Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

228. fundur 29. september 2011 kl. 10:00 - 11:38 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Viggó Jónsson formaður
  • Úlfar Sveinsson aðalm.
  • Svanhildur Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
  • Ásmundur Jósef Pálmason varam.
  • Hrefna Gerður Björnsdóttir varam. áheyrnarftr.
  • Jón Örn Berndsen sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs
  • Sigurður Hafsteinn Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Skagfirðingabraut 29 - Fyrirspurn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1109270Vakta málsnúmer

Fyrirspurn um byggingarleyfi. Knútur Aadnegard kt. 020951-2069, fyrir hönd S. fasteigna ehf. kt. 621204-2030 og Skeljungs hf. kt. 590269-1749 leitar umsagnar Skipulags-og byggingarnefndar Skagafjarðar vegna fyrirhugaðrar byggingar við verslunarhúsnæði sem stendur á lóðinni númer 29 við Skagfirðingabraut. Meðfylgjandi umsagnarbeiðninni er fyrirspurnaruppdráttur sem gerir grein fyrir fyrirhugaðri framkvæmd. Erindið samþykkt byggingarfulltrúi afgreiðir málið.

2.Grundarstígur 1 - Fyrirspurn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1109287Vakta málsnúmer

Fyrirspurn um byggingarleyfi. Steingrímur Óskarsson kt. 120272-4709 og Herdís Lilja Káradóttir kt. 130871-4889 leita umsagnar Skipulags-og byggingarnefndar Skagafjarðar vegna fyrirhugaðra framkvæmda á lóðinni númer 1 við Grundastígvið. Fyrirhuguð framkvæmd er flutningur garðhúss á lóðina. Húsið er 14 m², stafnhæð 3,3 m, byggt úr timbri, klætt utan með krossvið, þakið timburþak klætt bárujárni. Meðfylgjandi gögn gera grein fyrir fyrirhugaðri staðsetningu og stærð húss. Erindinu hafnað eins og það er fyrir lagt. Nefndin telur húsið of hátt og stórt til að reisa það á þessum stað.

3.Sjónarhóll 202324 -Fyrirspurn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1109253Vakta málsnúmer

Sjónarhóll 202324 -Fyrirspurn um byggingarleyfi. Halldór Þorvaldsson kt. 250871-3929, fh. Sonju Hafsteinsdóttur kt. 300473-3939, leitar umsagnar Skipulags-og byggingarnefndar Skagafjarðar vegna fyrirhugaðrar byggingar hrossaskýlis á jörðinni. Meðfylgjandi gögn gera grein fyrir fyrirhugaðri framkvæmd. Skipulags- og byggingarnefnd fellst á byggingarreit eins og hann er fram settur. Afstöðu til byggingarinnar er ekki hægt að taka á fyrirliggjandi gögnum.

4.Kirkjutorg -Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1109123Vakta málsnúmer

Kirkjutorg -Umsókn um byggingarleyfi. Vicki Marlene O" Shea kt. 021158-2249 eigandi hluta hússins sem stendur á lóðinni Kirkjutorg (143550) sækir um að fá að breyta útliti og innra skipulagi hússins. Breytingin varðar þann hluta miðhæðar sem áður hýsti pósthús, en nú stendur til að breyta í tvær smáíbúðir. Framlagðir uppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu, af Atla Gunnari Arnórssyni. Uppdrættirnir eru í verki númer 7582, nr. A-101 til A-105 og eru þeir dagsettir 12. september 2011. Í dag er húsnæðið tveir séreignahlutar í eigu tveggja. Skipulags og byggingarnefnd samþykkir breytta notkun húsnæðisins. Skipulags og byggingarfulltrúa falið að afgreiða málið á grundvelli Mannvirkjalaga og laga um fjöleignahús.

