2308091Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá Einari E Einarssyni, dags 21. ágúst sl.

"Undirritaður óskar eftir tveimur breytingum í nefndarskipan Framsóknarflokks, og að þær verði teknar fyrir á næsta fundi sveitarstjórnar.
Sigurður Bjarni Rafnsson, aðalmaður í Atvinnu- menningar- og kynningarnefnd óskar eftir að hætta sem aðalmaður og í hans stað kemur Eyrún Sævarsdóttir.
Eyrún Sævarsdóttir, aðalmaður í Félags- og tómstundarnefnd óskar eftir að hætta og í hennar stað kemur Sigurður Bjarni Rafnsson.
Skipan varamanna er óbreytt í báðum nefndum.

Einar E Einarsson.

Sveitarstjórn Skagafjarðar sammþykkir umbeðnar breytingar.

10.Beiðni um breytingu á nefndarmanni í umhverfis- og samgöngunefnd

Málsnúmer 2308096Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dags. 20. ágúst sl. frá Sólborgu S Borgarsdóttur.

"Undirrituð óska eftir að breytingar á nefndaskipan sjálfstæðismanna í umhverfis- og samgöngunefnd verði teknar fyrir á næsta fundi sveitarstjórnar.
Sólborg S. Borgarsdóttir óskar eftir leyfi frá störfum aðalmanns í 8 mánuði, frá 23. ágúst 2023 til og með 23. apríl 2024. Nýr aðalmaður í hennar stað verður Guðlaugur Skúlason.
Elín Árdís Björnsdóttir verður áfram varamaður í nefndinni fyrir hönd sjálfstæðismanna."

Sólborg S Borgarsdóttir og Gísli Sigurðsson.

Samþykkt samhljóða með átta atkvæðum.

11.Byggðarráð Skagafjarðar - 55

Málsnúmer 2306031FVakta málsnúmer

55. fundargerð byggðarráðs frá 4. júlí sl lögð fram til kynningar á 16. fundi sveitarstjórnar 16. ágúst 2023

12.Byggðarráð Skagafjarðar - 56

Málsnúmer 2307005FVakta málsnúmer

56. fundargerð byggðarráðs frá 12. júlí sl lögð fram til kynningar á 16. fundi sveitarstjórnar 16. ágúst 2023

13.Byggðarráð Skagafjarðar - 57

Málsnúmer 2307012FVakta málsnúmer

57. fundargerð byggðarráðs frá 31. júlí sl lögð fram til kynningar á 16. fundi sveitarstjórnar 16. ágúst 2023

14.Fundagerðir Norðurár bs 2023

Málsnúmer 2301005Vakta málsnúmer

Fundasrgerð 111. fundar stjórnar Norðurár bs. lagður fram til kynningar á 16. fundi sveitarstjórnar 16. ágúst 2023

Fundi slitið - kl. 16:50.