Fara í efni

Mat á heitavatnsréttindum

Málsnúmer 1910238

Vakta málsnúmer

Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga - 11. fundur - 31.10.2019

Lögð fram skýrsla Sveinbjörns Björnssonar um hugsanlegt verðmat heitavatnsréttinda í landi Reykjarhóls og Varmahlíðar.
Stjórn samþykkir að óska eftir að ræða skýrsluna og drög að fyrirliggjandi kaupsamningi um sölu á eign Menningarseturs Skagfirðinga, fyrir byggðarráði.

Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga - 14. fundur - 30.09.2020

Fyrir liggur skýrsla Sveinbjörns Björnssonar um mat á virði heitavatnsréttinda í Reykjarhólslandi. Stjórn samþykkir út frá skýrslunni að leggja til að heitavatnsréttindin verði metin á 25 milljónir króna.