Fara í efni

Ný veglína um Kjöl

Málsnúmer 0801058

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 420. fundur - 31.01.2008

Lagt fram erindi frá Norðurvegi ehf þar sem óskað eftir umsögn sveitarfélagsins um hugmyndir að nýrri veglínu sem félagið hefur látið hanna um Kjöl, þar sem farið er frá Gullfossi í suðri, austur fyrir Bláfell, yfir Svörtutungur, um Eyvindarstaðaheiði, um Goðdalafjall og niður í Skagafjörð í norðri. Sjá kynningarefni á nordurvegur.is. Byggðarráð samþykkir að leita álits skipulags- og bygginganefndar, landbúnaðarnefndar, Félags ferðaþjónustunnar í Skagafirði, Náttúrverndarsamtaka í Skagafirði, Náttúrustofu Nl. vestra, fyrirtækja í flutningastarfsemi og framleiðslu í Skagafirði. Aðrir áhugasamir aðilar sem hafa áhuga á eða telja sig hafa hagsmuna að gæta geta sett sig í samband við sveitarstjóra.

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar - 133. fundur - 18.04.2008

Umsögn um Norðurveg. Landbúnaðarnefnd bendir á að fyrirhuguð veglína frá Gullfossi að Silfrastöðum liggur í gegnum bæði afréttarlönd og heimalönd bænda í Sveitarfélaginu Skagafirði. Mjög mikilvægt er að hafa gott samráð við landeigendur um lagningu vegarins og að legu hans verði þannig háttað að sem minnst röskun verði á landi. Mikilvægt að bygging ?fyrirhugaðs hálendisvegar? komi ekki niður á nauðsynlegum endurbótum og uppbyggingu á núverandi þjóðvegi 1.

Skipulags- og byggingarnefnd - 145. fundur - 25.04.2008

Byggðarráð óskar umsagnar Skipulags- og byggingarnefndar á erindi frá Norðurvegi ehf., félags um uppbyggingu heilsársvegar yfir Kjöl. Bókun skipulags- og byggingarnefndar er eftirfarandi: Skipulags- og byggingarnefnd vill benda á að í gildi er samgönguáætlun þar sem megin áherslur sveitarfélagsins hafa verið á bættar samgöngur til vesturs um Þverárfjall og austurs með göngum frá Hjaltadal til Eyjafjarðar. Fyrirhuguð veglína er ekki í þeim drögum sem liggja til grundvallar Aðalskipulagi Skagafjarðar enda styttir hún ekki vegalengdir úr Skagafirði til Reykjavíkur eða Akureyrar nema fyrir mjög lítinn hluta íbúanna. Nefndin vill jafnframt benda á að núverandi þjóðvegur 1 er engan veginn ásættanlegur að gæðum fyrir þá umferð sem um hann fer í dag. Fyrirhugaður hálendisvegur mun heldur ekki leysa Þjóðveg 1 af nema að litlum hluta og því telur nefndin mikilvægt að bygging fyrirhugaðs hálendisvegar komi ekki niður á nauðsynlegum endurbótum og uppbyggingu á núverandi þjóðvegi 1 og þeim vegstyttingum, sem fyrirhugaðar hafa verið á honum. Auk þessa óskar Gísli Árnason bókað: Undirritaður telur fyrirliggjandi hugmyndir um byggingu heilsársvegar yfir Kjöl með öllu óásættanlegar. Fyrirhuguð veglína liggur í gegn um Guðlaugstungur, sem friðlýstar voru árið 2005. Það eitt og sér útilokar þessa framkvæmd. Ennfremur má benda á að meirihluti vegarins er í yfir 500 metra hæð yfir sjávarmáli, sem ætla má að takmarki mjög gildi hans sem heilsársvegar. Gísli Árnason

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 227. fundur - 29.04.2008

Afgreiðsla 133. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 227. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Bjarni Jónsson og lagði fram bókun v. Umsögn um Norðurveg:
?Undirritaður telur fyrirliggjandi hugmyndir um byggingu heilsársvegar yfir Kjöl með öllu óásættanlegar. Fyrirhuguð veglína liggur í gegn um Guðlaugstungur, sem friðlýstar voru árið 2005. Það eitt og sér útilokar þessa framkvæmd. Ennfremur má benda á að meirihluti vegarins er í yfir 500 metra hæð yfir sjávarmáli, sem ætla má að takmarki mjög gildi hans sem heilsársvegar.
Þá er varað við hugmyndum um einkavæðingu samgöngukerfis landsmanna og undirstrikað að samgöngubætur í byggð eigi að njóta algers forgangs.?


Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 227. fundur - 29.04.2008

Afgreiðsla 145. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 227. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.