Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

420. fundur 31. janúar 2008 kl. 10:00 - 12:10 í Ráðhúsinu
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Ósk um viðræður við byggðarráð.

Málsnúmer 0801102Vakta málsnúmer

Forráðamenn Grafaróss ehf á Hofsósi komu til fundar til viðræðu um fiskvinnslu á staðnum, byggðakvóta ofl. Véku þeir síðan af fundi. Byggðarráð fagnar áhuga þeirra á uppbyggingu á fiskvinnslu á Hofsósi og mun leitast við að aðstoða þá eftir föngum.

2.Beiðni um styrk til útgáfu Feykis

Málsnúmer 0801089Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá ritstjóra Feykis til sveitarstjórna sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, þar sem óskað er eftir styrk til útgáfu blaðsins á árinu 2008. Ætlunin er að fjölga starfsmönnum á ritstjórn blaðsins. Byggðarráð samþykkir að veita styrk til verkefnisins að upphæð kr. 40.000 á mánuði út árið 2008. Fjárveiting tekin af málaflokki 21890. Jafnframt hvetur byggðarráð þau sveitarfélög sem fengu erindið sent, til að taka þátt í verkefninu einnig.

3.Gjald vegna móttöku lífræns úrgangs frá sveitarfélaginu

Málsnúmer 0801066Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Jarðgerð ehf varðandi gjaldtöku fyrir móttöku á lífrænum úrgangi frá sveitarfélaginu fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2008 á meðan reynslutölum er safnað. Byggðarráð samþykkir að greiða kr. 350.000 pr. mánuð fyrir fyrstu sex mánuði árins sem síðan verði leiðrétt miðað við innvegið magn á tímabilinu og endanlega gjaldskrá.

4.Varðar staðsetningu björgunarþyrlu

Málsnúmer 0801071Vakta málsnúmer

Lögð fram ályktun almenns fundar í Smábátafélaginu Skalla 15. janúar sl. "Smábátafélagið Skalli óskar eftir að sveitarstjórnir á félagssvæðinu skori á dómsmálaráðherra að beita áhrifum sínum til að björgunarþyrla verði staðsett á Akureyri." Byggðarráð tekur undir ályktun Smábátafélagsins Skalla og Læknafélags Norðvesturlands og skorar á dómsmálaráðherra að stuðla að því að björgunarþyrla verði staðsett á Akureyri. Sveitarstjóra falið að koma þessu á framfæri.

5.Umsókn um lækkun fasteignagjalda 2008

Málsnúmer 0801099Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá húsnefnd Félagsheimilisins Höfðaborgar þar sem farið er fram á lækkun fasteignagjalda eins og undanfarin ár vegna skólastarfsemi sem fer fram í félagsheimilinu. Byggðarráð samþykkir að félagsheimilið greiði B-fasteignaskatt þann tíma sem skólastarf fer fram í húsinu.

6.Norðurlandsskógar bjóða kynningu.

Málsnúmer 0801076Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Norðurlandsskógum þar sem starfsmenn verkefnisins bjóða sveitarstjórnum að fá til sín kynningu á stöðu verkefnisins og framtíðaráformum. Vísað til landbúnaðarnefndar, umhverfis- og samgöngunefndar og skipulags- og bygginganefndar.

7.Frumvarp til laga um samgönguáætlun, 292. mál. Umsagnarbeiðni.

Málsnúmer 0801073Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um samgönguáætlun, 292. mál. Æskir nefndin svars eigi síðar en 17. febrúar nk. Vísað til umhverfis- og samgöngunefndar.

8.Ný veglína um Kjöl

Málsnúmer 0801058Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Norðurvegi ehf þar sem óskað eftir umsögn sveitarfélagsins um hugmyndir að nýrri veglínu sem félagið hefur látið hanna um Kjöl, þar sem farið er frá Gullfossi í suðri, austur fyrir Bláfell, yfir Svörtutungur, um Eyvindarstaðaheiði, um Goðdalafjall og niður í Skagafjörð í norðri. Sjá kynningarefni á nordurvegur.is. Byggðarráð samþykkir að leita álits skipulags- og bygginganefndar, landbúnaðarnefndar, Félags ferðaþjónustunnar í Skagafirði, Náttúrverndarsamtaka í Skagafirði, Náttúrustofu Nl. vestra, fyrirtækja í flutningastarfsemi og framleiðslu í Skagafirði. Aðrir áhugasamir aðilar sem hafa áhuga á eða telja sig hafa hagsmuna að gæta geta sett sig í samband við sveitarstjóra.

9.Listskreytingasjóður ríkisins: Auglýst eftir umsóknum

Málsnúmer 0801078Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi frá Listskreytingasjóði ríkisins þar sem sjóðurinn auglýsir eftir umsóknum um styrki til listskreytinga í opinberum byggingum árið 2008. Umsóknarfrestur er til 1. mars 2008.

10.Verkefnisstjórn Sáttmála til sóknar í skólamálum - fundarboð

Málsnúmer 0801072Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar fundarboð um fund á vegum verkefnisstjórnar Sáttmála til sóknar í skólamálum í Skagafirði. Fundurinn verður haldinn í Verinu 1. febrúar nk.

11.Þakkir frá Kiwanis

Málsnúmer 0801065Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar þakkarbréf frá Kiwanishreyfingunni á Íslandi fyrir framlag sveitarfélagsins í þágu Geðhjálpar, BUGL og Forma.

12.Tilgangur og hlutverk Landsv.Power ehf

Málsnúmer 0801090Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf um tilgang og hlutverk Landsvirkjunar Power ehf. Tilgangur félagsins er m.a. að taka þátt í hverskonar fjárfestingum á sviði orkumála.

13.Gjaldskrá fyrir Íþróttahúsið á Sauðárkróki

Málsnúmer 0801042Vakta málsnúmer

Lögð fram gjaldskrá félags- og tómstundanefndar vegna útleigu á Íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Vísað til byggðarráðs frá sveitarstjórn. Byggðarráð staðfestir afgreiðslu félags- og tómstundanefndar.

Fundi slitið - kl. 12:10.