Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd

16. fundur 18. ágúst 2023 kl. 13:00 - 15:00 að Borgarteigi 15, Sauðárkróki
Nefndarmenn
  • Hrefna Jóhannesdóttir formaður
  • Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir varaform.
  • Sveinn Þ. Finster Úlfarsson aðalm.
  • Hildur Þóra Magnúsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
  • Guðný Hólmfríður Axelsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Dagskrá

1.Nafir - ofanflóð - Skógargata, Brekkugata og Lindargata, rannsóknir 2022

Málsnúmer 2208146Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga frá verkfræðistofunni Stoð, Jóni Hauki Steingrímssyni frá Eflu verkfræðistofu og framkvæmdadeild Skagafjarðar að gerð mótfyllingar vegna hættu á jarðskriði neðan Brekkugötu á Sauðárkróki. Af öryggisástæðum þykir full ástæða til þess að tryggja það að hár kantur hlaupi ekki fram og valdi hættu á að mannvirki neðan við verði fyrir skemmdum. Þá liggur fyrir tillaga að því að fjarlægja lausan jarðveg ofan Lindargötu 15. Enn er verið að skoða möguleika á lausn við Skógargötu 6B.

Steinn Leó Sveinsson sviðstjóri Veitu- og framkvæmdasviðs og Atli Gunnar Arnórsson frá Stoð fóru yfir lausnir og mat á kostnaði við nauðsynlegar framkvæmdir til að fyrirbyggja hrun og tjón á mannvirkjum. Svæðið hlýtir allt ákvæðum laga nr. 87/2015 um verndarsvæði í byggð en þar er tekið skýrt tekið fram að engar framkvæmdir eru heimilar nema að fengnu leyfi sveitastjórnar.

Umhverfis- og samgöngunefnd vísar málinu til byggðarráðs og óskar eftir að framkvæmdirnar fái fjármögnun með viðauka við fjárhagsáætlun árins 2023 þannig að unnt sé að ráðast í þær síðsumars. Boðað verður til fundar með íbúum og eigendum þeirra húsa sem um ræðir.

Atli Gunnar Arnórsson verkfræðingur frá verkfræðistofunni Stoð sat fundinn undir þessum lið.

2.Styrkvegasjóður 2023

Málsnúmer 2212108Vakta málsnúmer

Vegagerðin hefur samþykkt að veita Skagafirði kr. 3.000.000,- styrk til vegagerðar af liðnum Styrkvegir í verkáætlun 2023 til verkefnisins styrkvegir í Skagafirði.
Sótt var um styrk í alls tólf verkefni. Vegagerðin hefur veitt sveitarfélaginu heimild til að ákveða hvernig fjármununum verði varið. Lagt er fram skjal með tillögu Landbúnaðarnefndar að útdeilingum fjárheimildarinnar.

Kolbeinsdalsafrétt, viðgerð á hættulegu vaði: 100 þ. kr. (verk síðan 2022 500 þ. kr.)
Unadalsafrétt, verk síðan 2022: 700 þ. kr.
Hrolleifsdalsafrétt, ræsagerð og lagfæringar: 500 þ. kr.
Flókadalsafrétt, lagfæring á verstu köflum: 300 þ. kr.
Þúfnavallaleið, árlegt viðhald: 200 þ. kr.
Haugakvíslarvegur, lagfæring á verstu köflum: 300 þ. kr.
Heiðarlandsvegur, ræsi og lagfæringar: 400 þ. kr.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillögu landbúnaðarnefndar og felur Umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að annast eftirlit með framkvæmdinni.

3.Jarðvegstippur við Borgargerði

Málsnúmer 1908139Vakta málsnúmer

Framkvæmdir við lokun og uppgræðslu á hluta jarðvegstipps við Borgargerði hafa staðið yfir í sumar. Búið er að jafna yfirborð og sá í þann hluta. Búast má við áframhaldandi framkvæmdum á svæðinu á meðan það er fyllt upp. Í aðalskipulagi er þetta skilgreint sem opið svæði en unnið verður áfram að hugmyndum um frekari nýtingu svæðisins.

Helga Gunnlaugsdóttir garðyrkjustjóri sat fundinn undir þessum lið.

4.Strandvegur, Borgargerði - Hegrabraut, - frágangur opinna svæða

Málsnúmer 2105112Vakta málsnúmer

Áformað er að vinna áfram við lagningu fráveitu og tengingu niðurfalla á Strandvegi. Ekki verður hægt að ganga endanlega frá yfirborði svæðisins fyrr en að þessum verkþætti er lokið. Unnið verður áfram að fegrun og ásýnd bæjarins meðal annars með því að klára þetta svæði.

Helga Gunnlaugsdóttir garðyrkjustjóri sat fundinn undir þessum lið.

5.Ársfundur náttúruverndarnefnda 2023

Málsnúmer 2307026Vakta málsnúmer

Umhverfisstofnun bendir fulltrúum náttúruverndarnefnda og starfsmönnum sveitarfélaga á að ársfundur náttúruverndarnefnda, Umhverfisstofnunar og forstöðumanna náttúrustofa verður haldinn á Ísafirði þann 12. október 2023. Umhverfisstofnun hvetur sem flesta til að taka daginn frá en fundurinn verður blandaður stað- og fjarfundur.

Umhverfis- og samgöngunefnd hvetur starfsmenn og kjörna fulltrúa sem eiga þess kost að sitja ársfundinn að taka þátt.

Fundi slitið - kl. 15:00.