Fara í efni

Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga

11. fundur 31. október 2019 kl. 15:00 - 16:30 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson aðalm.
  • Gunnsteinn Björnsson aðalm.
  • Björg Baldursdóttir aðalm.
  • Jóhanna Ey Harðardóttir varam.
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Dagskrá

1.Bílaplan KS stækkun

Málsnúmer 1903214Vakta málsnúmer

Gengið hefur verið frá samningum við KS um gatnagerðar- og byggingarleyfisgjald. Jafnframt liggja fyrir drög að lóðarleigusamningi. Samningurinn samþykktur samhljóða.
Jóhanna Ey Harðardóttir fulltrúi Byggðalistans óskar bókað: Þær breytingar sem standa nú yfir á bílaplani gamla KS nú Olís/Grill 66 eru að mínu mati ekki samkvæmt núverandi deiluskipulagi sem gert var árið 1997, því tel ég að samkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010 hefði átt að auglýsa eða kynna þær breytingar er standa nú yfir á bílaplani við gamla KS nú Olís og Grill 66.

2.Lóðaleiga í Varmahlíð 2019

Málsnúmer 1910237Vakta málsnúmer

Yfirlit álagningu lóðarleigu 2019 lagt fram til kynningar.

3.Mat á heitavatnsréttindum

Málsnúmer 1910238Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla Sveinbjörns Björnssonar um hugsanlegt verðmat heitavatnsréttinda í landi Reykjarhóls og Varmahlíðar.
Stjórn samþykkir að óska eftir að ræða skýrsluna og drög að fyrirliggjandi kaupsamningi um sölu á eign Menningarseturs Skagfirðinga, fyrir byggðarráði.

Fundi slitið - kl. 16:30.