Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

145. fundur 25. apríl 2008 kl. 13:00 - 14:00 í Ráðhúsinu
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Skarðseyri hafnarlóð 197575 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 0804083Vakta málsnúmer

Páll Pálsson veitustjóri f.h Skagafjarðarveitna sækir um leyfi til að byggja stjórntöfluhús vegna sjótöku á lóðinni. Meðfylgjandi er samþykki lóðarhafa Vegagerðar ríkisins. Meðfylgjandi aðaluppdrættir eru gerðir hjá Stoð ehf. verkfræðistofu Braga Þór Haraldssyni. Dagsettir 4. apríl 2008 ? verknúmer 3118 uppdrættir nr A-101 og A-102 Erindið samþykkt.

2.Flæðagerði 7

Málsnúmer 0804103Vakta málsnúmer

Á fundi Skipulags- og byggingarnefndar Skagafjarðar þann 5. mars 2008 var tekið fyrir erindi sem dagsett er 12. febrúar 2008 varðandi breytingar á hesthúsunum við Flæðagerði 7, 9 og 11. Samþykkt var að senda erindi út í grenndarkynningu. Öllum eigendum fasteigna við Flæðagerði var sent erindið. Aðeins barst svar frá hestamannafélaginu Léttfeta móttekið hjá byggingarfulltrúa 14. apríl 2008. Gísli Árnason áheyrnarfulltrúi vék af fundi við afreiðslu þessa máls. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir framlagða skipulagsbreytingu. Afgreiðsla byggingarleyfis bíður þar til frágengnir aðaluppdrættir liggja fyrir.

3.Flæðagerði 9

Málsnúmer 0804104Vakta málsnúmer

Á fundi Skipulags- og byggingarnefndar Skagafjarðar þann 5. mars 2008 var tekið fyrir erindi sem dagsett er 12. febrúar 2008 varðandi breytingar á hesthúsunum við Flæðagerði 7, 9 og 11. Samþykkt var að senda erindi út í grenndarkynningu. Öllum eigendum fasteigna við Flæðagerði var sent erindið. Aðeins barst svar frá hestamannafélaginu Léttfeta móttekið hjá byggingarfulltrúa 14. apríl 2008. Gísli Árnason áheyrnarfulltrúi vék af fundi við afreiðslu þessa máls. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir framlagða skipulagsbreytingu. Afgreiðsla byggingarleyfis bíður þar til frágengnir aðaluppdrættir liggja fyrir.

4.Flæðagerði 11

Málsnúmer 0804105Vakta málsnúmer

Á fundi Skipulags- og byggingarnefndar Skagafjarðar þann 5. mars 2008 var tekið fyrir erindi sem dagsett er 12. febrúar 2008 varðandi breytingar á hesthúsunum við Flæðagerði 7, 9 og 11. Samþykkt var að senda erindi út í grenndarkynningu. Öllum eigendum fasteigna við Flæðagerði var sent erindið. Aðeins barst svar frá hestamannafélaginu Léttfeta móttekið hjá byggingarfulltrúa 14. apríl 2008. Gísli Árnason áheyrnarfulltrúi vék af fundi við afreiðslu þessa máls. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir framlagða skipulagsbreytingu. Afgreiðsla byggingarleyfis bíður þar til frágengnir aðaluppdrættir liggja fyrir.

5.Reykir á Reykjaströnd ? Umsókn um framkvæmdaleyfi.

Málsnúmer 0804099Vakta málsnúmer

Jón S. Eiríksson kt. 080129-2469 sækir um leyfi til að gera sjóvarnargarð og lendingarbætur að Reykjum á Reykjaströnd samkvæmt fyrirliggjandi gögnum gerðum af Stoð ehf. Braga Þór Haraldssyni dagsett 15. apríl 2008. Fyrir liggur samþykki meðeigenda Jóns að Reykjum. Skila þarf inn uppdráttum sem sýna fyrirhugaðan viðlegukant og smábátahöfn. Framkvæmdaleyfi samþykkt.

6.Ný veglína um Kjöl

Málsnúmer 0801058Vakta málsnúmer

Byggðarráð óskar umsagnar Skipulags- og byggingarnefndar á erindi frá Norðurvegi ehf., félags um uppbyggingu heilsársvegar yfir Kjöl. Bókun skipulags- og byggingarnefndar er eftirfarandi: Skipulags- og byggingarnefnd vill benda á að í gildi er samgönguáætlun þar sem megin áherslur sveitarfélagsins hafa verið á bættar samgöngur til vesturs um Þverárfjall og austurs með göngum frá Hjaltadal til Eyjafjarðar. Fyrirhuguð veglína er ekki í þeim drögum sem liggja til grundvallar Aðalskipulagi Skagafjarðar enda styttir hún ekki vegalengdir úr Skagafirði til Reykjavíkur eða Akureyrar nema fyrir mjög lítinn hluta íbúanna. Nefndin vill jafnframt benda á að núverandi þjóðvegur 1 er engan veginn ásættanlegur að gæðum fyrir þá umferð sem um hann fer í dag. Fyrirhugaður hálendisvegur mun heldur ekki leysa Þjóðveg 1 af nema að litlum hluta og því telur nefndin mikilvægt að bygging fyrirhugaðs hálendisvegar komi ekki niður á nauðsynlegum endurbótum og uppbyggingu á núverandi þjóðvegi 1 og þeim vegstyttingum, sem fyrirhugaðar hafa verið á honum. Auk þessa óskar Gísli Árnason bókað: Undirritaður telur fyrirliggjandi hugmyndir um byggingu heilsársvegar yfir Kjöl með öllu óásættanlegar. Fyrirhuguð veglína liggur í gegn um Guðlaugstungur, sem friðlýstar voru árið 2005. Það eitt og sér útilokar þessa framkvæmd. Ennfremur má benda á að meirihluti vegarins er í yfir 500 metra hæð yfir sjávarmáli, sem ætla má að takmarki mjög gildi hans sem heilsársvegar. Gísli Árnason

7.Hofsós - deiliskipulag við Suðurbraut

Málsnúmer 0804106Vakta málsnúmer

Deiliskipulagstillagan hefur verið auglýst samkvæmt skipulags- og byggingarlögum. Frestur til að skila athugasemdum rann út í gær, 24. apríl. Engar athugasemdir hafa borist. Skipulags- og byggingarnefnd heimilar jarðvinnuframkvæmdir við sundlaugina á grundvelli útboðs þar um hafi engar athugasemdir borist skipulags- og byggingarfulltrúa fyrir 28. apríl nk.

Fundi slitið - kl. 14:00.