5.Laugarhvammur lóð 11(215445)-Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1108030Vakta málsnúmer

Laugarhvammur 11. Andrea Dögg Björnsdóttir kt. 270656-4989, óskar heimildar skipulags- og byggingarnefndar til að setja niður 34 m 2 frístundahús, gestahús á lóð sinni nr. 11 við Laugarhvamm í Steinstaðahverfi samkvæmt meðfylgjandi gögnum sem eru afstöðumynd gerð hjá Stoð ehf dags. 26. ágúst 2011 og uppdráttur sem sýnir útlit og grunnplan. Meðfylgjandi er undirskrift næstu nágranna sem ekki gera athugasemd við erindið. Erindið samþykkt.

6.Sauðárkrókur Hafnarsvæði - Sandfangari.

Málsnúmer 1109297Vakta málsnúmer

Sauðárkrókur - Sandfangari. Umsókn um framkvæmdaleyfi. Skagafjarðarhafnir hafa skv. samþykktri samgönguáætlun og í samvinnu við Siglingastofnun unnið að undirbúning framkvæmda við 30 m lengingu sandfangara í Sauðárkrókshöfn. Óskað er eftir að skipulags- og byggingarnefnd og Sveitarstjórn veiti leyfi til að ráðast í ofangreindar framkvæmdir samkvæmt meðfylgjandi gögnum sem unnin eru af Siglingastofnun í september 2011. Erindið samþykkt.

7.Hraun á Skaga (145889) - Sjóvarnir

Málsnúmer 1109296Vakta málsnúmer

Hraun á Skaga - sjóvörn. Siglingastofnun hefur skv. samþykktri samgönguáætlun unnið að undirbúning framkvæmda við 150 m sjóvarnargarð við bæinn Hraun á Skaga. Sjóvörnin er austan við 200 m garð sem gerður var árið 2006 og í framhaldi af honum. Óskað er eftir að svf. Skagafjörður staðfesti að Siglingastofnun hafi heimild til að ráðast í ofangreindan sjóvarnargarð og hann brjóti ekki í bága við skipulag. Meðfylgjandi gögn er varða umsóknina eru unnin hjá Siglingastofnun í september 2011. Erindið samþykkt.

8.Áshildarholt land (220469) - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 1109035Vakta málsnúmer

Áshildarholt land (220469) - Umsókn um landskipti. Gunnlaugur Vilhjálmsson kt. 271247-2579, Sigurður Vilhjálmsson kt. 110341-7769 eigendur jarðarinnar Áshildarholts í Skagafirði, landnr. 145917, sækja um heimild Skipulags-og byggingarnefndar Skagafjarðar til að skipta 41,955,0 m² spildu úr jörðinni. Framlagður hnitsettur yfirlits-og afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. verk­fræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar er S-102 í verki nr. 7136-2, og er hann dagsettur 31. ágúst 2011. Fram kemur í umsókn að lögbýlaréttur mun áfram tilheyra Áshildarholti, landnr. 145917.Einnig óskað eftir að leysa hið nýstofnaða land úr landbúnaðarnotum. Erindið samþykkt og skipulags- og byggingarfulltrúa falið að afgreiða málið.

9.Krithóll 1. land 1 (220498) - Umsókn um landskipti.

Málsnúmer 1109299Vakta málsnúmer

Krithóll 1. land 1 (220498) - Umsókn um landskipti. Kjartan Björnsson kt. 071032-2139, eigandi jarðarinnar Krithóll 1, landnr. 146185 í Skagafirði, sækir um heimild Skipulags-og byggingarnefndar Skagafjarðar til að skipta 10.000,0 m² spildu úr jörðinni. Framlagður hnitsettur yfirlits-og afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. verk­fræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Númer uppdráttar er S01 í verki nr. 7591, og er hann dagsettur 19. ágúst 2011. Fram kemur í umsókn að öll hlunnindi og lögbýlaréttur mun áfram tilheyra jörðinni , Krithóll 1, landnr. 146185 . Einnig óskað eftir að leysa hið nýstofnaða land úr landbúnaðarnotum. Erindið samþykkt.

Fundi slitið - kl. 11:38.