Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

279. fundur 04. desember 2015 kl. 09:00 - 10:45 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Viggó Jónsson formaður
  • Ásmundur Jósef Pálmason varaform.
  • Hildur Þóra Magnúsdóttir ritari
Starfsmenn
  • Jón Örn Berndsen byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Hraun II 146824 - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 1511182Vakta málsnúmer

Guðrún Björk Pétursdóttir kt 120250-5909, fh Gáseyrarinnar ehf. Kt 670605-1750 og Guðmundur Viðar Pétursson kt. 270857-3379 þinglýstir eigendur jarðanna Hraun I (landnr. 146818) og Hraun II (landnr. 146824), sækja um leyfi til stofna lóð úr óskiptu landi jarðanna samkvæmt meðfylgjandi hnitsettum afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Númer uppdráttar er S01 í verki nr. 7523, dags. 10. nóvember 2015. Á lóðinni stendur gamalt íbúðarhús, í dag skráð geymsla með matsnúmerið 214-4044. Erindið samþykkt.

2.Lækjarbakki 3 - Umsókn um endurnýjun stöðuleyfis

Málsnúmer 1511201Vakta málsnúmer

Finnur Sigurðsson kt. 250288-3609 Lækjarbakka 3 í Steinstaðahverfi, sækir um endurnýjun stöðuleyfis fyrir aðstöðugám sem stendur á lóðinni. Áður var veitt stöðuleyfi þann 8. desmeber 2014 til eins árs. Framlengt stöðuleyfi veitt til 31. desember 2016. Stöðuleyfi veitt til 31. janúar 2016.

3.Garður 146375 - Hegranesþing deiliskipulag

Málsnúmer 1512022Vakta málsnúmer

Ásta Hermannsdóttir verkefnastjóri á Minjastofnun Íslands óskar eftir leyfi til handa Minjastofnun Íslands til að deiliskipuleggja minjasvæði Hegranesþings og nánasta umhverfi, sbr. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga, en svæðið er í landi Garðs í Hegranesi. Deiliskipulagið verður unnið á kostnað Minjastofnunar og í fullu samráði við landeigendur.
Landeigandi hefur komið að undirbúningi áformanna. Meðfylgjandi umsókn er skipulagslýsing unnin á Teiknistofu Norðurlands af Arnari Birgi Ólafssyni landslagsarkitekt. Skipulags- og byggingarnefnd fellst á framlagða skipulagslýsingu og leggur til við sveitarstjórn að heimila Minjastofnun að vinna deiliskipulag af svæðinu á sinn kostnað.

4.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 17

Málsnúmer 1511027FVakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa 17. fundur, haldinn 2. desember 2015 lagður fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:45.