Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

140. fundur 20. febrúar 2008 kl. 08:15 - 15:50 í Ráðhúsinu
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Sauðárkrókur - iðnaðarsvæði, lóðarmál

Málsnúmer 0802089Vakta málsnúmer

Sauðárkrókur - iðnaðarsvæði, lóðarmál. Lagðar fram tillögur Skipulags- og byggingarfulltrúa að lóðarmörkum fyrir eftirtaldar lóðir í Iðnaðarsvæði á Sauðárkróki. Lóðina nr. 27 við Borgarflöt. Lóðirnar nr. 3 og 5 við Borgarröst og lóðina nr. 8 við Borgartún. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að kynna hlutaðeigandi tillögurnar og ganga frá nýjum lóðarleigusamningum.

2.Villinganes - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 0802091Vakta málsnúmer

Villinganes ? umsókn um framkvæmdaleyfi. Magnús Sigmundsson kt. 270357-5639 fyrir hönd Hestasports - Ævintýraferða ehf. kt. 500594-2769 sækir með bréfi dagsettu 4. febrúar sl. um framkvæmdaleyfi til þess að leggja veg frá bænum Villinganesi niður á eyrar vestari Jökulsárinnar. Meðfylgjandi umsókn eru: samningur milli landeiganda, Sigurjóns Valgarðssonar, kt. 070768-5699 og Hestasports - Ævintýraferða ehf., dagsettur 1. febrúar 2008, og ófullgerður afstöðuuppdráttur, ódagsettur. Afgreiðslu þessa erindis frestað. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að kanna forsendur og leyfi fyrir þeim vegi sem nú þegar hefur verið gerður að Jökulsánni um land Villinganess.

3.Varmahlíð - frístundahúsasvæði - lóðarumsókn

Málsnúmer 0802092Vakta málsnúmer

Varmahlíð, frístundahúsasvæði - lóðarumsókn. Jóhann R. Jakobsson kt. 161248-2669 fyrir hönd Ráðstefnuskrifstofu Skagafjarðar ehf kt. 430306-1620, sækir með bréfi dagsettu 30. janúar sl., um að fá úthlutað þjónustulóð nr. 1 við Einimel í Varmahlíð. Á lóðinni hyggst hann byggja farfuglaheimili og íbúð fyrir starfsfólk. Fyrirhuguð bygging er 250 m² bjálkahús á steyptum grunni, 200 m2 að grunnfleti. Skipulags- og byggingarnefnd hafnar erindinu. Lóðin sem sótt er um er á skipulögðu frístundahúsasvæði í Varmahlíð. Telur nefndin að starfsemi umsækjanda samræmist ekki þeirri notkun sem þessu svæði er ætluð.

4.Flæðagerði 35 - lóðarumsókn

Málsnúmer 0802093Vakta málsnúmer

Flæðagerði 35 ? lóðarumsókn. Óli Viðar Andrésson kt. 270572-4809 fyrir hönd Stóriðjunnar ehf. kt. 410306-0930 sækir með bréfi dagsettu 30. janúar sl. um að fá úthlutað lóðinni nr. 35 við Flæðagerði fyrir hesthús. Erindið samþykkt.

5.Suðurgata 16 - umsókn um leyfi til breytinga.

Málsnúmer 0802095Vakta málsnúmer

Suðurgata 16 ? umsókn um leyfi til breytinga. Árni Ragnarsson kt. 060349-4529 sækir með bréfi dagsettu 18. febrúar sl. um leyfi til að gera breytingar á íbúðarhúsinu sem stendur á lóðinni nr. 16 við Suðurgötu, samkvæmt framlögðum uppdráttum dagsettum í febrúar 2008, gerðum af honum sjálfum. Erindið samþykkt.

6.Skíðastaðir, Neðribyggð - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 0802098Vakta málsnúmer

Skíðastaðir, Neðribyggð ? umsókn um byggingarleyfi. Málið áður á dagskrá nefndarinnar 20. desember sl., og þá bókað. ?Umsókn um byggingarleyfi. Páll Pálsson veitustjóri, f.h. Skagafjarðarveitna ehf. kt. 691097-2509, Borgarteigi 15, Sauðárkróki, sækir með bréfi dagsettu 14. desember sl. um leyfi til þess að byggja vatnstank með sambyggðu lokahúsi á leigulóð Skagafjarðarveitna ehf. Lóðin er í landi Skíðastaða í Neðribyggð og hefur landnúmerið 211575, Framlagðir aðaluppdrættir gerðir af Stoð ehf. verkfræðistofu, Braga Þór Haraldssyni, dags. 19. maí 2007. Uppdrættirnir eru nr. A-101 og A-102 í verki nr. 1026. Samþykkt að óska eftir meðmælum Skipulagsstofnunar með veitingu byggingarleyfis sbr. 3. tl. Bráðabirgðaákvæða skipulags- og byggingarlaga.? Nú liggja fyrir jákvæðar umsagnir Fornleifaverndar ríkisins dags. 26. apríl 2007 og Skipulagsstofnunar dags. 30. janúar 2008. Byggingarleyfi samþykkt.

7.Glaumbær - erindi varðandi Byggðasafn Skagfirðinga

Málsnúmer 0802099Vakta málsnúmer

Glaumbær ? erindi varðandi Byggðasafn Skagfirðinga. Á fundinn komu Sigríður Sigurðardóttir safnvörður og Áskell Heiðar sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs. Gerðu þau grein fyrir þeim hugmyndum sem nú eru til umræðu varðandi framtíðar safnasvæði í Glaumbæ. Fyrir fundinum liggja tillögur, unnar af Hjörleifi Stefánssyni arkitekt, sem gera m.a ráð fyrir byggingu nýs þjónustuhúss fyrir safnið. Óskað er eftir að svæðið verði tekið til deiliskipulagslegrar meðferðar. Verður það gert að fenginni formlegri beiðni landeigenda.

8.Endurbætur á Kirkjutorgi og Aðalgötu

Málsnúmer 0801100Vakta málsnúmer

Byggðarráð óskar umsagnar Skipulags- og byggingarnefndar um tillögur NIRAS Konsulenter A/S varðandi endurbætur á Kirkjutorgi og Aðalgötu á Sauðárkróki. Tillögurnar innihalda ferillýsingu sem byggir á reynslu höfunda á sambærilegum verkefnum. Markmiðið er að fegra götu- og bæjarmyndina og marka Kirkjutorg og Aðalgötu sem miðbæ og upprunanlegan bæjarhluta á Sauðárkróki. Skipulags- og byggingarnefnd fagnar þessu erindi Byggðarráðs og hvetur til að verkefninu verði hrint í framkvæmd.

Fundi slitið - kl. 15:50.