Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

198. fundur 27. janúar 2010 kl. 08:15 - 08:15 í Ráðhúsi, Skr.
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Sauðárkrókshöfn - deiliskipulag.

Málsnúmer 0804086Vakta málsnúmer

Þórdís Friðbjörnsdóttir og Einar Einarsson settu fund og buðu fundarmenn velkomna. Sérstaklega Árna Ragnarsson ráðgjafa. Fundurinn er sameiginlegur fundur Umhverfis-og samgöngunefndar og Skipulags-og byggingarnefndar varðandi deiliskipulag Sauðárkrókshafnar. Árni Ragnarsson fór yfir skipulagstillöguna og drög að greinargerð eins og hún liggur fyrir. Miklar umræður urðu um tillöguna. Samþykkt að gatnamót Strandvegar og Sætúns verði leyst sem T gatnamót. Ákveðið að óska eftir fundi með forsvarsmönnum fyrirtækjanna á svæðinu áður en lokatillaga verður afgreidd. Nú yfirgaf umhverfis-og samgöngunefnd af fundi en skipulags- og byggingarnefnd hélt áfram störfum

2.Hesteyri 2 (143445)- Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1001175Vakta málsnúmer

Ólafur Elliði Friðriksson kt. 0309574749, fyrir hönd Kaupfélags Skagfirðinga kt. 680169-5009 sækir  með bréfi dagsettu 18. janúar sl., um leyfi til að breyta útliti iðnaðarhúss sem stendur á lóðinni nr. 2 við Hesteyri á Sauðárkróki. Breytingin varðar frágang á suðurvegg Vélaverkstæðis KS, vegg milli brunasamstæðna. Erindið samþykkt.

3.Tunguháls I land 146241 - Umsókn um nafnleyfi

Málsnúmer 1001167Vakta málsnúmer

Höskuldur Þórhallsson kt. 121254-2049 þinglýstur eigandi lóðarinnar Tunguháls I land 146241 sækir með bréfi dagsettu 24. október sl., um leyfi skipulags-og byggingarnefndar og Sveitarstjórnar Skagafjarðar til að nefna lóðina og hús með fastanúmerið 232-0345 sem á lóðinni  stendur Ármót.  Erindið samþykkt.

4.Íbishóll land 2 219047 - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 1001168Vakta málsnúmer

Magnús Bragi Magnússon kt. 111069-5739, þinglýstur eigandi jarðarinnar Íbishóls landnr. 146044, sækir með bréfi dagsettu um heimild til að skipta 41.482,0 m² lóð, (landnr, 219047), úr landi jarðarinnar Íbishóls.  Framlagður hnitsettur yfirlits-og uppdráttur dags. 16. desember 2009, gerður á Stoð ehf. verk­fræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar er S-101 í verki nr. 7457-1. Lögbýlaréttur og öll hlunnindi munu áfram tilheyra Íbishóli, landnr. 146044. Fylgiskjöl með umsókn. Eignayfirlýsing dagsett 17.12.2009, yfirlýsing um ágreiningslaus landamerki dagsett 13.01.2010 og  yfirlýsing um ágreiningslaus landamerki dagsett 16.01.2010. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

Fundi slitið - kl. 08:15.